Fréttablaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 8
MARKAÐURINN 30. MAÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR8
Ú T T E K T
llt stefnir í að rannsókn efna-
hagsbrotadeildar Ríkislögreglu-
stjóra á hugsanlegum hugverka-
stuldi netverja ljúki á haustdög-
um. Málið er prófsteinn hérlendis
og má gera ráð fyrir að kærumál
vegna hugsanlegra brota á hugverkastuldi
líti dagsins ljós í kjölfarið falli dómur í hag
rétthafa tónlistarefnis, kvikmynda og hvers
kyns stafræns efnis, sem
dreift hefur verið um
netið. Í nær öllum er-
lendum málum sem þess-
um hafa forráðamenn
skráaskiptifyrirtækja
hlotið dóma, sumir hverj-
ir þunga.
Málið hófst í septemb-
er árið 2004 þegar gerð
var húsleit hjá tólf ein-
staklingum sem grun-
aðir voru um að dreifa
og sækja kvikmynd-
ir, sjónvarpsefni, tónlist
og hugbúnað með DC++
skráaskiptihugbúnað-
inum. Tólfmenningarn-
ir voru handteknir og tölvubúnaður þeirra
gerður upptækur en hann er enn í vörslu lög-
reglunnar. Eins og staðan er í dag stefnir í
að mál tíu af tólf fari fyrir dómstóla. Rann-
sókn á málinu hefur staðið yfir hjá lögreglu
allt fram til þessa dags. Brot gegn höfundar-
réttarlögum getur varðað allt að tveggja ára
fangelsi auk sekta.
Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands er talið
að hátt í 100.000 Íslendingar hafi sótt sér tón-
list eða kvikmyndir í gegnum netið, þar af
eru um 70.000 sem hafa nýtt sér skráaskipti-
hugbúnað á borð við DC++.
Á málfundi sem Háskólinn í Reykjavík
efndi til í tilefni af íslenska hugverkadegin-
um í lok apríl síðastliðins kom fram að ís-
lenska vefsvæðið Istorrent er vinsælasta
skráaskiptikerfið hérlendis með 16.000 not-
endur. Svo vinsælt er það, að notendum hefur
fjölgað um 3.000 síðan þá. Á degi hverjum
eru 300 skrár aðgengilegar hjá veitunni og
geta allir notendur hennar sótt sér þær. Það
telst þó ólíklegt að þeir séu allir inni í einu.
Og ekki ná þeir í allar skrár sem í boði eru
hverju sinni. Engu að síður nemur heildar-
verðmæti gagna sem hægt er að fá gríðar-
legum fjárhæðum. Samkvæmt útreikning-
um SMÁÍS, samtaka rétthafa myndefnis á Ís-
landi, nemur verðmæti skránna sem Istorrent
veltir 1,8 milljörðum króna á ári hverju. Þá er
ótalið verðmæti allra þeirra skráa sem ís-
lenskir netverjar hafa aðgang að með öðrum
forritum og niðurhali erlendis frá.
FRUMKVÖÐULL EÐA SPELLVIRKI?
Skráaskiptiforrit hafa verið til í um átta ár.
Í byrjun júní árið 1999 setti Shawn nokkur
Fanning hugbúnaðinn Napster á netið. Þetta
var talsverð bylting og var Fanning hyllt-
ur á forsíðum fjölmargra tímarita og dag-
blaða sem einn af frumkvöðlum í upplýsinga-
tækni.
Napster var að nokkru leyti frábrugðið
þeim skráaskiptiforritum sem nú eru til en
í dag er um svokallað jafningjasvæði (peer-
2-peer) að ræða. Þótt notendur Napster hafi
deilt efni sín á milli þá var gagnagrunnur-
inn miðlægur, sem þýðir að setja þurfti upp
gagnabanka þaðan sem notendur sóttu sér
efni. Vegur Napsters óx mjög hratt og varð
það fljótlega gríðarlega vinsælt en notend-
ur voru 26,4 milljónir talsins þegar mest var.
Helstu notendur hugbúnaðarins voru háskóla-
nemendur og nýttu þeir háhraðatengingar og
stórt geymslurými í netkerfum háskóla til að
byggja upp öflugt gagnasafn til að deila tón-
list sín á milli og setja saman geisladiska lík-
asta þeim sem fengust í rekkum hljómplötu-
verslana. Eini munurinn var sá að diskarn-
ir kostuðu sitt í versluninni en útgjöldin voru
engin hjá nemendunum að undanskildum
kostnaði við kaup á tómum geisladiski.
Ský dró fyrir sólu hjá aðstandendum
Napster þegar bandaríska rokkhljómsveit-
Margar hliðar á niðurhali
Í haust lýkur rannsókn á hugsanlegum hugverkastuldi tíu netverja sem handteknir voru vegna ólögmætrar dreifin
búnaði á netinu. Heildarverðmæti ólöglegs niðurhals hér á landi nemur 1,8 milljörðum króna. Jón Aðalsteinn Bergs
niðurhalsmálsins“ og rýndi í þunga dóma sem fallið hafa í álíka málum upp á síðkastið.
Fyrsti fangelsisdómur-
inn í máli sem þessu
féll í mánuðinum en
þá var maður í Hong
Kong dæmdur í þriggja
mánaða fangelsi fyrir
dreifingu á þremur
kvikmyndum um hið
vinsæla BitTorrent-
jafningjanet.