Fréttablaðið - 30.05.2007, Page 12
30. MAÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR4 fréttablaðið iðnaður
Samtök iðnaðarins sjá flest
jákvætt við stefnuyfirlýsingu
ríkisstjórnarinnar.
„Við hljótum að minna á að starfs-
skilyrði atvinnulífsins verða að
vera viðunandi til þess að unnt
verði að hrinda í framkvæmd
þeim góðu áformum sem þar
koma fram. Við bætum ekki vel-
ferð fólksins nema skilyrði séu
til öflugrar verðmætasköpunar í
atvinnulífinu,“ segir Helgi Magn-
ússon, formaður Samtaka iðnað-
arins.
Hann telur fagnaðarefni hve
fljótt og fumlaust stjórnarmynd-
unin gekk fyrir sig. „Óvissa um
stjórn landsins, að ekki sé talað um
stjórnarkreppur eins og tíðkuðust
á áttunda og níunda áratugnum,
geta valdið ómældum skaða. Nú er
ekkert að vanbúnaði og við treyst-
um öflugri stjórn til góðra verka
enda hefur hún nálægt tvo þriðju
kjósenda og þingmanna á bak við
sig og hefur því mikinn stuðning
og pólitískt afl.“
Helgi bendir á að í stefnuyf-
irlýsingunni komi meðal annars
fram að tryggja beri stöðugleika í
atvinnulífinu, lága verðbólgu, lágt
vaxtastig, betra jafnvægi í utan-
ríkisviðskiptum, jafnan og öflugan
hagvöxt og áframhaldandi trausta
stöðu ríkissjóðs. Þessar segir hann
að séu einnig megináherslur Sam-
taka iðnaðarins varðandi efna-
hagsumhverfið og því fagni Sam-
tök iðnaðarins sérstaklega.
Ný ríkisstjórn boðar samráðs-
vettvang milli ríkis og vinnu-
markaðar og sveitarfélaga um
aðgerðir og langtímamarkmið
á sviði efnahags-, atvinnu- og
félagsmála.
„Þetta er skynsamleg tillaga
og við tökum þessu boði fagn-
andi fyrir okkar leyti. Ný ríkis-
stjórn boðar víðtækar aðgerðir til
að efla velferðarkerfið og bæta
hag þeirra sem verst eru sett-
ir í þjóðfélaginu. Það telja Sam-
tök iðnaðarins einnig samkeppn-
ismál og fagna því. En til þess
að þessi göfugu áform nái fram
að ganga þarf nú þegar að ráðast
gegn þeim gríðarlegu háu vöxt-
um sem ríkja í landinu og íþyngja
fyrirtækjum og heimilum lands-
manna,“ segir hann.
„Það verður að viðurkenna
að vaxtastefna stjórnvalda sem
framkvæmd er af Seðlabank-
anum virkar ekki. Þessir ofur-
háu vextir sem ætlaðir eru til að
ná verðbólgumarkmiðum eru að
sliga framleiðsluatvinnugreinarn-
ar og valda óraunhæfri styrkingu
krónunnar sem hefur styrkst um
tólf prósent það sem af er þessu
ári. Útflutningsgreinar í iðnaði
og sjávarútvegi ásamt ferðaþjón-
ustu mega ekki við þessu og sam-
keppnisstaða innlendrar fram-
leiðslu versnar stórum,“ segir
hann og fullyrðir að ekki séu
raunveruleg rök fyrir svo sterkri
krónu.
„Hér er að safnast upp skekkja
sem mun leiðréttast með hvelli
ef ekki verður farið á móti þess-
ari þróun sem fyrst. Ofurvextir
styrkja krónuna þannig að gjald-
eyrir er á útsölu og leiðir til óeðli-
legrar þenslu. Ný ríkisstjórn verð-
ur að endurmeta þau verðbólgu-
markmið sem Seðlabankanum er
gert að framfylgja með ofurvöxt-
um. Annars mun atvinnulífið ekki
ná að dafna með þeim hætti sem
það hefur að öðru leyti allar for-
sendur til.“
Atvinnulífið þarf eðlileg
rekstrarskilyrði og næði til verð-
mætasköpunar til að vel meint
áform stjórnarsáttmálans nái
fram að ganga, að mati Helga.
„Það er allra hagur að nú verði
horfst í augu við þessa misheppn-
uðu vaxtastefnu og hún leiðrétt.
Seðlabankanum er gert að halda
einhverjum verðbólgumarkmið-
um en það er ekki raunhæft því
að vextirnir eru keyrðir svo hátt
upp að það ræður enginn við að
borga þessa vexti.“
Helgi bendir á að ný ríkisstjórn
hafi tekið við völdum og því sé
hægt að ryðja öllu því gamla út af
borðinu og byrja með hreint borð.
„Nú er tækifærið,“ segir hann.
„Ríkisstjórnin ákveður þessa
stefnu í samráði við Seðlabank-
ann. Við segjum: Leiðréttið hana.
Áformin eru góð. Vextina verður
að lækka þannig að krónan styrk-
ist ekki með óeðlilegum hætti.
Ef þetta verður gert þá skap-
ast rekstrarumhverfi sem gerir
að verkum að atvinnulífið dafn-
ar, verðmætasköpun verður mikil
og aðstæður verða til að bæta
hag þeirra sem eru verr settir
og lækka skatta fólks og fyrir-
tækja.“
Forystumenn Samtaka iðnað-
arins hafa gjarnan talað fyrir því
að taka upp evru og ganga í Evr-
ópusambandið. „Á iðnþingi í mars
hvöttum við til þess að nýtt kjör-
tímabil yrði notað til þess að gera
út um það hvort Íslendingar ættu
erindi í Evrópusambandið og
tækju þá upp evru í leiðinni. Þetta
þýðir ekki að tala um nema helstu
stjórnmálaflokkar landsins séu
tilbúnir til þess og samstaða náist
í atvinnulífinu og hjá verkalýðs-
hreyfingunni. Ég segi það sama
og áður: Nú er nýtt kjörtímabil og
hreint borð. Það gefur tækifæri
til að hefja þessa umræðu á annað
stig og fá niðurstöðu. Þetta finnst
mér mega lesa út úr stjórnarsátt-
málanum.“
Vextir verða að lækka
„Það er allra hagur að nú verði horfst í augu við þessa misheppnuðu vaxtastefnu og hún leiðrétt,“ segir Helgi Magnússon, for-
maður Samtaka iðnaðarins.
ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236
BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR
• Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli
• Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir
Daewoo lyftarar
Partur-Spyrnan-Lyftarar • Eldshöfða 10 • 110 Reykjavík • Sími: 585-2500 • Fax: 567-9557
Gæði á góðu verði
550 5600
Hringdu ef blaðið berst ekki
- mest lesið