Fréttablaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 20
30. MAÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR12 fréttablaðið iðnaður
Norm-x • Auðbrekku 6 • Kópavogi • Sími 565-8899.Skoðaðu heimasíðuna www.normx.is
NORM-X
Hita pottar
Íslensk framleiðsla
www.normx.is
Viðarkamínur á
ótrúlega góðu verði
Mest seldu hita pottar á Íslandi
Fyrirtækið ORF Líftækni
hyggst setja á markað sér-
virk prótín síðla sumars sem
eru framleidd með hjálp bygg-
plöntunnar. Björn Örvar, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins,
segir þessa nýju framleiðslu-
aðferð hafa marga kosti í för
með sér.
„Undanfarin ár höfum við
verið að þróa nýtt kerfi til
að framleiða sérvirk prótín
sem eru notuð í iðnaði, lækn-
isfræði, lyfjum og til rann-
sókna,“ segir Björn og útskýr-
ir hvernig prótínin hafa verið
framleidd fram að þessu. „Þau
hafa verið framleidd í tönkum
með bakteríum, gersveppum
eða spendýrafrumum í. Slík
framleiðsluaðferð er mjög
dýr og stendur framleiðslunni
fyrir þrifum í lyfjaframleiðslu
því lyfin verða mjög dýr fyrir
bragðið.“
Björn segir menn því hafa
velt fyrir sér nýjum aðferðum
til að framleiða þessi sérvirku
prótín. „Þá var horft í ýmsar
áttir en við horfðum til þess að
nýta byggplöntuna, eða bygg-
fræið sem hýsil fyrir þessa
framleiðslu og notum erfða-
tækni við framleiðsluna.“
Fyrirtækið, sem var stofnað
í ársbyrjun 2001, er nú að ljúka
allri tækniþróun og stefnir að
því að setja fyrstu afurðir sínar
á markað seint í sumar. „Þetta
verða tíu mismunandi sérvirk
prótín sem eru vaxtarþættir
úr manninum,“ segir Björn en
fyrstu afurðirnar verða fyrst
og fremst settar á er-
lendan markað fyrir
læknisrannsóknir.
„Það er þrennt
sem við lítum til
með okkar kerfi.
Fyrst og fremst
getum við keppt
mjög vel við verð-
in. Svo bjóðum við
upp á „bio risk free“
vaxtarþætti en þar
er átt við að þar sem
þetta er framleitt
í byggplöntunni þá
eru engir sjúkdóm-
ar sem berast frá
henni í menn. Hing-
að til hafa menn
hins vegar verið að
framleiða þetta í
spendýrafrumum og
þá er alltaf ákveð-
in hætta á að smitsjúkdóm-
ar berist, eða þeir framleiða
þetta í bakteríum, sem getur
líka haft ákveðna áhættu í för
með sér,“ segir Björn og bætir
við að í þriðja lagi telji þeir sig
geta framleitt þessa vaxtar-
þætti í mjög miklum mæli og
því verði verðið lægra en hing-
að til hefur verið. -sig
Framleiða prótín
í byggplöntum
Björn Örvar er framkvæmdastjóri ORF Líftækni sem framleiðir sérvirk prótín en fyrirtækið