Fréttablaðið - 30.05.2007, Page 22
30. MAÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR14 fréttablaðið iðnaður
Undanfarin ár hefur það
færst mjög í vöxt að dreifi-
bréf komi inn um bréfalúg-
ur landsmanna. Þetta eru
aðallega dagblöð og auglýs-
ingar af ýmsu tagi ásamt
fleiru. Flestir henda slíku
efni beint í tunnuna en nú
hafa nokkrir aðilar tekið
sig saman um að endur-
vinna pappírinn, enda
er hann upplagður fyrir
slíkt.
Samtök iðnaðarins,
Samtök verslunar og
þjónustu, útgefendur
blaða og tímarita, prent-
fyrirtæki og verslana-
keðjur hafa nú hleypt
af stokkunum kynn-
ingarátaki til að minna
fólk á endurvinnslu-
gámana og gildi þess
að endurvinna. Árið
2005 var um 8.000 tonnum safn-
að til endurvinnslu en í fyrra voru
tonnin 9.000. Áætlað er að skila-
hlutfall sé um 40 prósent en þegar
rýnt er í sorptunnur má búast við
að um 27 prósent af sorpinu séu
dagblöð og annað pappírsefni.
Hér á landi er nú unnið að nokkr-
um verkefnum þar sem pappírs-
úrgangur kemur við sögu, til
dæmis áætlar fyrirtækið Grænar
lausnir á Mývatni að hefja fram-
leiðslu á vörubrettum úr pappír
og pappa í haust og komið hefur
í ljós að dagblöð henta vel í slíka
framleiðslu. Það er því ljóst að hið
verðmæta hráefni, pappír, á sér
fjölbreytt og tilgangsríkt fram-
haldslíf hér á landi. - mhg
Gerum gott úr
pappírnum
Nokkur fyrirtæki og stofnanir hafa
sameinast um að hvetja til endurvinnslu
á pappír.
Þorgeir S. Helgason mann-
virkjajarðfræðingur hefur
ásamt samstarfsmönnum
hérlendis og erlendis þró-
að nýja tækni til að greina
malarefni og spá fyrir um
styrk þess, slit- og frostþol.
„Það eru þrír grunneiginleikar
sem þarf að mæla þegar möl er
valin í vegfyllingar, steypu, stífl-
ur og fjölmörg skyld mannvirki.
Þeir eru stærð, lögun og berg-
tegund. Efnið þarf alltaf að upp-
fylla vissar kröfur, eftir notkun-
inni,“ byrjar Þorgeir útskýring-
ar sínar þegar hann er beðinn
að lýsa nýju tækninni. „Algeng-
ust er mælingin á stærðinni, þá
er mölin sigtuð gegnum mis-
munandi möskva. Lögunin er
næst. Eru steinarnir flatir, ílang-
ir, hornóttir, ávalir eða hnöttótt-
ir? Seinlegt hefur verið að mæla
það. Síðast er bergsamsetningin.
Er um basalt, líparít, gabbró eða
granít að ræða? Þær niðurstöður
ráða miklu um frostþol og slitþol
og þessa þætti alla vilja hönnuðir
og aðrir sem nota efnið vita. Þeir
setja sínar kröfur.
Þá erum við komin að því
sem við í Petromodel erum að
gera. Við höfum þróað búnað
til sjálfvirkra greininga á þess-
um þremur grunneiginleikum;
stærð, lögun og efnasamsetn-
ingu. Við köllum tækið Petros-
cope og höfum fengið einkaleyfi
á því. Einnig höfum við þróað
hugbúnað sem tekur niðurstöð-
urnar úr því tæki og spáir fyrir
um tæknilega eiginleika efnisins
eins og frostþol og endingu. Þetta
er bylting, því um hraðvirkan
ljóstæknibúnað er að ræða. Eins
og staðan er í dag geta liðið dagar
og jafnvel vikur áður en niður-
stöður liggja fyrir um eiginleika
efnis. Kannski er búið að mala
helling af því er í ljós kemur að
gæðin uppfylla ekki þær kröfur
sem gerðar eru.“
Þorgeir segir rannsóknir Pet-
romodels byggjast á samstarfi
vísindamanna víða um heim,
þó að hann sjálfur sé fyrsti höf-
undur einkaleyfis tækjanna sem
hönnuð hafa verið. Þegar hafi
tveir vísindamenn, hvor við sinn
háskólann, unnið doktorsrit-
gerðir í tengslum við rannsókn-
irnar. Hann segir Petromodel
vinna fyrir alþjóðlegan markað.
„Malarvinnsla og steypa er stór
iðja um allan heim og alls staðar
svipuð. Ef þróuð er ný aðferð er
hægt að yfirfæra hana víða. Allt
er orðið meira og minna staðlað á
vegum stjórnvalda,“ bendir hann
á. „Í samvinnu við Vegagerðina
hér og Rannsóknarstofnun bygg-
ingariðnaðarins hefur okkur tek-
ist að fá það samþykkt að í Evr-
ópustöðlum verður ljóstæknileg
greining á möl sett inn sem val-
kostur.“
Nú er komið að því að markaðs-
setja og dreifa nýju tækjunum.
Þorgeir segir það geta tekið ein-
hvern tíma. „Þetta er hrein nýj-
ung en ekki viðbót við eitthvað
sem fyrir er og því þarf að sann-
færa iðnaðinn um að hann eigi
að kaupa tækin. Vegagerðirnar í
Bandaríkjunum hafa sýnt veru-
legan áhuga og þær eru einmitt
að leita að hraðvirkri aðferð til
svona greiningar, ekki síst vegna
þess að árið 2005 var samþykkt
að setja 286 milljarða dollara í
endurnýjun á hraðbrautakerfinu
á fimm ára tímabili. Á Evrópska
efnahagssvæðinu einu má áætla
að velta iðnaðarins sem Petro-
model gerir út á sé um 7.000 millj-
arðar króna á ári. Víða er verið að
vinna að svipuðum verkefnum og
okkar en við erum komnir lengst
og því virðist vera bjart fram
undan.“ gun@frettabladid.is
Byltingarkennd
greiningartækni
Malarvinnsla og steypa er stór iðja um allan heim og alls staðar svipuð. Því getur hin
nýja greiningartækni nýst mjög víða að sögn Þorgeirs. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
K L E T T H Á L S 9 1 1 0 R E Y K J A V Í K S Í M I 5 6 7 4 2 2 2 F A X 5 6 7 4 2 3 2
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI