Fréttablaðið - 30.05.2007, Qupperneq 25
H A U S
MARKAÐURINN 9MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2007
Ú T T E K T
in Metallica fór í mál við fyrirtækið. For-
saga málsins mun vera sú að Metallica rakst
á óútgefið lag með hljómsveitinni á vefsvæði
Napsters sem lekið hafði út um veggi upp-
tökuvers hljómsveitarinnar. Þegar hljóm-
sveitin kannaði málið nánar komst hún að
raun um að allt lagasafn hennar var að finna
hjá Napster og greiddu notendur ekkert fyrir
að festa sér lög þeirra. Fleiri tónlistarmenn
bættust í hópinn með Metallica, þar á meðal
rapparinn Dr. Dre og Madonna en hljómplata
hennar Music var fáanleg notendum Naps-
ter áður en hún kom í verslanir. Fjöldamörg
dæmi eru um slíkt en það þekktasta nú um
stundir mun vera þegar hljómplatan Volta,
nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur, lak á
netið fyrir nokkrum vikum.
Þegar Samtök hljómplötuútgefenda í Banda-
ríkjunum blönduðu sér í málið brugðu marg-
ir háskólar á það ráð að loka fyrir notkun
Napsters. Málaferli Metallica og fleiri aðila
á hendur Napster urðu til þess að fyrirtæk-
ið batt enda á starfsemi sína um mánuði eftir
tveggja ára afmælið árið 2001 og sættust for-
svarsmenn fyrirtækisins á að greiða tón-
listarfólki og rétthöfum 26 milljónir banda-
ríkjadala, jafnvirði rúmlega 2,6 milljarða ís-
lenskra króna á þávirði, vegna meintra brota
á höfundarrétti. Áætlanir voru uppi um að
gera Napster að löglegri tónlistarsöluveitu.
Fyrirtækið safnaði hins vegar miklum skuld-
um og urðu þær væntingar að engu.
ÁGÆT RÖK – EN SAMT
Forsvarsmenn Napsters og forráðamenn við-
líka vefsvæða, svo sem Istorrent, benda á
að þótt netverjar geti nálgast ókeypis tónlist
á netinu þá hafi það lítið sem ekkert komið
niður á sölu tónlistar. Þvert á móti hafi það
aukið áhuga fólks á nýrri tónlist og kvikmynd-
um auk þess sem nýjum hljómsveitum opnast
vettvangur til að kynna efni sitt fyrir nýjum
hlustendum með litlum tilkostnaði. Þá geti
skráaskiptiforrit að sama skapi verið góð aug-
lýsing fyrir nýjar myndir í kvikmyndahúsum,
að þeirra sögn.
Þetta eru ágæt rök fyrir ungar og upprenn-
andi hljómsveitir, tónlistarmenn og áhuga-
menn á kvikmyndasviðinu. Það er hins vegar
ólíklegt hvort rök forráðamanna skráaskipti-
svæða dugi til þegar skorið verður úr um lög-
mæti dreifingar á stafrænu efni sem verndað
er með höfundarréttarlögum – í það minnsta
hér á landi, ef marka má orð Snæbjörns Stein-
grímssonar, framkvæmdastjóra SMÁÍS, hér á
opnunni.
ÞUNGIR DÓMAR
Samtök rétthafa eru hvergi nærri hætt mál-
sóknum á hendur forsvarsmönnum neta sem
styðja við skráaskipti. Á undanförnum miss-
erum hafa fallið þungir og stefnumarkandi
dómar víða um heim þar sem ábyrgð hefur
verið lögð á aðstandendur skráaskiptakerfa
fyrir hlutdeild í óheimilli dreifingu efnis.
Fyrsti fangelsisdómurinn í máli sem þessu
féll í mánuðinum en þá var maður í Hong Kong
dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir dreif-
ingu á þremur kvikmyndum um hið vinsæla
BitTorrent-jafningjanet. Þótti sýnt að maður-
inn hefði átt hlut að dreifingunni þótt hann
hefði aðeins hlaðið myndunum inn á netið.
Samtök rétthafa tónlistar og myndefnis hér
á landi horfa helst til niðurstöðu í málum sem
þessum í nágrannalöndunum. Helsti dómur-
inn sem féll í viðlíka máli var í Finnlandi í okt-
óber í fyrra en þá hlaut 21 forsvarsmaður og
stjórnandi skráaskiptinets samtals rúmlega 50
milljóna króna sekt vegna aðildar sinnar að
ólögmætri dreifingu efnis á netinu. Dæmt var
eftir eldri finnskum lögum um höfundarrétt
en ekki nýjum. Er talið að hefði verið dæmt
eftir nýjum lögum hefði mátt gera ráð fyrir
þyngri dómum.
Óvíst er hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir
þá tíu sem handteknir voru á haustdögum árið
2003 fyrir aðild sína að ólögmætri dreifingu
efnis á netinu. Það ætti að skýrast þegar líða
tekur á árið.
á netinu
ngar á tónlist, kvikmyndum og hug-
sveinsson kynnti sér stöðu „stóra
Snæbjörn Steingrímsson, fram-
kvæmdastjóri SMÁÍS, sam-
taka rétthafa myndefnis á Ís-
landi, segir upplýsingar Hagstof-
unnar um þá sem hafi nýtt sér
skráaskiptiforrit óhugnanlegar.
Bíði allir aðilar sem tengjastst
kvikmynda- og tónlistarbransan-
um eftir niðurstöðum úr rann-
sókn efnahagsbrotadeildar lög-
reglunnar á máli einstaklinganna
tíu, sem handteknir voru á haust-
dögum árið 2004, áður en lengra
verði haldið.
Snæbjörn reiknar ekki með
að mennirnir hljóti dóm í haust.
Mun líklegra sé að þeir verði
annaðhvort dæmdir sekir eða
saklausir. Verði í kjölfarið haft
samband við SMÁÍS og Samtón,
Samtök rétthafa tónlistar, varð-
andi næstu skref. „Það er spurn-
ing hvort við förum í skaðabóta-
mál fyrir hönd rétthafanna sem
búið er að brjóta á í kjölfar-
ið á opinberu máli,“ segir Snæ-
björn og bætir því við að SMÁÍS
horfi mjög til niðurstöðu í svip-
uðum málum á hinum Norður-
löndunum. Hafi niðurstaðan iðu-
lega fallið rétthöfum í hag í flest-
um málum.
Málið nú er prófsteinn enda
hefur aldrei verið dæmt í máli
sem þessu varðandi íslenskan
höfundarrétt. „Það verður for-
vitnilegt að sjá hvernig dómarar
túlka lögin,“ segir hann.
Snæbjörn segir ýmis rök
í gangi hjá þeim sem brjóta á
höfundarrétti með því að dreifa
og hala niður efni á netinu með
skráaskiptiforritum. Hann blæs
á þau öll.
Ein rökin eru þau að með deil-
ingu á nýlegum kvikmyndum,
sem sumar hverjar eru enn til
sýninga í kvikmyndahúsum, sé
verið að berjast gegn bandarísk-
um kvikmyndarisum. En því fer
fjarri. „Þau finna minnst fyrir
þessu,“ segir Snæbjörn og bend-
ir á að myndbandaleigur hér-
lendis séu fórnarlömbin. Verst er
ástandið úti á landsbyggðinni en
á dögunum hringdi í Snæbjörn
maður sem starfrækir mynd-
bandaleigu úti á landi. „Leiga vik-
unnar hjá honum er komin niður
í það sem sást á einum degi fyrir
um 18 mánuðum,“ segir Snæ-
björn. „Það kallar maður hrun!“
Hrun hjá mynd-
bandaleigum
Istorrent er talið umsvifamesta
jafningjanetið hérlendis þar sem
skráaskipti með tónlist, kvik-
myndir og annað stafrænt efni
fer fram. Svavar Kjarrval, fram-
kvæmdastjóri Istorrent, segir
að þvert á það sem margir telji
þá fylgist umsjónarmenn nets-
ins grannt með því hvaða skrár
fari um netið. Bregðist þeir við í
ákveðnum tilfellum líkt og þegar
ákveðið var að loka fyrir umferð
með ofbeldisleik í síðustu viku.
Svavar segir meðlimi Istorrent
líta á sig sem áhugamannafélag
um skráaskipti. Ekki sé reynt
að ýta undir ákveðin skipti á
skrám heldur séu það notend-
ur sem ákveði hvaða skrár fari
um það. Þannig séu umsjónarað-
ilar Istorrent ekki ábyrgir fyrir
því efni sem fari um netið held-
ur notendur, að sögn Svavars.
„Það eina sem við [stjórnendur
Istorrent] höfum er valdið til að
hindra aðgang,“ segir hann og
bendir á að stundum séu notend-
ur settir í bann brjóti þeir reglur
Istorrent.
Aðspurður hvort Istorrent
muni beita sér gegn því að not-
endur netsins brjóti á höfund-
arrétti með skráaskiptum á efni
sem varið er höfundarrétti segir
Svavar svo vera. „Ef SMÁÍS
myndi senda okkur lista yfir þær
skrár þar sem fram kemur hvaða
skrár það eru sem varðar eru
með höfundarrétti þá munum við
fjarlægja þær,“ segir hann en
bendir á að ítarlegar upplýsingar
þurfi að koma fram um skrárnar.
Slíkt hafi samtök rétthafa hins
vegar ekki gert. Hvorki SMÁÍS
né önnur, að sögn Svavars sem
bætir því við að Istorrent hafi
áður fjarlægt efni af jafningja-
netinu að beiðni höfundar. Verði
slíkt gert á ný verði það ekki í
fyrsta sinn sem slíkt er gert.
Notendur Istorrent
ábyrgir fyrir dreifingu