Fréttablaðið - 30.05.2007, Qupperneq 26
MARKAÐURINN
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
30. MAÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR10
S K O Ð U N
U M V Í Ð A V E R Ö L D
Viðskiptafræðistofnun Háskóla
Íslands hefur síðastliðin misseri
unnið að rannsókn á íslenskum
fyrirtækjum að erlendri fyrir-
mynd Innovative forms of Organ-
izing (INNFORM), sem er þekkt
alþjóðleg rannsókn. Þegar hafa
verið tekin fjölmörg viðtöl við
stjórnendur íslenskra fyrirtækja.
Nú er að fara í hönd næsti áfangi
rannsóknarinnar sem er í formi
stórrar spurningakönnunar. Það
er mjög mikilvægt fyrir rann-
sakendur og íslenskt atvinnulíf
að þátttakan í þessari spurninga-
könnun verði góð. Fyrstu niður-
stöður INNFORM-rannsóknar-
innar á Íslandi munu svo birtast
veturinn 2007-2008. Það er von
okkar að þær verði gagnlegar
fyrir íslenskt atvinnulíf og geti
bent stjórnendum á aðferðir sem
skilað geta sem bestum árangri í
áframhaldandi þróun og alþjóða-
væðingu íslenskra fyrirtækja.
Víðtækar breytingar á íslensku
viðskiptalífi á síðustu árum hafa
vakið athygli bæði hér heima og
erlendis. Þar af leiðandi er INN-
FORM-rannsóknin tímabær til-
raun til að varpa ljósi á þessa
þróun og skoða árangurinn í al-
þjóðlegu samhengi. Sjónarhorn
íslensku rannsóknarinnar er að
tengja stefnumiðað starf til lengri
tíma við breytingar á skipulagi
og þann árangur sem fyrirtækin
hafa náð. Margir fræðimenn hafa
í lok 20. aldar og í byrjun þeirrar
21. fjallað um tengsl árangurs og
breytinga á skipulagi fyrirtækja
en engar alþjóðlegar samanburð-
arhæfar langtímarannsóknir hafa
verið gerðar hér á landi.
INNFORM er alþjóðleg rann-
sókn á þróun í skipulagi fyrir-
tækja, stefnu þeirra og starfs-
áherslum sem unnin var frá Uni-
versity of Warwick undir forystu
dr. Andrew Pettigrew, sem nú
starfar sem prófessor og deildar-
forseti Bath-viðskiptaháskól-
ans. Að rannsókninni kom fjöldi
fræðimanna frá þekktum háskól-
um í ýmsum löndum. Andrew
Pettigrew hefur gefið leyfi fyrir
því að rannsóknarsniðið og INN-
FORM-spurningakönnunin sé
notuð hér á landi.
NÆSTA SKREF ER VÖNDUÐ
SPURNINGAKÖNNUN
Í rannsókninni síðustu misseri
hefur verið unnið að samanburði
raundæma (comparative case
study) og nokkur íslensk fyrir-
tæki hafa verið skoðuð ítarlega
og ýmsir þættir bornir saman.
Einnig hafa verið skoðuð skjöl
frá þessum fyrirtækjum sem til-
tæk eru svo sem: ársskýrslur,
fundargerðir, skráningarlýsingar,
bækur og blaðafregnir. Skoðuð
hafa verið gögn frá Kauphöll Ís-
lands um skipulagsbreytingar
skráðra fyrirtækja árin 2002-2006
og tekin hafa verið 25-30 viðtöl
við forsvarsmenn íslenskra fyrir-
tækja sem hafa tekið virkan þátt
í þeim fyrirtækjum sem skoðuð
hafa verið og verið nálægt þeim
vettvangi breytinga sem rann-
sóknin reynir að fanga.
Næsti og einn mikilvægasti
áfanginn í rannsóknninni til þessa
er spurningakönnun sem byggist
á hinum alþjóðlega spurninga-
lista INNFORM. Þessi könnun er
unnin í samstarfi við ráðgjafa-
fyrirtækið ParX. Spurningalist-
inn er sendur til lykilstjórnenda
í 200 stærstu fyrirtækjum lands-
ins.
MIKILVÆGI FYRIR ÍSLENSKT
ATVINNULÍF
Rannsóknarsetur um stefnu og
skipulag fyrirtækja innan Við-
skiptafræðistofnunar Háskóla
Íslands, stendur að INNFORM-
rannsókninni. Sambærileg rann-
sókn hefur ekki verið gerð áður
af stofnuninni en innan Viðskipta-
fræðistofnunar er unnið að fjöl-
mörgum rannsóknum sem styðja
hver aðra. Nægir þar að nefna út-
rásarverkefnið svokallaða.
Ef INNFORM-rannsóknin leið-
ir í ljós einhverjar skýrar línur
varðandi tengsl skipulagsbreyt-
inga, alþjóðavæðingar og árang-
urs fyrirtækja á Íslandi gæti það
bent á fyrirmyndir við stjórn-
un og skipulag og lausnir til úr-
bóta eða hugsanleg vandamál
sem skoða þyrfti betur. Tilgang-
ur rannsóknarverkefnisins INN-
FORM á Íslandi er að varpa
nokkru ljósi á þær breytingar
sem hafa orðið á íslensku við-
skiptalífi og finna skýringar á
góðum árangri margra íslenskra
fyrirtækja á undanförnum árum.
Þátttaka í rannsókninni er þannig
afar mikilvæg og það er von okkar
að forsvarsmenn 200 stærstu ís-
lensku fyrirtækjanna taki þess-
ari rannsókn vel og gefi sér tíma
til að svara spurningalistanum.
Góð svörun ræður úrslitum um
gildi könnunarinnar og er mikil-
vægur þáttur í INNFORM-rann-
sókninni á Íslandi.
INNFORM-rannsóknin á Íslandi
Heitur staður á Grænlandi
Economist | Jafn einkennilega og það hljómar þá er
smábærinn Ilulissat á Grænlandi heitasti staðurinn
í dag. Ástæðan er sú að hægt er að horfa á áhrif
hlýnun jarðar með
berum augum.
Breska vikuritið
Economist gerir
smábæinn að um-
fjöllunarefni í stuttri grein í nýjasta tölublaði sínu.
Þar segir meðal annars að helsta aðdráttaraflið
sé litlir ísjakar úti fyrir Ilulissat-firði sem ferða-
langar, sem leggja leið sína í bæinn, geta horft
á bráðna. Vikuritið segir auðveldara nú en áður
að bregða sér af bæ því grænlenska flugfélagið
Air Greenland bjóði upp á ferðir frá Baltimore í
Bandaríkjunum til Kangerlussuaq á S-Grænlandi.
Þetta er nýjung í bandarískri ferðamennsku því
áður þurfti að fara fyrst frá Bandaríkjunum til
Kaupmannnahafnar áður en flogið var til baka
á ný. Margir ætla að gera sér dagamun á næst-
unni og fylgjast með gróðurhúsaáhrifunum með
eigin augum, að sögn Economist. Þar á meðal er
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkja-
þings, sem ætlar að fara þangað í vikunni en á
eftir fylgja ekki ómerkari menn en forsetafram-
bjóðandinn og öldungadeildarþingmaðurinn John
McCain, Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu,
og fleiri til. Að sögn Economist eru íbúar Ilulissat
á grænni grein um þessar mundir því gert er ráð
fyrir tvöfalt fleiri ferðamönnum í ár en í fyrra,
sem hefur aftur valdið því að atvinnuleysi í
bænum heyrir sögunni til.
Aftur ráðist gegn útlendingum
Guardian | Ríkisstjórn Roberts Mugabe, forseta
Afríkuríkisins Simbabve, er sögð vera að að
undirbúa enn eina aðförina að erlendum fyrir-
tækjum í
landinu.
Þetta er
önnur stóra atlagan gegn erlendum aðilum í land-
inu en nokkru fyrir síðustu aldamót ákvað Mugabe
að hrekja alla hvíta bændur af jörðum þeirra og
taka þær svo eignarnámi. Í þetta sinn er ætlunin
að skikka fyrirtæki sem eru í eigu erlendra aðila
í Afríkuríkinu til að afhenda stjórnvöldum meiri-
hluta starfseminnar, eða sem nemur 51 prósenti. Á
meðal fyrirtækja sem óttast er að verði fyrir skelli
eru námafyrirtæki á borð við Rio Tinto og nokkrir
bankar, svo sem Barclays. Breska blaðið Guardi-
an hafði eftir hagfræðingum í vikubyrjun að þetta
muni ganga af hagkerfi Simbabve dauðu. Efnahag-
ur landsins hefur verið í rústum síðan jarðir bænda
voru teknar eignarnámi. Verðbólga hefur hækkað
um hundruð prósenta á milli mánaða upp á síð-
kastið og mælist nú yfir 3.700 prósentum. Er þetta
heimsmet, sem litlar líkur eru á að verði slegið í
bráð. Þá er fátækt mikil en einungis tuttugu pró-
sent landsmanna hafa til hnífs og skeiðar. Að sögn
Guardian er ekki samhljómur innan ríkisstjórnar
Mugabes um aðgerðina auk þess sem Gideon Gono,
seðlabankastjóri Simbabve, er sagður mótfallinn
henni. Segir hann miklar líkur á að aðgerðirn-
ar muni valda því að skrúfað verði fyrir erlendar
fjárfestingar í landinu. Sé slíkt óráð þegar þörfin
fyrir erlent fjármagn hefur aldrei verið meiri.
Dr. Runólfur
Smári Steinþórs-
son, prófessor við
Háskóla Íslands.
Einar Svansson,
ráðgjafi hjá ParX.
O R Ð Í B E L G
Í gær var tilkynnt um þrjú atriði sem öll birta vaxandi þátttöku
íslensks viðskiptalífs í heimi alþjóðaviðskipta. Kaup Eimskipa-
félagsins á Versacold í Kanada eru kunnuglegur lagstúfur við það
útrásarstef sem hefur hljómað undanfarin ár.
Hinar tvær fréttirnar eru fátíðari, en ekki ólíklegur upptaktur
að frekara samspili Íslands og umheimsins á sviði viðskipta.
Þetta eru fyrirhuguð skráning Century Aluminum í íslenska
kauphöll og ráðning fyrrverandi forstjóra alþjóðasviðs Bank of
America í forstjórastól Straums-Burðaráss.
Hvort tveggja eru góð tíðindi. Frá sjónarhóli stóriðju á Íslandi
hefur vantað ríkari tengingu við íslenskt samfélag. Þannig er rík-
ari hagsmunatenging lífeyrissjóða og almennings í landinu við
áliðnaðinn líkleg til að auka skilning á
eðli greinarinnar. Í umræðu um stór-
iðju hefur oft gætt talsverðra fordóma
í garð þessarar greinar eins og oft vill
verða þegar stríð sjónarmið takast á.
Það er því afar jákvætt að eins mikil-
væg atvinnugrein og áliðnaðurinn er
fyrir þjóðarbúið eigi fulltrúa í Kaup-
höll Íslands.
Nýr forstjóri Straums-Burðaráss er
einnig góð tíðindi. Það hefur lengi
verið ljóst að erfitt mun reynast að
manna framrás viðskiptalífsins með
toppfólki sem sótt er hér innanlands.
Þar dugir okkur afburðastaða sam-
kvæmt höfðatölureglunni skammt. Við
náum ekki að framleiða toppstjórnend-
ur í þeim mæli sem þarf, ekki fremur
en að 300 þúsund manna þjóð eignist
marga Eiði Smára á einu bretti. Með
erlendum stjórnendum eflast einnig
alþjóðleg tengsl, sem ætti að færa
okkur mikil tækifæri.
Þá eru ónefnd tíðindi síðustu viku
um kaup Nasdaq á OMX og þar með
Kauphöll Íslands. Yfirtökur og sam-
runi kauphalla hafa legið í loftinu um
langt skeið. Það var því mikilvægt og
farsælt skref fyrir Kauphöll Íslands
sem stigið var þegar gengið var til
sameiningar við OMX. Áhugi Nasdaq
á íslenskum hlutabréfamarkaði eftir
yfirtöku á OMX hefði líklega ekki
verið forgangsmál. Þannig er það einfaldlega hjá smárri þjóð.
Eina stundina erum við fullgildur samningsaðili með raunveru-
legan áhuga á okkur hinum megin borðsins. Örskoti síðar erum
við með betlistaf í hönd og biðjum ásjár fyrir áhugalitlum eyrum.
Ekki þarf að spyrja hvor staðan hentar hagsmunum okkar; að ekki
sé talað um sjálfsvirðingu.
Þessar staðreyndir ættu að vera ofarlega í huga þegar horft
er til framtíðarstöðu okkar í samfélagi þjóða og framtíðar mynt-
fyrirkomulags. Evrópu og evru þarf að nálgast með þeim hætti að
við höfum frumkvæði í þeirri umræðu og mörkum stefnuna áður
en okkur verður réttur betlistafurinn.
Birtingarmynd alþjóðavæðingarinnar er margvísleg:
Ánægjuleg skref fyrir
viðskiptalífið
Hafliði Helgason
Það hefur lengi
verið ljóst að erfitt
mun reynast að
manna framrás við-
skiptalífsins með
toppfólki sem sótt
er hér innanlands.
Þar dugir okkur
afburðastaða sam-
kvæmt höfðatölu-
reglunni skammt.
Við náum ekki að
framleiða topp-
stjórnendur í þeim
mæli sem þarf, ekki
fremur en að 300
þúsund manna þjóð
eignist marga Eiði
Smára á einu bretti.