Fréttablaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 27
MARKAÐURINN 11MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2007
S K O Ð U N
Hollenski prófessorinn Geert
Hofstede var staddur hér á landi
í maímánuði í boði Þekkingar-
miðlunar og viðskipta- og hag-
fræðideildar Háskóla Íslands.
Hofstede hefur m.a. rannsakað
hvernig menning, gildi og upp-
eldi hefur áhrif á samfélög og
hegðun þeirra í viðskiptum. Hann
hefur greint menningu samfélaga
og skipt henni í fimm víddir. Hér
verður stiklað á stóru á helstu
víddum Hofstede:
Valdafjarlægð (power dist-
ance). Mikil valdafjarlægð lýsir
sér meðal annars í því að í sam-
félagi er ójöfnuður, miðstýring er
rík, valdkerfi er stigskipt og bilið
milli undirmanna og yfirmanna
er mikið. Hér eru t.d. arabalönd,
Mexíkó og Indland.
Lönd með litla valdafjar-
lægð einkennast meðal annars
af trausti og réttlæti í samskipt-
um og litlu bili milli undir- og
yfirmanna. Þetta á til dæmis við
Svíþjóð og Írland. Einstaklings-
hyggja/heildarhyggja (individual-
ism/collectivism). Þar sem ein-
staklingshyggja er ráðandi er
frelsi einstaklinga jafnan mikið.
Hver sér um sig og sína fjöl-
skyldu, frumkvæði er mikið og
gagnrýnin hugsun er litin já-
kvæðum augum. Á þessum lista
eru þjóðir eins og Bandaríkin,
Ástralía og Bretland. Þjóðmenn-
ing sem einkennist af heildar-
hyggju lýsir sér í því að fólk
hefur í áranna rás aðlagast reglu-
veldi og fjölskylduböndum sem
eru sterk og full hollustu. Hér eru
lönd eins og til dæmis Kólumbía,
Indónesía og Ekvador.
Karllægar/kvenlægar víddir
(masculinity/femininity). Karl-
lægar víddir miðast við karllæg
viðmið í samfélagi þar sem þegn-
ar eiga að vera harðir af sér,
ákveðnir og huga að efnislegum
gæðum. Hér eru t.d. Japan, Sviss
og Ítalía. Í samfélögum þar sem
kvenlægar víddir eru sterkar eru
einkennin þau að bæði konum og
körlum er ætlað að huga vel að
lífsgæðum, vera hógvær og blíð
samkvæmt skilgreiningum kven-
lægra vídda. Hér er t.d. um að
ræða Norðurlönd og Holland.
Óvissa/hliðrun (uncertainty av-
oidance). Þau samfélög sem taka
vel á móti óþekktum aðstæðum
og óvissu eru til dæmis Bret-
land, Holland og Norðurlönd. Slík
samfélög hafa reglur í lágmarki,
virða ólíkar skoðanir og eru fylgj-
andi nýsköpun. Þau lönd sem á
hinn bóginn forðast óvissuástand
eru til dæmis S-Kórea, S-Amer-
íka og Miðjarðarhafssvæði en þar
eru jafnan miklar öryggisráðstaf-
anir og lög eru virt. Fimmta vídd
Hofstede snýst um langtímaaf-
stöðu (long-term orientation) en
þar skorar Holland hátt og er
talið horfa með seiglu til fram-
tíðar þar sem aðlögun er mikil
í átt að nútímalegum gildum og
hagsýni er höfð að leiðarljósi. Á
hinn bóginn eru lönd sem aðhyll-
ast skammtímaafstöðu eins og
Bandaríkin, Kanada og Nígería
sem leggja áherslu á stöðugleika,
jafnvægi, hefðir og reglur.
ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR
Guðjón Svansson, forstöðumað-
ur hjá Útflutningsráði Íslands,
segir rannsóknir á þjóðmenn-
ingu í íslensku samfélagi hafa
sýnt fram á að hér er lítil valda-
fjarlægð, samskipti eru óform-
leg og stéttaskipting lítil. Íslend-
ingar eru ekki hræddir við breyt-
ingar eða óvæntar aðstæður og
hér á landi eru hækkandi karllæg
viðmið sem þýðir að ákveðni og
fókus á samkeppni fer vaxandi á
meðan mýkri gildi eins og umönn-
un og umhyggja fyrir öðrum fer
minnkandi. Einstaklingshyggja
eykst á kostnað félagshyggju og
hér á landi er ekki horft langt
fram á veginn. Einfaldar og stutt-
ar boðleiðir eru Íslendingum að
skapi og þeir hafa getu
og þor til að standa og
falla með ákvörðun-
um. (Heimild: www.
geert-hofstede.com)
Sif Sigfúsdóttir
MA í mannauðs-
stjórnun.
Menningarmunur í
alþjóðaviðskiptum
S T A R F S M A N N A M Á L
H
2
h
ö
n
n
u
n
Samstarf okkar við viðskiptavini snýst um að ná árangri.
Í þeirri vinnu sýnum við frumkvæði, áræði, snerpu og traust.
Við erum Icebank.
Icebank er viðskiptabanki sem leggur áherslu á heildsölu- og
fjárfestingarbankastarfsemi fyrir innlend sem erlend fjármálafyrirtæki,
fagfjárfesta og aðra stærri aðila.
ÁRÆÐI
www.icebank.is
Ég hef eins og fleiri verið með nokk-
uð stórar stöður í Actavis í gegnum
tíðina. Þar hafa orðið til miklir pen-
ingar. Ég var því þokkalega sáttur
þegar yfirtökutilboðið kom, enda
búinn að vera að bæta við mig und-
anfarna mánuði.
Bréfin hækkuðu auðvitað og ég
var alsæll. Svo fóru náttúrlega að
renna á mig tvær og jafnvel fleiri
grímur. Ég á góða vini í apótekara-
stétt sem væru auðvitað ágætlega
settir ef lífið hefði haldið áfram eins
og áður. Eignin í Actavis hefur hins
vegar gert þá alveg steinríka. Marg-
ir af þeim hafa ekki selt krónu úr fé-
laginu og eiga nú nokkra milljarða.
Ég fékk símtal frá einum sem var
brjálaður yfir þessu yfirtökutilboði.
Gæinn er orðinn algjör sérfræðing-
ur í fyrirtækinu, enda eina fjárfest-
ingin sem hann er með í gangi. Hann
er alveg sannfærður um að félagið
eigi slatta inni og er búinn að vera
að fá menn í lið með sér til að koma
í veg fyrir yfirtökuna. Hann vildi fá
mig með í þetta.
Og hvað gerir maður þá? Það er
ekki oft sem maður fær góð tæki-
færi til að greenmaila stóra hlut-
hafa og pína verðið upp. Það er allt-
af reglulega gaman að því. Mikið
lifandis ósköp hafði ég gaman af
því þegar Hreiðar Már var að pína
stjórn Eimskipafélagsins á sínum
tíma. Nú er hann sennilega orðinn
of fínn í þetta, en þá var þetta helvíti
vel gert og Kaupþing græddi hell-
ing, þá litlir og tóku mikinn séns.
Þetta getum við þessir litlu gert.
Hættan er sú að Bjöggi afskrifi fyr-
irtækið og loki okkur inni. Stór hluti
af þessum fjárfestum hefur hins
vegar ekki hreyft sig árum saman
og munar ekkert um nokkur ár í
viðbót. Ekki víst að Bjöggi nenni að
hafa þá í farangrinum til lengdar og
sé tilbúinn að borga meira fyrir að
vera laus við þá. Þetta er ekki svo
slæmt bet, svo ég er með í bili að
minnsta kosti. Þetta er samt ekki
áhættulaust, en vogun vinnur.
Spákaupmaðurinn á horninu
S P Á K A U P M A Ð U R I N N
Grænpóstur á
Bjögga