Fréttablaðið - 09.06.2007, Side 10

Fréttablaðið - 09.06.2007, Side 10
Utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hefur boðað stefnubreytingu í samskipt- um ríkisins við þjóðstjórn Palest- ínumanna og vill að farið verði að fordæmi Norðmanna og tekin upp eðlileg samskipti við stjórnina. Þingmenn úr flestum flokkum virðast þessu fylgjandi og tóku vel í þingsályktunartillögu Vinstri grænna þessa efnis, en hún var rædd á Alþingi hinn 5. júní. Frjáls- lyndi flokkurinn hefur ekki tekið afstöðu til tillögunnar. Utanríkisráðherra og þing- maður Sjálfstæðisflokks settu þó fyrirvara við orðalag tillögunnar, og vilja koma á „eðlilegum sam- skiptum“ frekar en „að viður- kenna“ stjórnina. Þetta gerði einn- ig fyrrverandi utanríkisráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, fyrir kosningar. Nokkur tíðindi hljóta að teljast að þingmaður Sjálfstæðisflokks, Árni Johnsen, lýsti sig hlynntan tillögunni, því Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur áður tekið dræmlega í hug- myndina. Geir hefur lýst því yfir að afstaða Íslend- inga sé ekki það veigamikil að hún hafi teljandi áhrif á gang mála í Mið-Austur- löndum. „Dropinn holar steininn,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir hins vegar við umræðurnar. Því skyldu Íslend- ingar láta sig heimsmálin varða. „Við getum hjálpað til,“ sagði Árni Johnsen. „Með einu orði, með einu handtaki höfum við áhrif.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hyggst fara til fundar við utanrík- isráðherra Norðmanna um málið þann 20. júní. Hún undirbýr heim- sókn sína til Mið-Austurlanda. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins mun ráðherra heimsækja Ísrael, Palestínu og íraskar flótta- mannabúðir, hugsanlega í Jórdan- íu. Ferðaáætlun mun vera byggð á ferð Halldórs Ásgrímssonar til landanna árið 2002. Vill samskipti við Palestínu Hjónin sem fundust meðvit- undarlaus í tjaldvagni sínum í Djúpadal um síðustu helgi eru enn á sjúkrahúsi. Staðfest var kolmón- oxíðeitrun hjá þeim báðum en þau eru á góðum batavegi. Ólafur Baldursson, læknir á lungnadeild Landspítalans, segir að allar líkur séu á að hjónin jafni sig vel en kolmónoxíðeitrun getur verið afar hættuleg. Hann segir sjaldgæft að slys sem þessi komi upp. Nokkuð hefur borið á því að rætt sé um gaseitrun í tengslum við slysið. Guðborg Auður Guð- jónsdóttir, forstöðumaður Eitrunar- miðstöðvar, vill árétta að kolmón- oxíðeitrun og gaseitrun séu ekki það sama. „Kolmónoxíð verður til við bruna og það þarf hvergi að leka gas svo það verði. Kolmónoxíð er litar- og lyktarlaust og því geta gasskynjarar ekki varað fólk við í slíkum tilfellum,“ segir Guðborg og bendir á að mestu skipti að gas- hitarar og önnur gas- eða olíutæki hafi nægt súrefni og séu ekki notuð í lokuðu rými. Lögreglan á Vestfjörðum rann- sakar slysið í Djúpadal og ekki fæst upp gefið um hvers kyns búnað var að ræða. Hann hefur verið sendur Vinnueftirlitinu til skoðunar. Enn á sjúkrahúsi eftir eitrun opið til kl. 22.00 öll kvöld Gallerí götunnar • Orkuveita Reykjavíkur rekur stærstu jarðvarmaveitu í heimi. www.or.is Orkuveita Reykjavíkur auglýsir styrk til konu sem stundar eða hyggst hefja nám í einum af eftirfarandi greinum: Vélfræði (vélstjórnun), rafvirkjun, vélvirkjun, múraraiðn eða pípu- lögnum. Styrkurinn verður veittur um mánaðamótin ágúst-september nk. Umsóknum, með upplýsingum um náms- og starfsferil ásamt staðfestingu á skráningu í nám, ber að skila með rafrænum hætti á vef Orkuveitu Reykjavíkur, www.or.is fyrir 28. júní. ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 3 79 09 0 6. 2 0 0 7 Styrkur til iðnnáms eða vélfræði (vélstjórnun) 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Fyrirhugað er að nýr fréttamiðill á vefnum líti dagsins ljós eftir helgi. Að vefnum standa Andrés Jónsson og Pétur Gunnars- son, sem báðir hafa látið mikið að sér kveða í bloggheimum undan- farin misseri, og munu þeir halda honum úti fyrst um sinn. Nafn miðilsins eða vefslóð liggja ekki að fullu fyrir. Andrés hefur haldið úti bloggi á slóðinni godsamskipti.blog.is og alkunna er að hann hafi staðið að baki vefnum Orðinu á götunni, á slóðinni ordid. blog.is. Pétur, sem bloggar á slóðinni hux.blog.is, hefur lengi verið einn vinsælasti bloggari landsins. Pétur og Andrés opna fréttamiðil „Ég fagna mjög þessum tillögum Ingibjargar,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Íslands-Palestínu. „Það er auðvitað ekki hægt að viðurkenna sjálfsákvörðunarrétt þjóðar og neita svo að viður- kenna niðurstöðu lýðræðislegra kosninga,“ segir hann. Ekki síst sé mikilvægt að Ingibjörg ætli að fara sjálf á vettvang. „Það er alveg sama hversu oft er sagt frá því hvernig hernámið bitnar á börnum þessa lands. Það verður að sjá þetta með eigin augum.“ Mikilvægt að fara á svæðið Þverpólitísk sátt gæti orðið um samskipti við þjóð- stjórn Palestínu. „Við getum hjálpað til,“ segir þing- maður Sjálfstæðisflokks. Utanríkisráðherra heim- sækir Palestínumenn og ráðfærir sig við Norðmenn. Undirbúningur að komandi kjarasamningum er helsta viðfangs- efni forystu- manna innan verkalýðshreyf- ingarinnar þessa dagana. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfé- lags Akraness, telur að framar öðru þurfi að „lyfta skammarlega lágum töxtum upp að markaðs- launum sem almennt eru greidd“. Vilhjálmur segir að lágmarks- taxtar í landinu þurfi að hækka um allt að 43 prósent, eða úr 125 þúsund krónum eins og lágmarks- launin eru í dag upp í um 176 þúsund krónur sem greiddar eru að meðaltali fyrir dagvinnu. Vilhjálmur óttast að stór hluti af tuttugu þúsund erlendum verkamönnum sé á berstrípuðum lágmarkstaxta. Lágmarkslaun hækki um 43 prósent

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.