Fréttablaðið - 09.06.2007, Síða 10

Fréttablaðið - 09.06.2007, Síða 10
Utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hefur boðað stefnubreytingu í samskipt- um ríkisins við þjóðstjórn Palest- ínumanna og vill að farið verði að fordæmi Norðmanna og tekin upp eðlileg samskipti við stjórnina. Þingmenn úr flestum flokkum virðast þessu fylgjandi og tóku vel í þingsályktunartillögu Vinstri grænna þessa efnis, en hún var rædd á Alþingi hinn 5. júní. Frjáls- lyndi flokkurinn hefur ekki tekið afstöðu til tillögunnar. Utanríkisráðherra og þing- maður Sjálfstæðisflokks settu þó fyrirvara við orðalag tillögunnar, og vilja koma á „eðlilegum sam- skiptum“ frekar en „að viður- kenna“ stjórnina. Þetta gerði einn- ig fyrrverandi utanríkisráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, fyrir kosningar. Nokkur tíðindi hljóta að teljast að þingmaður Sjálfstæðisflokks, Árni Johnsen, lýsti sig hlynntan tillögunni, því Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur áður tekið dræmlega í hug- myndina. Geir hefur lýst því yfir að afstaða Íslend- inga sé ekki það veigamikil að hún hafi teljandi áhrif á gang mála í Mið-Austur- löndum. „Dropinn holar steininn,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir hins vegar við umræðurnar. Því skyldu Íslend- ingar láta sig heimsmálin varða. „Við getum hjálpað til,“ sagði Árni Johnsen. „Með einu orði, með einu handtaki höfum við áhrif.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hyggst fara til fundar við utanrík- isráðherra Norðmanna um málið þann 20. júní. Hún undirbýr heim- sókn sína til Mið-Austurlanda. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins mun ráðherra heimsækja Ísrael, Palestínu og íraskar flótta- mannabúðir, hugsanlega í Jórdan- íu. Ferðaáætlun mun vera byggð á ferð Halldórs Ásgrímssonar til landanna árið 2002. Vill samskipti við Palestínu Hjónin sem fundust meðvit- undarlaus í tjaldvagni sínum í Djúpadal um síðustu helgi eru enn á sjúkrahúsi. Staðfest var kolmón- oxíðeitrun hjá þeim báðum en þau eru á góðum batavegi. Ólafur Baldursson, læknir á lungnadeild Landspítalans, segir að allar líkur séu á að hjónin jafni sig vel en kolmónoxíðeitrun getur verið afar hættuleg. Hann segir sjaldgæft að slys sem þessi komi upp. Nokkuð hefur borið á því að rætt sé um gaseitrun í tengslum við slysið. Guðborg Auður Guð- jónsdóttir, forstöðumaður Eitrunar- miðstöðvar, vill árétta að kolmón- oxíðeitrun og gaseitrun séu ekki það sama. „Kolmónoxíð verður til við bruna og það þarf hvergi að leka gas svo það verði. Kolmónoxíð er litar- og lyktarlaust og því geta gasskynjarar ekki varað fólk við í slíkum tilfellum,“ segir Guðborg og bendir á að mestu skipti að gas- hitarar og önnur gas- eða olíutæki hafi nægt súrefni og séu ekki notuð í lokuðu rými. Lögreglan á Vestfjörðum rann- sakar slysið í Djúpadal og ekki fæst upp gefið um hvers kyns búnað var að ræða. Hann hefur verið sendur Vinnueftirlitinu til skoðunar. Enn á sjúkrahúsi eftir eitrun opið til kl. 22.00 öll kvöld Gallerí götunnar • Orkuveita Reykjavíkur rekur stærstu jarðvarmaveitu í heimi. www.or.is Orkuveita Reykjavíkur auglýsir styrk til konu sem stundar eða hyggst hefja nám í einum af eftirfarandi greinum: Vélfræði (vélstjórnun), rafvirkjun, vélvirkjun, múraraiðn eða pípu- lögnum. Styrkurinn verður veittur um mánaðamótin ágúst-september nk. Umsóknum, með upplýsingum um náms- og starfsferil ásamt staðfestingu á skráningu í nám, ber að skila með rafrænum hætti á vef Orkuveitu Reykjavíkur, www.or.is fyrir 28. júní. ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 3 79 09 0 6. 2 0 0 7 Styrkur til iðnnáms eða vélfræði (vélstjórnun) 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Fyrirhugað er að nýr fréttamiðill á vefnum líti dagsins ljós eftir helgi. Að vefnum standa Andrés Jónsson og Pétur Gunnars- son, sem báðir hafa látið mikið að sér kveða í bloggheimum undan- farin misseri, og munu þeir halda honum úti fyrst um sinn. Nafn miðilsins eða vefslóð liggja ekki að fullu fyrir. Andrés hefur haldið úti bloggi á slóðinni godsamskipti.blog.is og alkunna er að hann hafi staðið að baki vefnum Orðinu á götunni, á slóðinni ordid. blog.is. Pétur, sem bloggar á slóðinni hux.blog.is, hefur lengi verið einn vinsælasti bloggari landsins. Pétur og Andrés opna fréttamiðil „Ég fagna mjög þessum tillögum Ingibjargar,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Íslands-Palestínu. „Það er auðvitað ekki hægt að viðurkenna sjálfsákvörðunarrétt þjóðar og neita svo að viður- kenna niðurstöðu lýðræðislegra kosninga,“ segir hann. Ekki síst sé mikilvægt að Ingibjörg ætli að fara sjálf á vettvang. „Það er alveg sama hversu oft er sagt frá því hvernig hernámið bitnar á börnum þessa lands. Það verður að sjá þetta með eigin augum.“ Mikilvægt að fara á svæðið Þverpólitísk sátt gæti orðið um samskipti við þjóð- stjórn Palestínu. „Við getum hjálpað til,“ segir þing- maður Sjálfstæðisflokks. Utanríkisráðherra heim- sækir Palestínumenn og ráðfærir sig við Norðmenn. Undirbúningur að komandi kjarasamningum er helsta viðfangs- efni forystu- manna innan verkalýðshreyf- ingarinnar þessa dagana. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfé- lags Akraness, telur að framar öðru þurfi að „lyfta skammarlega lágum töxtum upp að markaðs- launum sem almennt eru greidd“. Vilhjálmur segir að lágmarks- taxtar í landinu þurfi að hækka um allt að 43 prósent, eða úr 125 þúsund krónum eins og lágmarks- launin eru í dag upp í um 176 þúsund krónur sem greiddar eru að meðaltali fyrir dagvinnu. Vilhjálmur óttast að stór hluti af tuttugu þúsund erlendum verkamönnum sé á berstrípuðum lágmarkstaxta. Lágmarkslaun hækki um 43 prósent
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.