Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.06.2007, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 09.06.2007, Qupperneq 23
Ídag verða merk tímamót í sögu lagamenntunar á Íslandi, en þá útskrifar Háskólinn í Reykjavík fyrstu lögfræðingana með fulln- aðarpróf í lögfræði eftir 5 ára há- skólanám. Með þessum áfanga er brotið blað í þessari sögu, enda hefur Háskóli Íslands frá stofnun hans 1911 (Lagaskólinn frá 1908) einn sinnt menntun lögfræðinga í landinu. Varla verður um það deilt að til- koma lagadeildar HR hefur valdið straumhvörfum í lagamenntun á Íslandi. Í fyrsta lagi er uppbygg- ing grunnnámsins (BA námsins) í mörgum atriðum frábrugðin því sem var fyrir. Munurinn felst eink- um í því að teknar voru í grunn- námið ýmsar greinar sem eingöngu höfðu verið hluti af valnámskeiðum á meistarastigi í HÍ. Má þar nefna Evrópurétt, félagarétt, samkeppnis- rétt, hugverkarétt, verðbréfamark- aðsrétt og þjóðarétt. Aðrar greinar, sem hefðbundið var að líta á sem hluta af grunnnámi, hlutu þá að minnka að umfangi, eða, eftir at- vikum, nemendum gefinn kostur á að leggja frek- ari stund á þær í meistaranámi stæði hugur þeirra til þess. Hvað sem líður ágreiningi um „rétta“ sam- setningu grunn- náms í lög- fræði er ljóst að þessar áherslu- breytingar voru eðlilegar þegar breytt starfsumhverfi lögfræðinga er haft í huga. Engin rök eru til að ætla, eins og stundum hefur verið gefið í skyn, að þessar breytingar muni á einhvern hátt rýra getu lög- fræðinga sem útskrifast frá HR, til að sinna hefðbundnum störfum dómara, lögmanna eða lögfræðinga í stjórnsýslunni. Fremur er ástæða til að ætla hið gagnstæða. Í öðru lagi varð tilkoma laga- deildar HR einnig til að þess að hvetja þá til sóknar sem fyrir sinntu lagamenntun á Íslandi. Þótt mönn- um hafi kannski í fyrstu brugð- ið við samkeppnina verður ekki um það deilt að heildaráhrif henn- ar hafa verið jákvæð fyrir alla, ekki síst lagastúdenta á Íslandi. Stundum er því fleygt meðal lög- fræðinga, að það besta sem komið hafi fyrir þeirra gömlu deild í ára- tugi hafi verið tilkoma lagadeild- ar HR. Áhrifin koma fram í fleiri valkostum fyrir þá sem vilja leggja stund á lögfræði á Íslandi, bættum kennsluháttum og auknu framboði á námskeiðum og fræðafundum og stórauknum metnaði við fræði- störf. Tilkoma lagakennslu við Há- skólann á Bifröst og Háskólann á Akureyri eykur á fjölbreytni þess- arar flóru. Lagadeild Háskólans í Reykjavík er ung að árum. Á skömmum tíma hefur tekist að byggja upp laga- nám sem að gæðum og umfangi er í fremstu röð á Íslandi. Deildin hefur á að skipa föstum kennurum sem uppfylla kröfur um menntun og framlag til fræðimennsku sem í raun eru meiri en þær sem lengst af hafa verið gerðar við ráðningu í fastar kennarastöður við laga- deild HÍ. Þeir, ásamt fjölda stunda- kennara með mikla lögfræðilega reynslu, hafa góðar forsendur til að veita nemendum sínum menntun í fremstu röð. Munu fyrstu nemendurnir sem nú útskrifast með fullnaðarpróf í lögfræði verða því til sönnunar. Það er þó ekki lokamarkmið að standast innlendan samanburð. Það er aðeins áfangi á leiðinni og hefur honum þegar verið náð. Markmiðið hlýtur auðvitað að vera að byggja upp lagadeild sem stenst alþjóð- legan samanburð, þar sem áhersla verður lögð á að rækta vitund nem- enda og fastra kennara um stöðu sína í slíkum samanburði fremur en innlendum. Í því liggja tækifær- in til frekari þroska og viðgangs lögfræðinnar á Íslandi. Á þau hefur lagadeild HR sett stefnuna. Höfundur er dómari við Mann- réttindadómstól Evrópu og próf- essor við lagadeild HR. Fyrstu nemendurnir með fullnaðarpróf í lögfræði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.