Fréttablaðið - 09.06.2007, Page 24
MARKAÐURINN
á www.visir
alla daga
Í tímaritinu Ísafold er grein um
klámbúllu í Kópavogi með hrá-
slagalegri mynd af bæjarstjór-
anum Bestían í sæluvímu við að
neyta þeirra lystisemda sem stað-
urinn hefur upp á að bjóða.
Eitthvað kemur þessi grein við
kaunin á einhverjum því að nú
hefur kompaníið sem rekur Nóa-
túns-búðirnar tekið tímaritið úr
sölu.
Stundum finnst mér eins og ég
hafi lokast inni í háðs- og ádeilu-
róman eftir sjálfan mig.
Þessi kauðalega tilraun til að
hefta útbreiðslu á lesmáli dugði
til að ég rölti út í næstu sjoppu
og keypti eintak af Ísafold.
Hingað til hafa blaðamenn
(sennilega karlkyns blaðamenn)
borið hinn kringluleita klámbúllu-
eiganda á höndum sér. Þeir hafa
kannski séð í honum barnslegt
sakleysi hins frjálsborna íslenska
karlmanns sem afneitar pólitísk-
um rétttrúnaði og hversdagslegu
striti og kýs að eyða ævinni í gleði
og glaumi innan um konur og vín.
Í þessari tíma-
ritsgrein (hugsan-
lega vegna þess
að hún er rituð
af konu) kveður
við nýjan tón.
Kannski er sak-
leysið gríma
slægðarinnar?
Kannski snýst
hin karlmann-
lega lífs-
nautnastefna
ekki um frelsi
heldur rétt
hins sterka
til að kúga
og undiroka
hinn veikari
– rétt til að
svala fýsn-
um sínum?
Það á ekki af okkur Íslendingum
að ganga á íþróttasviðinu. Í dag
gerðum við jafntefli á Laugardals-
velli við Liechtenstein sem hefur
ekki einu sinni sendiráð í Kína og
engum mundi detta í hug að kjósa
í öryggisráð Sameinuðu þjóða.
Ekki nóg með það heldur berast
fréttir af pólskum sigri í koddaslag
á Húsavík – annað árið í röð.
Því minna sem gerist í mínu eigin
lífi, þeim mun meiri áhuga hef ég
á því að fylgjast með fréttum af
öðru fólki. Reyndar vildi ég óska
að meira væri skrifað um fólk
sem er að gera merkilega hluti
og minna um þá sem eru að gera
ómerkilega hluti.
Var að lesa um einhverja unga
leikkonu í Ameríku sem heitir
Lindsay Lohan. Pabbi hennar segir
að hún sé í miklu rugli og sífellt að
drekka og dópa.
Það er merkilegt að heilir her-
skarar blaðamanna og ljósmynd-
ara skuli elta smástelpur eins
og þessa Lohan, Paris Hilton og
Britney Spears á röndum til að
kíkja upp undir þær og gá hvort
þær séu í nærbuxum.
Í staðinn fyrir að gægjast upp
undir þessar stelpukindur væri
fróðlegt fyrir fjölmiðla og aðra að
reyna að komast fyrir um hvað það
er sem veldur því að ungt fólk sem
hefur allt til alls fær svona rosa-
lega þörf fyrir að taka inn eitur.
Fór í ræktina í fyrsta sinn í langan
tíma svo að ég hlýt að vera á bata-
vegi.
Á hlaupabrettinu var ég að hugsa
um Samtök atvinnulífsins en for-
svarsmenn þeirra báðu um fund
með forsætisráðherra og utanríkis-
ráðherra í morgun til klaga
Seðla- bankann.
Ef ég væri í
ríkisstjórn myndi ég
skera Seðlabankannn
niður um tvo þriðju strax
núna um helgina og efla
Fjármálaeftirlitið að sama
skapi.
Svo mundi ég ræða við
þann snilling sem ber
ábyrgð á því að hækkun
á verði fasteigna skuli
hafa verið reiknuð inn í
vísitölu sem „húsnæðis-
kostnaður“ því að þar
er ekki um „kostnað“ að
ræða heldur stórkost-
lega eignaaukningu al-
mennings.
Því næst myndi ég
spyrja að því hvers
vegna íslenskur al-
menningur þori
hvergi að geyma
sparifé sitt nema í
steinsteypu?
Er það vegna góðrar
reynslu af fjármála-
stjórn í landinu?
Eða vegna þess að allt sem ekki
er naglfast er jafnóðum hirt af
mannskapnum?
Fyrsti lax sumarsins veiddist
kl. 7.21 í morgun í Norðurá. Um
svipað leyti rakst ég á gullmola á
internetinu, það var á bloggsíðu.
Molinn er svona:
„Rétt eftir miðnætti horfðum
við á Ögðu (Skorradóttur) kasta út
um gluggann, það var rauðskjótt
merfolald undan Víði frá Sæfelli.“
Maður fer glaður inn í daginn
með svona perlur í huganum.
Nú er fyrsti aðalyfirseðlabanka-
stjórinn farinn að munnhöggvast
við Samtök atvinnulífsins og segir
samkvæmt ruv.is að „ýmis öfl
vinni gegn markmiðum bankans
um að ná tökum á verðbólgu, bæði
framkvæmdagleði og skortur á
samkeppni.“
Það er náttúrlega ekki tekið út
með sældinni að vera seðlabanka-
stjóri hjá þjóð sem ekki getur
hamið sig fyrir framkvæmda-
gleði.
Gaman væri ef einhver gæti
útskýrt fyrir mér hvernig á því
stendur að stærsta hagkerfi heims-
ins í Bandaríkjunum kemst af
með einn seðlabankastjóra meðan
minnsta myntkerfi veraldar út-
heimtir þrjú stykki?
Ef merin Agða væri í ríkisstjórn
myndi hún kasta þessu liði út um
glugga.
Í dag hefur það kvisast út að í síð-
ustu viku var samþykkt að hækka
laun seðlabankastjóra um 200
þúsund krónur á mánuði
að tillögu Helga S. Guð-
mundssonar, formanns
bankaráðs.
Jafnvel þótt launa-
hækkun sé ekki nema
tvöhundruð þúsund kall
getur munað um hana
eins og ég hef reyndar
margoft sagt við yfir-
menn mína á Fréttablað-
inu.
Þetta segir Helgi Ess að sé
gert vegna þess að afar mikil-
vægt sé „fyrir Seðlabankann að
hafa jafnan í þjónustu sinni eins
gott starfslið og völ er á og verður
hann að taka mið af ríkjandi um-
hverfi til þess að svo geti verið.“
Helgi Ess hefur eflaust meira
vit á kjaramálum en þeir Forrest
Gump og Góði dátinn Svejk –
en hvaða samkeppnisað-
ilar heldur hann að séu
að reyna að kaupa til sín
seðlabankastjóra?
Mér dettur enginn í hug
nema ef vera kynni að Páll
útvarpsstjóri RUV-OHF
væri að pæla í að krækja í
„Matthildi“ til viðbótar við
„Silfur Egils“.
Í kvöld var landsleikur
í knattspyrnu við Svíþjóð.
Fimm, núll!
Fastir liðir eins og venju-
lega í þessu besta landi af
öllum mögulegum.
Ég er allur að koma til. Enda er
stundum betra að vera heilsugóður
til að standa undir því sem á mann
er lagt í þessu landi:
Fréttablaðið upplýsir að heildar-
laun Davíðs Oddssonar formanns
bankastjórnar Seðlabankans séu
ríflega 1.700 þúsund krónur á
mánuði og að hann sé betur laun-
aður eftir hækkunina en bæði for-
seti Íslands og forsætisráðherra.
Nú vona ég að einhver íslenskur
Cicero taki til máls í þinginu og
flytji ræðu sem verði jafn bein-
skeytt og ræða sem flutt var í
Róm 8. nóvember árið 63 f. Kr. og
byrjar svona:
„Quousque tandem abutere, Ca-
tilina, patientia nostra?“
„Hversu lengi enn hyggst þú
misbjóða þolinmæði vorri ... ?“
Hversu lengi enn...?
Í Dagbók Þráins Bertelssonar er sagt frá klámbúllu í Kópavogi, tilraun til ritskoðunar, pólskum sigri í koddaslag, nærbuxna-
gægjum, folaldi sem kastað var út um glugga, launaskriði í Seðlabankanum, Forrest Gump, Góða dátanum Svejk, Helga S. Guð-
mundssyni og frægri þingræðu.