Fréttablaðið - 09.06.2007, Síða 30
Hverjar eru fyrstu og bestu minning-
arnar?
Ásgrímur: Ég ólst upp í Hafnarfirði en
fyrstu þrjú árin átti ég heima í blokk í
Reykjavík og þaðan eru fyrstu minn-
ingarnar. Við bjuggum uppi á 8. hæð
og ég man eftir að hafa horft niður og
fundist ofsalega hátt niður. Ég man
líka eftir að hafa verið fastur ofan í
holu og sent bróður minn inn til að ná í
mömmu. Dóttir mín er nú á svipuðum
aldri og ég var þá og hún vill gjarnan
heyra þessa sögu aftur og aftur. Ég er
því búinn að setja hana í nokkrar út-
færslur og nú er til að mynda komið
skrímsli inn í hana. En góðu minning-
arnar eru þarna óteljandi.
Birgitta: Fyrsta minningin sem poppar
upp núna er úr eldgömlu húsi á Húsa-
vík sem hét Vallholt þar sem foreldrar
mínir og afi og amma bjuggu. Þar voru
hænur og kindur í garðinum. Besta
minningin er líklega jólagjöfin sem ég
fékk þegar ég var sex ára. Mamma og
pabbi gáfu mér brúðu, nema hvað að
dúkkan var með sítt brúnt hár og brún
augu og einstaklega lík mér sjálfri.
Þarna var dóttir mín hreinlega fædd.
Og ég á þessa dúkku ennþá.
Ási: Gastu ekki látið þá hafa þessa
dúkku til að gera módel eftir í staðinn
fyrir það sem notað var?
Birgitta: Já, af hverju gerði ég það
ekki!
Hvaða þrjú orð koma upp í hugann þegar
nöfn hvors annars eru nefnd? Og átt þú
einhverja geisladiska með Birgittu, Ás-
grímur og horfðir þú til dæmis á sjón-
varpsþættina hans Ásgríms sem sýndir
voru á RÚV þarsíðasta vetur, Taka 2?
Ási: Fyrsta orðið er „stjarna“ og það
var ákveðið móment þegar ég uppgötv-
aði að Birgitta yrði stjarna. Ég hafði
heyrt um hana en aldrei séð en þegar
ég sá hana loks syngja jólalagið var
það jólalagið sem Ragga Gísla tók, Eitt
lítið jólalag. Þetta var þá þessi Birg-
itta sem allir voru að tala um. Þetta var
eitt af þessum augnablikum þar sem
maður er viss um að einhver eigi eftir
að meika það. Slíkt fer yfirleitt eftir því
hvort fólk elskar myndavélina og hvort
myndavélin elskar það og það átti svo
sannarlega við þarna. En hin tvö orðin:
Gullfalleg og söngkona.
Birgitta: Mér detta strax í hug orðin
„notalegt“ og „RÚV“ og „kvikmyndir.“
Ási: Hvað geisladiska varðar þá ég á
tvo með Birgittu því dóttir mín er mik-
ill aðdáandi. Hún hefði mikið viljað
hitta þig.
Birgitta: Gaman að heyra það.
Ási: Hún á sem sagt Eurovision-disk-
inn og barnaplötuna – þar sem þú varst
eins og álfur eða engill framan á.
Birgitta: Já, ég hef alltaf verið mikil
englakona. En ég man eftir að hafa
dottið inn í þættina hans Ása og þeir
voru æðislega flottir. Vildi bara að
þeir væru ennþá á dagskrá. Verður
ekkert meira?
Ása: Takk fyrir það. Það gæti farið svo
jú, en ekki samt nákvæmlega af þessu
tagi.
Að samfélaginu og því sem er að ger-
ast á öldum ljósvakamiðla. Haldið
þið að þættir eins og America‘s Next
Top Model, MTV-myndbönd, dúkkur
klæddar eins og gleðikonur og annað
í umhverfinu hafi einhver áhrif á þá
kynslóð sem er að vaxa úr grasi?
Birgitta: Þessi útlitsdýrkun finnst mér
frekar skelfileg. Ég man aldrei eftir að
hafa verið að spá í það sjö ára gömul
hvaða buxur voru keyptar á mig, en
sjö ára krakkar í dag eru mun meira
með puttana í því. Pressan var ekki
svona mikil. Maður fór bara í þau föt
sem manni voru rétt og ekkert múður.
Ási: Já, ég held að útlitsdýrkunin sé
vissulega komin út í öfgar en þetta er
samt svo mikill hluti af þessum fjöl-
miðlasannleik sem við lifum í. Ofboðs-
lega stór hluti af okkar tilveru kemur
úr fjölmiðlum og fjölmiðlasannleikur-
inn er bara pínupínulítið brot af heimi
okkar og þar að auki ákveðin túlkun á
henni. Fjölmiðlar tala oft um að þeir
túlki tilveruna. Það er ofboðslegur mis-
skilningur. Þeir gera aldrei neitt annað
en að segja frá brotabrotabroti af henni
en setja svo þetta brotabrot á háan stall.
Því fer umræðan að snúast um svona
vitleysu eins og París Hilton eða Amer-
ica‘s Next Top Model eða svoleiðis vit-
leysu sem skiptir engu máli. Þetta hefur
auðvitað alltaf verið svona nema að
þetta er orðið geggjaðra og magnaðra
í dag. Líf manns snýst fyrst og fremst
um það hvernig umhverfi maður er í,
hvernig vini maður á og hvernig manni
líður í vinnunni og þess háttar. Þetta eru
hlutir sem flestir eru að hugsa um. Ekki
hvað París Hilton var að gera. Hún er
til dæmis manneskja sem stendur fyrir
ekki nákvæmlega neitt en fjölmiðlar
fjalla samt stöðugt um hana. Þannig að
skilaboðin eru þau að það sem er ekki
neitt sé mikilvægt. Sem er mjög skrítið.
Birgitta: Ég er sammála þar, fjölmiðlar
ýta mikið undir þetta.
Ási: Og um leið má heldur ekki of-
meta aðsókn lesenda í þessar fréttir
því þótt fólk jafnvel lesi þær þá segir
það ekki alla söguna því eftir lesturinn
gleymir fólk þessu og fer að gera eitt-
hvað annað.
Birgitta: Já, við fullorðna fólkið sjáum
kannski í gegnum þetta en börnin
okkar eru ekki búin að læra að þetta er
bara rusl og þetta er því þeim hættu-
legra.
Ási: Já, vonandi átta þau sig á því. Ég
hef svo sem engar áhyggjur af dóttur
minni, enda stundum við foreldrarnir
svo frábærlega markvissa uppeldis-
starfssemi. Hún fór auðvitað í gegnum
barbískeiðið, bleika skeiðið og Bratz-
dúkkurnar en hún var ekkert á kafi í
því. Nema jú kannski bleika skeiðið –
en það er í rénun. Hún er aðeins byrjuð
á bláa tímabilinu.
Birgitta: Mér finnst bleika skeiðið hjá
stelpum alveg dásamlegt. Að sjá hóp af
litlum stelpum uppstrílaðar frá toppi til
táar í bleiku. Hreint út sagt yndislegt.
Úr Bratz-dúkkum í þingmenn. Kosn-
ingar eru afstaðnar og margt og mikið
verið rætt um nýja ríkisstjórn og ekki
síður útstrikanir. Strokuðuð þið ein-
hvern út og hvað finnst ykkur um heil-
síðuauglýsingar þar sem fólk er hvatt
til þess að gera slíkt? Hafa þessar út-
strikanir eitthvað að segja?
Ási: Nei, ég strikaði engan út. En hvað
varðar heilsíðuauglýsinguna þá verð
ég að segja að ég er mjög hlynntur
tjáningarfrelsi.
Birgitta: Mér fannst auglýsingin alls
ekki við hæfi. Ég á hreinlega ekki orð
yfir hana. Það er ekkert að því að koma
sinni skoðun á framfæri en að ráðast á
eina manneskju með því að kaupa heil-
síðuauglýsingu finnst mér hreinlega
ljótt. Ég get rétt ímyndað mér hvernig
mér myndi líða ef einhver keypti aug-
lýsingu og segði fólki að hætta að
kaupa ömurlegu diskana hennar Birg-
ittu. Björn hefur að mínu mati staðið
sig mjög vel og það er auðvitað ástæða
fyrir því að hann er ráðherra okkar.
Hann var kosinn og hefur gott fylgi á
bak við sig. Jóhannes er ágætur maður
en þetta var ekki við hæfi.
Ási: Já, þó ég sé fylgjandi tjáningar-
frelsi sem þessu er ekki þar með sagt
að ég hafi verið sammála því sem stóð
í auglýsingunni. Björn er að mörgu
leyti mjög klár maður en hann er
líka mjög harður pólitíkus og dregur
hvergi af sér. Því verður hann að sjálf-
sögðu að vera viðbúinn því að þegar
hann veitist harkalega að sínum að-
stæðingum – muni þeir svara harka-
lega á móti. Hann kýs að haga sínum
málflutningi svona og þá koma and-
svör, það er óhjákvæmilegt.
Birgitta: Að halda því samt fram að
þessi málsókn sé einum manni að
kenna er engu að síður fjarstæða,
því ákæra þarf að fara í gegnum svo
marga og einn maður hefur þar engin
áhrif. Ég er viss um að Björn Bjarna-
son sé jafnmikill áhorfandi og við hin
að þessum málaferlum.
Fyrst rætt er um kosningar. Nú er rétt
ár í forsetakosningar. Sjáið þið fyrir
ykkur að Ólafur Ragnar bjóði sig aftur
fram og er það gleðiefni? Ef ekki –
hvern sjáið þið fyrir ykkur sem góðan
forseta? Eigum við kannski að koma
okkur upp konungsfjölskyldu?
Ási: Já, skemmtilegt að tala svona
mikið um pólitík. Birgitta, byrja þú.
Birgitta: Ég hugsa að hann bjóði sig
aftur fram og verði kjörinn. Aftur á
móti held ég að forsetastarfið sé ekk-
ert skemmtilegt. Þú fyrirgefur Ólafur
ef þú ert að lesa þetta viðtal, en ég
held að það sé mjög óspennandi starf
að vera forseti á Íslandi. Heimsóknir,
fundir og verðlaunaafhendingar út í
eitt. Hann stendur sig vel í þessu en
það væri gaman að sjá hverjir aðrir
myndu bjóða sig fram. Fyndist mér
gleðiefni að hann yrði endurkjörinn?
Hmmm...
Ási: Þú verður að skrifa í viðtalið hvað
þögnin er orðin löng og vandræðaleg
hér við borðið.
Birgitta: Já, hann stendur sig vel.
Ási: Svarar hún diplómatískt. Ólafur
Ragnar hefur staðið sig mjög vel og
það hefur aldrei gerst að sitjandi for-
seti nái ekki endurkjöri bjóði hann sig
Spekúlantinn og prinsessan
Þegar Ásgrímur Sverrisson sá Birgittu Haukdal syngja í fyrsta skipti var hann viss um að hún yrði stjarna. Þegar Birgitta Hauk-
dal var lítil átti hún brúðu sem Ásgrímur hefði fremur viljað sjá sem fyrirmynd að Birgittu-dúkkunum sem framleiddar voru hér
um árið. Júlía Margrét Alexandersdóttir tók að sér fundarstjórn í kaffisamsæti kvikmyndafrömuðarins og söngkonunnar.
fram. Hins vegar hvort hann langi að
halda áfram veit ég ekkert um. Allir
forsetar íslenska lýðveldisins hafa
staðið sig fjári vel og bara verið fínir
þannig að ég treysti þjóðinni vel til
að velja næsta forseta, því það hefur
heppnast svo ágætlega hingað til.
Birgitta: Svo skiptir jú miklu máli
hvað Ólafur hefur góða konu sér við
hlið. Við erum mjög heppin að eiga
hana Dorrit. Þau eru flott saman.
Ási: Já, hún er alveg æðisleg.
Ási: Annars held ég að Jón Gnarr yrði
mjög góður konungur. Og réttlátur.
Birgitta: Ég ætla að velja drottningu
fremur en konung. Ég ætla að velja Vig-
dísi Finnbogadóttur. Ég sé þessa hlýju
og kláru konu alveg fyrir mér með kór-
ónu. Annars held ég að forseti sé málið
fyrir Ísland. Hvað finnst þér?
Ásgrímur: Konungsfjölskylda, ekki
spurning. Það er svo miklu flott-
ara, því þetta eru hvort eð er fremur
valda- og áhrifalaus embætti og kon-
ungsfjölskylda er mystería. En gallinn
er sá að við getum ekki komið okkur
upp konungsfjölskyldu án þess að sú
fjölskylda hefði þá sögu sem þarf til
að verða konungur og það yrði þá að
kaupa slíkt.
Birgitta: Ég ætlaði nú alltaf að verða
prinsessa þegar ég var yngri þannig að
það myndi henta mínum draumi mjög
vel ef til væri konungsfjölskylda. Þá
gæti ég allavega reynt að giftast inn í
fjölskylduna.
Ef þið mættuð bæta inn einni spurn-
ingu í viðtalið, handa hvort öðru – hver
yrði hún og hvert yrði svarið?
Birgitta: Hvað er mikilvægast í lífinu?
Spyrjum við ekki hvort annað að því?
Ási: Jú mér líst vel á það. Það mikil-
vægasta í lífinu er kærleikurinn og að
verða öðrum að gagni, sínum nánustu,
vinum og samfélaginu.
Birgitta: Við eigum að þakka guði fyrir
heilsuna okkar á hverjum degi því að
hún er það allra mikivægasta í lífinu.
Ef hún er ekki til staðar getum við ekki
notið annara hluta. Á eftir heilsunni
kemur hiklaust fjölskyldan og ástin.
Þess vegna er mjög mikilvægt að við
hugsum vel um heilsuna okkar og rækt-
um fjölskylduna. Ég er svo heppin að
vera við hestaheilsu (í augnablikinu
allavega) og eiga yndislega fjölskyldu
sem styður mig í öllu sem ég tek mér
fyrir hendur.
Birgitta Haukdal syngur á stórtón-
leikum á Reyðarfirði í kvöld ásamt
Stebba Hilmars, Björgvini Halldórs-
syni, Andreu Gylfadóttur, Eivöru Páls-
dóttur og Helga Björnssyni
Fjölmiðlar
tala oft
um að
þeir túlki
tilveruna.
Það er
ofboðs-
legur mis-
skilningur.
Þeir gera
aldrei neitt
annað en
að segja
frá brota-
brotabroti
af henni
en setja
svo þetta
brotabrot á
háan stall.