Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.06.2007, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 09.06.2007, Qupperneq 32
Icelandair hóf að fljúga til Halifax í Kanada á ný í maí eftir sex ára hlé. Borgin er heillandi að mörgu leyti en þar er einnig hægt að gera reyfara- kaup á fatnaði. Kanada er kannski ekki fyrsta landið sem Íslendingum dettur í hug þegar hugað er að helgarferð- um til útlanda. Það gæti þó hæg- lega breyst nú þegar Icelandair hefur hafið að nýju flug til hafnar- borgarinnar Halifax við strendur Nova Scotia. Kanada er nefnilega ekki eins langt í burtu og margir telja en Halifax er í aðeins tæpra fjögurra stunda fjarlægð. Íslendingar ættu að eiga auðvelt með að fóta sig í Halifax. Borg- in er frekar lítil og kannski helst hægt að líkja henni við blöndu af Akureyri og San Francisco enda er hún öll byggð í brekku út frá höfninni. Veðrið er Íslendingum á ferðalagi ofarlega í huga en í Nova Scotia er nokkuð temprað loftslag. Meðalhiti á veturna er kringum frostmark en 23 gráður á sumr- in. Íbúar eru fáir miðað við land- svæði eða um 400 þúsund í öllu Halifax-sveitarfélaginu sem er um 5.500 ferkílómetrar að stærð og samanstendur af um 200 bæj- arfélögum. Höfnin spilar stóran þátt í bæjar- og atvinnulífi Halifax. Stór gáma- flutningaskip leggja þar að landi auk þess sem höfnin er rík af sögu þeirra innflytjenda sem komu til Kanada í gegnum aldirnar. Á góð- viðrisdögum iðar bryggjan af lífi og skemmtilegt fyrir ferðamenn að rölta og fá sér í gogginn í ein- hverjum af skyndibitavögnunum sem standa við höfnina. Vel er hægt að versla frá sér allt vit í Halifax. Kanadadollarinn er hagstæður gagnvart krónunni, um sextíu krónur, og því hægt að gera mjög góð kaup á fatnaði. Aðal- verslunargatan í bænum er Spring Garden Road. Vel er hægt að rápa um miðbæinn og finna ýmislegt sem hugurinn girnist enda er lítið mál að rata helstu leiðir í mið- bænum og erfitt að týnast. Þá er lítið mál að fá upplýsingar um verslunarmiðstöðvar rétt utan við bæinn. Vert er að benda fólki á að gleyma ekki að reikna með fimmt- án prósenta söluskatti sem leggst ofan á verðið við kassann. Það sem kemur flestum á óvart sem koma til Halifax er hversu rík matarmenningin er þar í bæ. Þar má finna fjölda góðra veit- ingastaða sem sérhæfa sig í mis- munandi gerðum matar, allt frá japönskum til fransks. Pöbba- menningin í Halifax er einnig mjög skemmtileg en íbúar gera sjálfir grín að því að þeir séu með flesta pöbba í heiminum miðað við höfðatölu og á því má kannski helst sjá hve stutt er í frændskap- inn við Íslendinga. Krárnar eru flestar vel sóttar alla daga vik- unnar, lifandi tónlist er mjög al- geng og eins og á Íslandi er bann- að að reykja. Fyrir þá sem ekki vilja eyða öllum tíma sínum í verslunum og á börum er margt annað í boði. Stutt er út í náttúruna og ýmis fyrirtæki bjóða upp á rútuferðir út fyrir bæinn. Vinsælasti stað- urinn er líklega Peggy’s Cove, en ferðin þangað er nokkurs konar gullni hringur þeirra Halifax- búa. Peggy’s Cove er lítið og sætt sjávarþorp með fallegum vita sem á sumrin er starfræktur sem póst- hús. Ekki amalegt að senda póst- kort úr vita sem bíður manns við heimkomuna eftir skemmtilega helgi. Fullkomin til helgarferða
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.