Fréttablaðið - 09.06.2007, Síða 38
hús&heimili
OTTÓMAN er bólstrað
sæti eða bekkur sem hvorki
hefur bak né arma. Oft er
hann notaður sem fótaskem-
ill. Sumir óttomanar eru holir
að innan svo hægt er að
geyma þar hluti á borð við
teppi og kodda.
Orðið ottóman sem vísan
í húsgagn kom inn í enska
tungu árið 1806. Líklega
kemur orðið úr frönsku en orðið vísar til vissrar tegundar textíls. Ekki
er talið að húsgagnið hafi verið fundið upp af Ottóman-Tyrkjum.
stóllinn
Forsíðumynd: Sjöan eftir Arne Jacobsen
í nýju útliti eftir Missoni. Fleiri frægir
hönnuðir reyndu sig við Sjöuna og má sjá
árangurinn á síðu 10 . Útgáfufélag: 365
- prentmiðlar, Skaftahlíð 25, 105 Reykjavík,
sími: 550-5000 Ritstjórar: Kristín Eva
Þórhallsdóttir kristineva@frettabladid.is og
Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.
is. Auglýsingar: Ámundi Ámundason s.
517-5724 og Ásta Bjartmarsdóttir s. 517-
5724 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir
kristina@frettabladid.is.
„Hún systir mín keypti þessa
poppskál í lítilli verslun á brautar-
stöð einhvers staðar í Danmörku,“
segir Halldóra um sinn eftirlætis-
grip á heimilinu. „Hún VARÐ bara
að kaupa hana handa mér enda er
ég alveg rosaleg poppæta og skál-
in þar af leiðandi alltaf full. Popp-
át er mjög mikið mál fyrir mér og
ég er orðin þekkt fyrir þetta hjá
fjölskyldu og vinum svo systir
mín gat sko ekki klikkað þegar
hún gaf mér þessa fínu skál, sem
mér finnst einmitt svo fullkominn
sem slík.“
Almennt segist Halldóra kaupa
alla sína innanstokksmuni í Egg-
inu eftir að það var opnað í sept-
ember síðastliðnum en hún hefur
þess utan dýran smekk og vill
ekki hluti sem hafa verið í eigu
annarra áður en þeir koma inn til
hennar. „Ég er ekkert fyrir notað
dót og hluti með sál. Vil ekki það
sem annað fólk er búið að eiga á
undan mér og hef eiginlega mjög
dýran smekk. Nema þegar kemur
að poppskálum. Reyndar hefði
ég aldrei keypt þessa skál sjálf,
en eftir að hún komst í mína eigu
hefur stöðugildi hennar hækkað
ört og núna held ég að þetta sé sá
hlutur í minni eigu sem mér þykir
hvað vænst um,“ segir poppsér-
fræðingurinn Halldóra að lokum.
mhg@frettabladid.is
Poppkona með innan-
stokksmunaáhuga
Halldóra Valgerður Steinsdóttir, aðstoðarrekstrarstjóri í Egginu, hefur dýran smekk en
gerir undantekningar þegar kemur að poppskálum.
Halldóra með poppskálina góðu sem fyllt er með poppkorni á hverjum degi. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
BHTÆKNI EHF - DYNSKÁLAR 36 - 850 HELLA - S 697 3217 - www.tym.is
VEITUM ÚRVALS ÞJÓNUSTU MEÐ HVERRI SELDRI TYM VÉL
TYM HEFUR GÆÐIN.
ÞRIGGJA ÁRA ÁBYRGÐ FYLGIR HVERRI SELDRI VÉL.
9. JÚNÍ 2007 LAUGARDAGUR2