Fréttablaðið - 09.06.2007, Síða 42

Fréttablaðið - 09.06.2007, Síða 42
hús&heimili Víðistaðakirkja í Hafnarfirði er ung að árum, vígð hinn 28. febrúar 1988. Kirkjan státar af mörgum fallegum munum en það sem helst vekur athygli kirkjugesta er hinar einstöku freskur, eftir lista- manninn Baltasar Samper, sem prýða veggina. Séra Bragi Ingibergsson er sóknarprestur Víði- staðasóknar og þekkir vel sögu kirkjunnar. „Arkitekt- inn sem hannaði kirkjuna heitir Óli G. H. Þórðarson,“ segir Bragi en eiginkona Óla, Lovisa Christiansen, innanhússarkitekt, aðstoðaði hann við innanhúss- hönnunina. Þegar komið er að Víðistaðakirkju sést minnis- merki eftir Erling Jónsson frá Keflavík sem reist var til minningar um horfna sjómenn. Inni í kirkjunni grípa freskurnar á veggjunum augað en þær eru málaðar af listamanninum Baltasar Samper. „Hann málaði freskurnar út frá Sæluboðun- um í Biblíunni en þau eru í upphafi Fjallræðunnar í Matteusarguðspjalli,“ segir Bragi og bætir því við að á altarismyndinni sjái listamaðurinn Jesú fyrir sér á fjallinu að tala við áheyrendur sína. „Það er svo- lítið öðruvísi við þessa mynd en aðrar altarismyndir að þarna er Jesús brosandi. Eins er fólkið í kringum hann ekki bara klætt fatnaði þess tíma heldur líka í nútímafatnað. Þá er myndin máluð í þríhyrning en það er sterkt kirkjulegt tákn.“ Altari kirkjunnar, skírnarfonturinn og prédikunar- stóllinn eru gerð úr steini og setja mikinn svip á kirkj- una. „Altarið er gefið af útvegsmönnum í Hafnarfirði en skírnarfonturinn er gjöf frá Helgu Stefánsdóttur og er sveinsstykki Brynjars Sveinbjörnssonar,“ segir Bragi og bætir því við að prédikunarstóllinn hafi verið gefinn af bönkunum í Hafnarfirði; Iðnaðar- bankanum, Samvinnubankanum, Sparisjóði Hafnar- fjarðar og Útvegsbankanum. sigridurh@frettabladid.is Freskurnar áhrifamiklar Freskur eftir listamanninn Baltasar Samper klæða veggi Víðistaðakirkju. Þær gefa kirkj- unni einstakan blæ. Altari Víðistaðakirkju er einstaklega glæsilegt og þá ekki síst vegna altarismyndar- innar sem fullkomnar útlit kórsins í kirkjunni. Altarið, skírnarfonturinn og prédikunarstóllinn eru úr steini og tóna vel við freskurnar, sem eru afar áhrifamiklar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Á kirkjulóðinni stendur þetta minnismerki eftir Erling Jónsson um horfna sjómenn. 9. JÚNÍ 2007 LAUGARDAGUR6
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.