Fréttablaðið - 09.06.2007, Qupperneq 42
hús&heimili
Víðistaðakirkja í Hafnarfirði er ung að árum, vígð
hinn 28. febrúar 1988. Kirkjan státar af mörgum
fallegum munum en það sem helst vekur athygli
kirkjugesta er hinar einstöku freskur, eftir lista-
manninn Baltasar Samper, sem prýða veggina.
Séra Bragi Ingibergsson er sóknarprestur Víði-
staðasóknar og þekkir vel sögu kirkjunnar. „Arkitekt-
inn sem hannaði kirkjuna heitir Óli G. H. Þórðarson,“
segir Bragi en eiginkona Óla, Lovisa Christiansen,
innanhússarkitekt, aðstoðaði hann við innanhúss-
hönnunina.
Þegar komið er að Víðistaðakirkju sést minnis-
merki eftir Erling Jónsson frá Keflavík sem reist var
til minningar um horfna sjómenn.
Inni í kirkjunni grípa freskurnar á veggjunum
augað en þær eru málaðar af listamanninum Baltasar
Samper. „Hann málaði freskurnar út frá Sæluboðun-
um í Biblíunni en þau eru í upphafi Fjallræðunnar í
Matteusarguðspjalli,“ segir Bragi og bætir því við að
á altarismyndinni sjái listamaðurinn Jesú fyrir sér
á fjallinu að tala við áheyrendur sína. „Það er svo-
lítið öðruvísi við þessa mynd en aðrar altarismyndir
að þarna er Jesús brosandi. Eins er fólkið í kringum
hann ekki bara klætt fatnaði þess tíma heldur líka í
nútímafatnað. Þá er myndin máluð í þríhyrning en
það er sterkt kirkjulegt tákn.“
Altari kirkjunnar, skírnarfonturinn og prédikunar-
stóllinn eru gerð úr steini og setja mikinn svip á kirkj-
una. „Altarið er gefið af útvegsmönnum í Hafnarfirði
en skírnarfonturinn er gjöf frá Helgu Stefánsdóttur
og er sveinsstykki Brynjars Sveinbjörnssonar,“ segir
Bragi og bætir því við að prédikunarstóllinn hafi
verið gefinn af bönkunum í Hafnarfirði; Iðnaðar-
bankanum, Samvinnubankanum, Sparisjóði Hafnar-
fjarðar og Útvegsbankanum.
sigridurh@frettabladid.is
Freskurnar áhrifamiklar
Freskur eftir listamanninn Baltasar Samper klæða veggi Víðistaðakirkju. Þær gefa kirkj-
unni einstakan blæ.
Altari Víðistaðakirkju er einstaklega glæsilegt og þá ekki síst vegna altarismyndar-
innar sem fullkomnar útlit kórsins í kirkjunni.
Altarið, skírnarfonturinn og prédikunarstóllinn eru úr steini og tóna vel við freskurnar, sem eru afar áhrifamiklar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Á kirkjulóðinni stendur þetta minnismerki eftir Erling Jónsson um horfna sjómenn.
9. JÚNÍ 2007 LAUGARDAGUR6