Fréttablaðið - 09.06.2007, Page 48
Philippe Patrick Starck fæddist í París árið 1949. Hann
hefur á löngum ferli skipað sér meðal þekktustu hönn-
uða heims. Hann stofnaði sitt eigið fyrirtæki ásamt
hönnuðinum Pierre Cardin árið 1968 en það framleiddi
aðallega uppblásanlega hluti. Síðan árið 1975
hefur hann unnið sjálfstætt. Þáverandi forseti
Frakklands, Francois Mitterrand, fékk hann
til að hanna vistarverur sínar árið 1982 og
eftir það lá leið hans aðeins upp á við.
Hann hefur meðal annars hannað farar-
tæki, raftæki og matarumbúðir auk hefð-
bundari hluta eins og húsgögn og eldhús-
áhöld. Auk þess að hanna ofangreinda
hluti hefur hann skapað sér nafn sem
arkitekt. Hann hóf seinna að hanna
fatnað og fylgihluti eins og úr, gler-
augu og skó. Starck er mikill umhverfis-
verndarsinni og leggur ætíð áherslu á virðingu við
náttúruna í hönnun sinni.
Starck hefur unnið með mörgum stærstu fyrir-
tækjum heims í mismunandi hönnun en þeirra á
meðal eru Kartell, Alain Mikli, Louis Vuitton, Al-
essi, Puma og Microsoft. Starck er mikill heims-
borgari og heldur heimili í fjórum borg-
um, í París, New York, Burano á Ítalíu
og í London. Hann hefur hannað veit-
ingastaði, hótel og klúbba í fjölmörg-
um stórborgum og verk hans hafa verið
sýnd í stærstu listasöfnum heims.
Starck hannar
oft óvenjulega
hluti og þessi
lampi er gott
dæmi um það.
Philippe Starck stillir sér upp bak við hönnun sína, Louis-stólinn.
HÖNNUÐUR
& heimsborgari
Í tæp fjörutíu ár hefur hann verið einn af fremstu hönn-
uðum heims og skiptir þá litlu hvort um er að ræða fatnað,
veitingastaði, húsgögn eða tannbursta. Philippe Starck
gerir það allt.
einstök sýning
Auður Marinósdóttir opnar sýningu
laugardaginn 9. júní kl. 13:00 sem stendur viku
Málverkasýning
Skipholti 50A • sími: 5814020 • www.gallerilist.is
F
A
B
R
I
K
A
N
9. JÚNÍ 2007 LAUGARDAGUR