Fréttablaðið - 09.06.2007, Page 50
hús&heimili
C. JENSEN & H. HOLBÆCK hönnuðu þessar fallegu könnur fyrir fyrirtækið Evu Solo.
Þeir félagar fóru aftur til fyrri tíma í hönnun kaffikönnunar. Í stað þess að notast við vélar, gufu,
þrýsting eða kaffisíu er hellt upp á á gamla mátann með kaffi og heitu vatni sem hellt er í gegn-
um trekt. Hver kanna tekur einn lítra en utan um fallega lagaða könnuna má velja nokkurs konar
kápu, annað hvort úr svörtu neopren-efni eða bómullarefni í öðrum litum.
Eftir sömu hönnuði er einnig hægt að fá fallegar tekönnur í svipuðum dúr.
OLA WIHLBORG hann-
aði þennan skemmtilega hita-
platta fyrir ASPLUND. Plattinn er
úr málmi sem er sniðinn til með
leysigeislatækni. Þó að platt-
inn líti út fyrir að vera léttur og
brothættur kemur annað í ljós
við notkun. Plattinn þjónar sínu
hlutverki vel en þegar hann er
ekki í notkun getur hann einnig
staðið einn og sér sem fallegt
listaverk.
Í PIPAR OG SALT má
fá ýmislegt sem kemur sér vel
þegar japanskur matur er eldað-
ur, borinn fram og borðaður. Þar
á meðal eru alls konar pönnur,
sushi-diskar, sake-glös og fallega
skreyttir matprjónar.
BORÐGRILL eftir hönnuð-
ina C. Jensen & H. Holbæck fyrir
EVU SOLO. Útlitið hefur verið
hönnuðunum ofarlega í huga
við gerð þessa fallega borðgrills.
Grillið er úr hitaþolnu postulíns-
skál í stálfötu en trékross undir
fötunni virkar sem hitaplatti.
Skemmtileg og falleg leið til að
grilla.
sushi & sake
hönnun
9. JÚNÍ 2007 LAUGARDAGUR14