Fréttablaðið - 09.06.2007, Side 64

Fréttablaðið - 09.06.2007, Side 64
B ílarnir leggja upp frá Umferðarmið- stöðinni í dag en innanborðs verða þátttakendur í verk- efninu Díónýsía, sem er nýstárlegt og þverfaglegt grasrótarframtak sem ætlað er að tengja betur skapandi fólk, hvar sem það er niðurkomið á land- inu. Þátttakendurnir eru rúm- lega fimmtíu og koma úr öllum listgeirum, til dæmis eru hönn- uðir, skáld, kvikmyndagerðar- fólk og myndlistarmenn í hópn- um og einnig allra þjóða lýður. Hópar þriggja til níu þátttakenda munu hreiðra um sig víðs vegar á landinu og hyggjast virkja íbúa á hverjum stað til að brúa bilið milli borgar og dreifbýlis með framtíðarsamstarf í huga. Aðall verkefnissins er hið ófyrirsjáanlega og verður dag- skráin á hverjum stað unnin í samvinnu við íbúana. Þátttak- endurnir munu dveljast í átta bæjum eða þorpum næstu tíu daga og verður verkefnið skrá- sett með ýmsum hætti. Stefnt er að því að gefa út bók um framtak- ið og setja upp sýningu í Reykja- vík í haust. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á heimasíð- unni this.is/dionysia/. Landsmenn! Lítið ykkur nær! Hópur fólks hyggst ganga á hólm við mýtuna um ládeyðu landsbyggðarinnar og stendur á næstu dögum fyrir óvanalegum lista- hátíðum í afskekktari bæjum landsins. Erfitt er að spá fyrir um útkomuna enda er hið óvænta aðall verkefnisins Díónýsía. ÓNÝSÍA DIÓ N Ý SÍA D IÓ N Ý SÍA D IÓ N Ý SÍA D IÓ N Ý SÍA DIÓNÝSÍA DIÓNÝSÍADIÓNÝSÍA DIÓ NÝ SÍA DI ÓN ÝS ÍA D IÓ N Ý SÍ A D IÓ N Ý SÍ A D IÓ N Ý SÍ A D I Heimspekineminn Björk Þorgríms- dóttir mun ásamt átta öðrum þátttak- endum ferðast norður á Hofsós. Hóp- urinn mun halda til í félagsheim- ili staðarins og að sögn Bjarkar er mögulegt að þau máli bæinn rauðan í bókstaflegri merk- ingu. „Við höfum líka hug á að nota náttúru og umhverfi staðar- ins eins og hægt er. Markmiðið er líka að skapa góða stemmn- ingu í bænum og virkja eins marga og hægt er.“ Myndlistarmaðurinn Harpa Dögg Kjartansdóttir fer fyrir hópi sem fer suður með sjó og heldur til í samkomuhúsinu í Höfnum þar sem vinnustofur verða opnar á meðan á hátíðinni stendur. Hópur ungs listafólks frá nágrannabæjum mun starfa með þátttakendunum, sem hvetja aðra íbúa til þess að leggja sér lið. „Viðbrögðin hafa verið betri en ég þorði að vona“ segir Harpa, sem ekki hefur komið til Hafna áður. „Maður hefur margoft ferð- ast til Keflavíkur en aldrei komið við hér,“ segir hún. Hópurinn mun meðal annars setja mark sitt á há- tíðarhöldin 17. júní. Friðrik Svanur Sigurðarson er grafískur hönnuður og einn þeirra sem munu láta sjá sig á götum Grundarfjarðar. Hópurinn hefur haft spurnir af því að opna eigin nýjan pítsustað í bænum. „Við reynum kannski að hjálpa eitthvað til við það, gera flotta grafík fyrir staðinn, kannski baka nokkrar pítsur, hver veit?“ segir Friðrik. „Annars munum við gera hvað sem er, spila tónlist, mála og setja svip á bæinn.“ Hulda Rós Guðnadóttir myndlistar- maður er meðal þáttakenda í verk- efninu á Borgarfirði eystri. Hún segir að dagskráin þar litist mjög af breiðu áhugasviði þátttakend- anna. „Hingað kemur til dæmis þýskur myndlistarmaður og hönn- uður, Eline Kellerman, sem hefur mikinn áhuga á hestum og tón- list en hún hefur sóst eftir því að fá að læra að spila á íslenskt hljóð- færi. Við höfum því til dæmis sett okkur í samband við hestabónda hér á staðnum og einn listamann úr sveitinni sem leikið hefur á sex- tíu þorrablótum,“ segir Hulda og bætir við að þorrablótin á staðnum séu annáluð enda listfengi mikið á svæðinu. Tveir aðrir þátttakendur hafa einnig auglýst eftir tónlistar- fólki á staðnum og hyggjast nýta kirkju staðarins til listsköpun- ar. Sjálf hefur Hulda fengist við myndlist sem tengist lundum og álfabyggðum. Hún segir þá þræði koma skemmtilega saman þarna austur frá og mun hún setja loka- punkt á þá vinnu sína á hátíðinni. DIDI ÓN ÝSÍ A DI ÓN ÓN ÝS ÍA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.