Fréttablaðið - 09.06.2007, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 09.06.2007, Blaðsíða 70
Ef þú leitar inn í sorg þína muntu finna hroka þinn gagnvart mót- lætinu, verða lítill í miklum sárs- auka og síðan auðugur af ró og auðmýkt. En ef þú leitar út úr sorg þinni áður en hún hefur náð að blómstra, muntu fara á mis við eymd þína, verða fátækur af þögn og kvalinn af öryggi. Vésteinn Lúðvíksson: Maður og haf Einn frambjóðandi talaði um að „sitja með lífið í öngunum“ rétt fyrir kosningar. Þar er á ferð blanda tveggja orðtaka, að „vera með lífið í lúkunum“ og „vera í öngum sínum“. Kennari minn í MA, Gísli Jónsson, hafði gaman af að safna svona hrærigraut, og ég held að uppáhalds ruglingur hans hafði verið það sem kerling- in sagði: „Enginn veit sína ævina fyrr en í ausuna er komið!“ Og er víst orð að sönnu. „Þeir hafa þáð boðið,“ sagði í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins 8. maí, og þyrfti sá fréttamað- ur að gæta sín betur á sögninni að þiggja. Áður fyrr beygðist hún einungis sterkt: Þiggja – þá – þágum – þegið. Nú ber á oft veikri þt. þáði, en lh. þt. samt hafður þegið. Vorkunn má vera að halda veiku beygingunni áfram, eins og fréttamaður gerði (og er hann að vísu ekki alveg einn um það), en einhvern veginn særir það mál- kennd mína. var sagt í kvöldfréttum Stöðvar 2, 8. maí, og aftur er svipuð afbökun og í dæminu að framan. Sverja – sór – sórum – svarið – og lh. þt. í kk. er þá svarinn (andstæðingur). Því skal hér segja svarnir and- stæðingar – og betur mega frétta- menn vanda málfar sitt. „Er eitthvað innihald í þeim orða- flaumi“ segir í fyrirsögn á for- síðu Fréttablaðsins 1. júní, og því miður sést þessi villa býsna oft. Menn átta sig ekki á muni hlið- stæðs og sérstæðs. Nokkuð er sér- stætt, en nokkurt hliðstætt. Sama máli gegnir um óákveðna fornafn- ið einhver, eitthvað er sérstætt, en eitthvert hliðstætt. Því skal segja eitthvert innihald. Í sama tölublaði Fréttablaðsins segir einnig í fyrirsögn: „Undan- renna beint af kúnni“. Og ég sem hélt að mjólkin kæmi úr kúnum en ekki af þeim! Kristján G. Kristjánsson skrifar: „Það kom aðeins til tals í síðasta Kastljósþættinum með formönn- um flokkanna [fyrir kosningar], að nú væru menn meira farnir að reyna að klekkja á andstæðingun- um í stað þess að fjalla um sína eigin stefnu“ – og sendir þessa braghendu, sem minnir kannski suma lesendur á umfjöllun um orðið smjörklípa: Slípa margir slyngir kónar slóttugheitin. Smeðju valda smánarskeytin, smjörklípunnar drýpur feitin. Vilji menn senda mér braghendu eða góðfúslegar ábendingar: npn@ vortex.is Birgitta Spur, safnstjóri Listasafns Sigurjóns Ólafssonar, verður með leiðsögn á morgun um sýninguna Cobra Reykjavík sem nú stendur yfir í Listasafni Íslands. Birgitta fjallar um tengsl Sig- urjóns Ólafssonar myndhöggvara við nokkra listamenn Cobra-hreyf- ingarinnar. Í spjalli sínu mun hún fjalla um þá hugmyndafræði sem listamenn Cobra-hreyfingarinnar byggðu á og sérstöðu Sigurjóns Ólafssonar hvað varðar efnislega nálgun. Einnig mun hún varpa ljósi á þær hræringar sem áttu sér stað í myndlistinni á fjórða áratugnum í Danmörku, þátt listhópanna Linien, Helhesten og Høst sýningarhóps- ins. Ræðir hún einnig um þátt súr- realistanna eða hvernig ný lífeðlis- fræðileg vitneskja um manninn og sálarlíf hans opnaði fyrir frjálsa tjáningu tilfinninga og kennda mannsins sem um leið veitti áhorf- andanum nýtt frelsi til upplifun- ar og túlkunar. Verk einstaka lista- manna verða jafnframt skoðuð út frá tengslum þeirra við Ísland. Sýningin Cobra Reykjavík er framlag Listasafns Íslands til Listahátíðar Reykjavíkur og stend- ur hún til 8. júlí í sumar. Sýningar- stjóri er Per Hovdenakk, fyrrver- andi safnstjóri Heine Onstad-lista- safnsins í Osló. Dagskrá þessi hefst kl. 14 á morgun en aðgangur að safninu er ókeypis. Listatengsl Lausn krossgátunnar er birt að viku liðinni á vefnum, www.gatur.net Dregið úr réttum svörum n.k. fimmtudag kl. 12. - 99 kr. smsið Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐIÐ á númerið 1900! Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón. Þá sendir þú SMS-ið JA LAUSN JON. LANGAR ÞIG Í BÍÓ? Leystu þá kr ossgátuna! Bíómiðar fyrir tvo á sýningu að eigin vali!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.