Fréttablaðið - 09.06.2007, Side 72
Nú er runnin upp önnur
helgi í reykingabanni.
Fyrir bannið var um
lítið annað rætt á reyk-
mettuðum ölkelduhús-
um en forsjárhyggju fas-
ískra stjórnvalda sem
rjúfa vildu hina aldagömlu
heilögu þrenningu: Mjöð, tóbak og
bari. Ég hef ekkert á móti reyk-
ingum á börum, en ég sé heldur
ekki eftir þeim. Ferskt loft, minni
þynnka, minni stybba og svo fram
eftir götunum. Eða það hélt ég.
Ég hafði rangt fyrir mér.
Reykur á skemmtistöðum
er nauðsynlegur. Hann setur
svínaríið, skítugu barina og útúr-
drukkna fólkið bak við maskað
móðutjald svo allt líti aðeins betur
út. Photoshop rauntímans.
Og lyktin. Herra minn góður!
Þar sem áður var tóbaksstækja
var komin hræðilega súr og svita-
blandin áfengislykt en Ölstofan,
höfuðvígi reykingamanna, kom sér-
staklega illa út í þessu tilliti.
Sirkus lyktaði heldur ekki vel,
Næsti bar ekki heldur og verst
var staðan á Barnum. Þar var fólk
að dansa en flestir vita hvað ger-
ist þegar fólk sem aldrei hreyfir
sig fær sér bjór og hamast meira
en það hefur gert síðan í leikfimi í
barnaskóla. Það prumpar, allt sem
eitt og allt sem oftast. Í stað tóbaks-
lyktar kom megn prumpufýla sem
án efa er ekki minna hættuleg en
tóbaksreykurinn. Ein eldspýta og
metanið fuðrar upp og fólkið með.
Ég sé ekkert annað í stöðunni en
að setja reykvélar á skemmtistaði
til að sníða þá vankanta af óþægi-
legum raunveruleikanum sem vínið
nær ekki til. Eitthvað þarf líka að
gera við lyktinni, jafnvel setja ilm-
gjafa í öll horn.
Kannski verður prumpulyktin
í náinni framtíð að nýrri lykt
skemmtistaðanna. Einhver kemur
heim ilmandi af iðragasi og makinn
spyr: „Varstu á barnum?“
Þegar öllu er á botninn hvolft held
ég samt að bannið sé til góðs. „Ef þú
vilt banna reykingar, af hverju á
ekki að banna áfengi líka?“ spurði
pirraður tóbakstalsmaður mig á
barnum. Ég svaraði í sakleysi mínu:
„Vegna þess að ég fæ ekki krabba-
mein af bjórnum þínum...“