Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.06.2007, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 09.06.2007, Qupperneq 72
Nú er runnin upp önnur helgi í reykingabanni. Fyrir bannið var um lítið annað rætt á reyk- mettuðum ölkelduhús- um en forsjárhyggju fas- ískra stjórnvalda sem rjúfa vildu hina aldagömlu heilögu þrenningu: Mjöð, tóbak og bari. Ég hef ekkert á móti reyk- ingum á börum, en ég sé heldur ekki eftir þeim. Ferskt loft, minni þynnka, minni stybba og svo fram eftir götunum. Eða það hélt ég. Ég hafði rangt fyrir mér. Reykur á skemmtistöðum er nauðsynlegur. Hann setur svínaríið, skítugu barina og útúr- drukkna fólkið bak við maskað móðutjald svo allt líti aðeins betur út. Photoshop rauntímans. Og lyktin. Herra minn góður! Þar sem áður var tóbaksstækja var komin hræðilega súr og svita- blandin áfengislykt en Ölstofan, höfuðvígi reykingamanna, kom sér- staklega illa út í þessu tilliti. Sirkus lyktaði heldur ekki vel, Næsti bar ekki heldur og verst var staðan á Barnum. Þar var fólk að dansa en flestir vita hvað ger- ist þegar fólk sem aldrei hreyfir sig fær sér bjór og hamast meira en það hefur gert síðan í leikfimi í barnaskóla. Það prumpar, allt sem eitt og allt sem oftast. Í stað tóbaks- lyktar kom megn prumpufýla sem án efa er ekki minna hættuleg en tóbaksreykurinn. Ein eldspýta og metanið fuðrar upp og fólkið með. Ég sé ekkert annað í stöðunni en að setja reykvélar á skemmtistaði til að sníða þá vankanta af óþægi- legum raunveruleikanum sem vínið nær ekki til. Eitthvað þarf líka að gera við lyktinni, jafnvel setja ilm- gjafa í öll horn. Kannski verður prumpulyktin í náinni framtíð að nýrri lykt skemmtistaðanna. Einhver kemur heim ilmandi af iðragasi og makinn spyr: „Varstu á barnum?“ Þegar öllu er á botninn hvolft held ég samt að bannið sé til góðs. „Ef þú vilt banna reykingar, af hverju á ekki að banna áfengi líka?“ spurði pirraður tóbakstalsmaður mig á barnum. Ég svaraði í sakleysi mínu: „Vegna þess að ég fæ ekki krabba- mein af bjórnum þínum...“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.