Fréttablaðið - 09.06.2007, Page 82
Markið er sett á sigur í erfiðu verkefni í Serbíu
UEFA staðfesti í gær
að Svíum hefði verið dæmdur 3-
0 sigur gegn Dönum. Í kjölfar
skandalsins á Parken um síðustu
helgi þurfa Danir að greiða rúmar
fimm milljónir króna í sekt, spila
leikinn gegn Liechtenstein fyrir
luktum dyrum og næstu fjóra
heimaleiki í 250 kílómetra fjar-
lægð frá Kaupmannahöfn. Þeir
leikir, gegn Liechtenstein, Spán-
verjum, Lettum og Íslendingum,
gætu því farið fram í Svíþjóð eða
Þýskalandi sökum smæðar Dan-
merkur.
Danir fá heima-
leikjabann
SMS
LEIKUR
SENDU SMS JA 2HO
Á 1900 OG ÞÚ GÆTIR
UNNIÐ BÍÓMIÐA!
VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR,
DVD MYNDIR, TÖLVULEIKIR
OG MARGT FLEIRA!
Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið.
HEIMSFRUMSÝND 8. JÚNÍ
STRANGLEGA BÖNNUÐ
Eftir að Blikar töpuðu
fyrir Fylki í fyrstu umferð móts-
ins hafa fjórir jafnteflisleikir í röð
litið dagsins ljós hjá liðinu. Í gær
mættu Blikar Víkingum á útivelli
og þurftu enn á ný að sætta sig við
skiptan hlut.
Leikurinn byrjaði af krafti en
Blikar fengu tvö ágæt færi strax
í upphafi leiks. Það var því í takti
við gang leiksins þegar Magnús
Páll Gunnarsson kom þeim yfir
á 10. mínútu. Hann skoraði með
glæsilegum skalla í fjærhorn-
ið eftir laglega sendingu Prince
Reuben frá vinstri kantinum.
Eftir markið hresstust heima-
menn nokkuð og Gunnar Kristj-
ánsson fékk ákjósanlegt færi
skömmu síðar. Í næstu sókn átti
Jón Björgvin Hermannsson öfl-
ugt skot að marki sem hinn danski
Casper Jacobsen varði í horn. Úr
því kom svo jöfnunarmarkið þegar
varnarmaðurinn Valur Úlfarsson
skallaði boltann í markið af stuttu
færi eftir að hornspyrna Sinisa
Kekic hafði skoppað í gegnum
þvöguna.
Gunnar fékk svo kjörið tæki-
færi til að koma Víkingum yfir
eftir að Egill Atlason nýtti sér mis-
tök í varnarleik Blika og sendi
fyrir markið. Gunnar rétt missti af
boltanum og var klaufi að nýta sér
ekki færið betur. Fátt annað mark-
vert gerðist fram að hálfleik.
Síðari hálfleikur var keimlíkur
þeim fyrri þó að mörkin hafi ekki
komið. Upphafsmínúturnar voru
nokkuð fjörugar en svo fjaraði
undan báðum liðum eftir því sem
á leið. Bæði lið fengu góð færi, Ol-
geir Sigurgeirsson fyrir Blika en
hann fékk skotfæri á besta stað
en skaut beint á Jacobsen í mark-
inu sem varði á horn. Þetta gerðist
á 58. mínútu og þremur mínútum
síðar átti Grétar Sigurðsson skalla
að marki eftir horn. Hann vildi
meina að boltinn hefði farið yfir
línuna en ekkert var dæmt.
„Þetta var bara aumingjaskap-
ur og klaufalegt af mér að skora
ekki,“ sagði Olgeir eftir leik.
„Boltinn skoppaði reyndar illa
fyrir mig og ákvað ég því bara að
þruma á markið frekar en að setja
hann.“
Leikurinn var þokkalegur og
bæði lið að spila ágæta knattspyrnu.
Víkingar voru hættulegir framan af
með hina eldfljótu Gunnar og Egil
og Sinisa Kekic var klókur í sókn-
arspilinu. En leikur þeirra byggð-
ist aðallega upp á löngum send-
ingum fram á völlinn sem er síður
skemmtilegt að horfa á.
Blikar hins vegar fóru yfirleitt
skynsamlega að í sínu spili upp
völlinn og höfðu varnarmenn Vík-
ina nóg að gera. Gallinn í þeirra
sóknarleik var að afar sjaldan lauk
sókninni með skoti að marki. Það
var engu líkara en að Blikar væru
að bíða eftir nánast fullkomnu
skotfæri til að láta vaða að marki.
„Við vorum bæði að spila vel og
skora á undirbúningstímabilinu.
Við erum enn að spila ágætlega
en vantar að klára færin okkar,“
sagði Olgeir. „Þetta hlýtur að fara
að koma hjá okkur.
Úrslitin voru því nokkuð sann-
gjörn þó svo að tölfræðin kunni að
gefa vísbendingu um annað.
Grétar lék stærsta hluta leiks-
ins með sárabindi um höfuðið
vegna samstuðs í fyrri hálfleik.
Fékk hann myndarlegan skurð.
„Við spiluðum góða vörn og Bjarni
hafði afar lítið að gera í markinu.
Ég er þó alls ekki sáttur við úrslit-
in og tvö stig eftir þrjá heimaleiki
er ekki ásættanlegt.“
Breiðablik gerði sitt fjórða jafntefli í röð á tímabilinu í gærkvöldi, í þetta sinn gegn Víkingi á útivelli. Vík-
ingar hafa reyndar ekki enn unnið leik á heimavelli en úrslitin í leiknum verða þó að teljast sanngjörn.
Ísland tapaði í gær fyrir
Þýskalandi í æfingaleik í Laugar-
dalshöll, 35-24. Þær þýsku skor-
uðu því 35 mörk í báðum leikjum
sínum en leik liðanna á miðviku-
dag lauk með níu marka sigri gest-
anna.
Íslensku stúlkurnar voru þó
staðráðnar í að gera betur en í síð-
asta leik og mættu grimmar til
leiks og komust í 6-2 forystu. Þjóð-
verjum tókst að minnka muninn
eftir því sem á leið.
Staðan var 15-13 í hálfleik, gest-
unum í vil.
Leikurinn var í ágætu jafnvægi
fyrstu tíu mínúturnar í síðari hálf-
leik en þær þýsku stungu svo
hreinlega af síðustu tuttugu mín-
úturnar og niðurstaðan því ellefu
marka sigur.
Hanna G. Stefánsdóttir skor-
aði sex mörk fyrir Ísland og Drífa
Skúladóttir fimm. Aðrir leikmenn
skoruðu tvö mörk eða færri en
Júlíus Jónasson landsliðsþjálfari
notaði langflesta leikmenn sína í
leiknum í gær.
Góð byrjun dugði Íslandi ekki Landsleikur í handbolta
Landsbankadeild kvenna