Fréttablaðið - 11.06.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 11.06.2007, Blaðsíða 16
greinar@frettabladid.is Ekkert blað? 550 5600 Fyrst þú ert að lesa þetta þá hefurðu fengið Fréttablaðið. En til vonar og vara skaltu klippa þetta símanúmer út og hringja ef blaðið berst ekki. - mest lesið Vegagerðin hefur skilgreint hlutverk sitt þannig að það sé „að þróa og sjá um vegakerfið á sem hagkvæmastan hátt með þarfir samfélagsins, öryggi vegfarenda og umhverfissjónarmið að leiðarljósi“. Fé til vegaframkvæmda kemur því úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Þess vegna leggur Vegagerðin áherslu á að samgöngur séu tryggar samtímis því að það sé gert með eins litlum tilkostnaði og hægt er. Nokkuð hefur verið fjallað um nýja Grímseyjar- ferju. Nýja ferju þarf sem stenst Evrópureglur. Það liggur samt ekki mikið á því núverandi Sæfari má sigla til 1. júlí árið 2009. Það þýðir hinsvegar ekki að Vegagerðin sé sátt við þann drátt sem hefur orðið á endurbótum á notuðu írsku ferjunni sem keypt var haustið 2005. Ítrekað hefur verið gagnrýnt að ekki hafi verið smíðað nýtt skip. Írska ferjan Oilean Arann var smíðuð árið 1992 og telst því ekki mjög gamalt skip, hinsvegar var vitað að skipið var í slæmu ásigkomulagi. Kaupverðið tók að sjálfsögðu mið af því. Reikningsdæmið var einfalt, í upphafi var það mat ráðgjafa Vegagerðarinnar að nýsmíði myndi kosta 600-700 milljónir króna. Á núvirði þýðir það að nýtt skip myndi kosta ríkissjóð 700-800 milljón- ir króna. Stálverð hefur hækkað og ásamt öðrum þáttum má færa fyrir því rök að lík- lega myndi nýr Sæfari kosta enn meira en þetta. Kostnaður við kaupin og endurbæturnar á írsku ferjunni verður um 400 milljónir króna miðað við núverandi áætlanir. Vegna gengisþróunar, aukinna krafna sem gerðar eru til farþegaskipa og til að auka „þægindin eins og hægt er fyrir vegfarendur“ hefur þessi kostnaður orðið meiri en upphaflega var áætlað. Eigi að síður verður Grímseyjarferjan með þessu móti mun ódýrari lausn en að smíða nýja ferju. Það er umtalsverður akkur fyrir ríkis- sjóð. Endurbætt ferja uppfyllir þar að auki kröfur sem gerðar eru til slíkra skipa, mun koma að sömu notum og nýsmíði og bætir til muna aðstöðu Grímseyinga frá því sem nú er með Sæfara. Höfundur er upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Að hugsa vel um fé ríkisins Christina Kharassis er hugsjóna-kona sem ég kynntist fljótlega hér í Namibíu. Hún varð nýlega sjötug. Hún rekur eins konar skólamötuneyti heima hjá sér, börnin í fátækrahverfinu koma til hennar úr skólanum til að fá há- degismat. Sum koma meira að segja í löngu frímínútum líka til að fá hressingu. Mörg eru munaðar- laus, nokkur með HIV-smit, öll fátæk og þurfa á mat að halda til að standa sig í skólanum. Svo hefur hún komið upp ,,sumarbúðum“ utan við borgina, en þangað fer hún með krakka svo þau hangi ekki á götunni í skólaleyfum. Þessi gamla hugsjónakona er í virkjunar- hugleiðingum. Þar sem hún stendur fyrir utan bárujárnsskýlið sem hýsir krakkana uppi í sveit brennur heit sólin yfir henni. Hún vill virkja þessa orku svo krakk- arnir geti lesið á kvöldin og jafnvel horft á sjónvarp. Ég hef mikið velt því fyrir mér hvers vegna virkjun sólar- orkunnar er ekki lengra komin en raun ber vitni eftir að ég kom hingað í land svimandi hárra raf- magnsreikninga. Hér er svo sannarlega nóg sól. Hvergi ský á himni mánuðum saman. Og Namibía er ekki auðugt land af annarri orku. Við flytjum helming rafmagns inn frá Suður-Afríku, sem segist varla verða aflögu- fær lengi. Rússar hafa boðist til að setja upp kjarnorkuver, jafnvel á skipum undan ströndu, því hér finnst nægt úran í jörðu. Hollend- ingar eru að fara af stað með stór vindorkuver á ströndinni, þar er endalaus vindur af hafi. Og stjórn- völd ætla að gefa öllum heimilum sparperur, því ávinningurinn af því að allir noti slíkar perur er tal- inn í megavöttum. En sólin er alls staðar, hvert sem maður fer. Ný frétt vakti því athygli mína og staðfesti það sem mann grunar að of lítið hafi verið gert til að virkja sólina. Sólarknúið vasa- ljós er komið á markað. Mark Bent, frá Houston í Texas, er orð- inn stjarna í ákveðnum hópum fyrir að hafa sett 250 þúsund doll- ara í að finna upp vasaljós sem nýtir sólarorku. Þetta er dæmi- gerð einföld og ódýr uppfinning sem breytir lífi milljóna manna. Á hlið vasaljóssins er lítill sólar- panell sem hleður rafhlöðurn- ar. Þær endast í „þúsund nætur“ eins og sagt er og þá er auðvelt að skipta þeim út fyrir lítið. Nú er hægt að kaupa sér svona vasaljós á Netinu og gefa um leið annað til Afríku, fyrir samtals 25 dollara. (Sjá BoGoLight.com þar sem eru myndir af ljósinu). Stórfyrirtæki hafa keypt stóra skammta og lagt til sem gjöf til velgjörðarmála. Tveir milljarðar manna búa utan við raforkunet heimsins. Innan við 1% af orkuvinnslu mannkyns kemur frá sól eða vindi. Olíulampar og fáfengileg eldstæði lýsa milljörðum manna. Börnin reyna að læra hóstandi í stybbunni, ræningjar gera fyrir- sát í myrkri, slysahætta er marg- föld, fyrir utan að fólk sem jafn- vel gætti veitt sér einhver lífs- þægindi fær það ekki vegna raforkuskorts. Samt skín sólin yfir því alla daga. Sjálfur hef ég reynslu af því að virkja sólina heima á Íslandi, í litlu sumarhýsi og gert í 20 ár. Það virkar, þótt í smáum mæli sé. Hér í Afríku eru sólarknúnir vatnshitarar til, en þykja fremur klénir. Fyrir konu eins og Christ- inu Kharassis ætti að vera ein- falt og ódýrt mál að breyta brenn- andi sólarorkunni í ljós á kvöld- in. En henni er sagt að ódýrasta lausnin kosti 400 þúsund íslenskar krónur. Fyrir fólk í hennar stöðu hér í Afríku er það alltof dýrt. Og sumarbúðirnar eru langt utan við raforkunetið í landinu. Hvernig ætti hún að borga fyrir heimtaug og svo rafmagn sem hefur hækk- að um 25% á tveimur árum? Ekki er olíurafstöð betri kostur eins og mál þróast á heimsmörkuðum. Spurningin sem maður kemst ekki hjá að velta fyrir sér er ein- föld: Hvers vegna er ekki búið að leysa þetta mál, af einhverjum af öllum þeim snillingum sem prýða jörðina? Ef þokkalega stæður hugsjónamaður getur virkjað sól- ina í vasaljós sem öllum standa til boða fyrir lítið fé, hvers vegna er ekki einhver aðeins betur stæður búinn að útfæra þetta fyrir heim- ili og skóla? Þegar maður heyrir um 20 dollara sólarljós frá hug- sjónamanninum Mark Bent er ekki hægt að komast hjá því að velt fyrir sér hvers vegna ekki eru komir 50 dollara lampar inn í hvern strákofa í heiminum? En það er von. Mark er ekki hættur og næst verða það víst sólarknúin útvörp. Ps. Þeir sem vilja kynnast hug- sjónakonunni Christinu Kharassis betur geta séð stuttmynd um hana á síðu minni, www.stefanjon.is. Höfundur starfar fyrir Þróunar- samvinnustofnun í Namibíu. Stærsti orkugjafinn Tveir milljarðar manna búa utan við raforkunet heimsins. Innan við 1% af orkuvinnslu mannkyns kemur frá sól eða vindi. F réttir af nauðgunum eða nauðgunartilraunum, eins og þeirri sem átti sér stað í miðbæ Reykjavíkur um helg- ina, valda bæði ónotum og reiði. Ofbeldið virðist fara vaxandi í borginni og nauðganir og nauðgunartilraunir á götum úti verða stöðugt algengari. Umfjöllun tímaritsins Ísafoldar um meint vændi í tengslum við tiltekinn nektardansstað hefur ýtt af stað umræðu um þá starfsemi sem fram fer á slíkum stöðum og í tengslum við þá. Það sem einkennt hefur umræðuna er að orð standa gegn orði en samkvæmt umfjöllun Ísafoldar fer fram á staðnum ólögleg starf- semi, glæpastarfsemi. Ekki er annað hægt en að spyrja sig að því hvers vegna svona erfitt er að rannsaka þessa meintu glæpi. Hvers vegna stendur orð gegn orði varðandi meinta ölöglega starfsemi á nektardans- stöðum? Væri ekki lögreglunni í lófa lagið að rannsaka hvort ólög- leg starfsemi fer þar fram eða ekki ef áhugi og vilji væri fyrir hendi? Leitað er ýmissa leiða í viðleitni lögreglu til að komast á snoðir um og rannsaka fíkniefnabrot, svo dæmi sé tekið, en þegar kemur að meintum brotum sem snúa að kynlífsiðnaði og hugsanlegu vændi er ráðaleysið algert. Samt hlýtur það að vera hagur allra að málin séu til lykta leidd, ekki síst dansstaðanna sjálfra, að því gefnu að öll starfsemi þeirra sé lögleg eins og for- ráðamenn þeirra halda fram. Á athyglisverðri ráðstefnu sem Kvenréttindafélag Íslands gekkst fyrir í síðustu viku komu fram ólík sjónarmið varðandi vændi. Rosy Weiss, sem er forseti alþjóðlegra regnhlífarsamtaka kvenréttindafélaga, setti fram það sjónarmið að vændi væri eins og hver annar atvinnuvegur þangað til ofbeldi kæmi til sögunnar. Þá má vissulega spyrja sig þeirrar spurningar hvenær kaup á því að svala kynhvöt sinni gegn greiðslu sé ekki ofbeldi. Rachael Lorna Johnstone, lektor við Háskólann á Akureyri, telur að til þess að takast á við vændi þurfi að takast á við þær að- stæður sem konur sem ástunda vændi eru að flýja og eru hugsan- lega enn verri en vændið. Óhætt er að taka undir það sjónarmið, án þess þó að það þýði að ekki eigi að takast á við vændið sjálft. Johnstone benti einnig á að konur, eða öllu heldur einstaklingar, konur, karlar og börn sem stunda vændi, eru ólíkir einstaklingar með ólíkan bakgrunn, sögu og reynslu. Það breytir því þó ekki að um hópa fólks sem eiga tiltekna hluti sameiginlega er að ein- hverju leyti hægt að fjalla sem hóp, rétt eins og fjallað er um ein- staka starfshópa eða fólk sem á sameiginlegt að hafa tiltekinn sjúkdóm. Umhugsunarverð er tillaga Katrínar Önnu Guðmundsdóttur, fyrrverandi talskonu Feministafélagsins, að skilgreiningu á vændi. Hún er á þá leið að vændi sé að selja nauðgun. Kannski hittir Katrín Anna einmitt naglann á höfuðið. Ljóst er að minnsta kosti að nauðsynlegt er að halda áfram virkri og opinni umræðu um birtingarmyndir kynbundins ofbeldis. Tvær hliðar á sama peningi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.