Fréttablaðið - 11.06.2007, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 11.06.2007, Blaðsíða 32
Þegar ég var lítil þótti mér fátt skemmtilegra en að heyra ömmur mínar og afa tala um lífið í gamla daga. Þau fæddust öll á öðrum áratug síðustu aldar og eru líklega af þeirri kynslóð sem hefur lifað hvað mest- ar breytingar – fæddust í torfbæ og fylgdu þróuninni í átt til heimilis- tölva, örbylgjuofna og GSM-síma. Ég stóð alltaf í þeirri meiningu að breytingarnar hefðu verið svo hraðar á síðustu öld að mín kynslóð ætti ekki eftir að upplifa nokkuð þessu líkt. Nú er ég farin að efast. Það þarf ekki annað en líta nokkur ár aftur í tímann til að sjá að breyt- ingarnar gerast enn á ógnarhraða. Í haust eru tíu ár síðan ég byrj- aði í menntaskóla. Ég var á heima- vist fyrsta veturinn og þar átti ekki nokkur nemandi GSM-síma. Manni þótti hálfgert bruðl þegar fyrstu krakkarnir fóru að kaupa slíka græju enda ekki nokkur tilgangur með því að eiga síma – það var jú tíkallasími á vistinni sem dugði flestum. Tveimur árum síðar voru allir komnir með gemsa. Á þriggja ára afmælinu mínu fékk ég Fisher Price-leikfangasíma í afmælisgjöf. Hann var ferlega flottur, með appelsínugulu tóli, lit- ríkri snúningsskífu og var á hjólum svo ég gat dregið hann um gólfið. Ég náði í þetta leikfang um dag- inn þegar ég fékk barn í heimsókn. Barnið horfði stóreygt á símann og spurði síðan: „Hvað er þetta?“ Ég svaraði því til að auðvitað væri þetta sími. Barnið setti upp skrítinn svip, tók ferlíkið upp af gólfinu og snéri því á alla kanta. Þá áttaði ég mig á því að barnið hafði aldrei séð síma með skífu og hvað þá símtæki sem tók svona mikið pláss. Ég út- skýrði fyrir krakkanum að þegar ég hefði verið lítil hefðu margir símar verið með svona skífu. Barnið skoðaði símann betur og veitti hjólunum athygli. „Já, og var þá hægt að draga símana svona á eftir sér í gamla daga?“ spurði barnið. Ég hló. Er maður ekki orð- inn svolítið gamall þegar leikföngin sem maður átti í bernsku eru orðin svo forneskjuleg að börn í dag skilja ekki hvernig á að nota þau?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.