Fréttablaðið - 11.06.2007, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 11.06.2007, Blaðsíða 40
 Í dag fer fram hátíð- arfundur stjórnar handknatt- leikssamband Íslands, sem fagn- ar á þessu ári fimmtíu ára afmæli sínu. Mikið verður um hátíðarhöld allt árið en sérstaklega um næstu helgi. Á laugardaginn fer fram mót- taka í Þjóðmenningarhúsinu þar sem forseti Íslands, ráðherrar, borgarstjóri, erlendir gestir og forráðamenn úr íþróttahreyfing- unni verða meðal gesta. Á sunnu- dag, á lýðveldisdaginn, mætir ís- lenska karlalandsliðið Serbum í Laugardalshöll í forkeppni EM í Noregi á næsta ári. „Fundurinn í dag er formlegur stjórnarfundur eins og allir aðrir en það verður meiri hátíðarbragur á þessum. Það sem rætt verður er í tengslum við afmælisárið,“ sagði Guðmundur Ágúst Ingvarsson, formaður HSÍ. Meðal þess sem er á dagskrá er stofnun verkefnasjóðs Árna Árna- sonar, fyrsta formanns HSÍ, sem og stofnun Landsliðsfélags HSÍ, en að því eiga allir þeir sem spilað hafa landsleiki fyrir Íslands hönd aðild. „Verkefnasjóðurinn er stofnað- ur að frumkvæði Árna Árnasonar, fyrsta formanns HSÍ, og verður hann notaður í ýmiss konar verk- efni á vegum HSÍ. Nú þegar hafa einhver framlög komið í sjóðinn en við vonumst til að fá fé í sjóð- inn með einum eða öðrum hætti, til dæmis með framlögum eða tekjustofnum,“ sagði Guðmundur. „Þetta er nokkuð sem á eftir að útfæra betur og verður tilkynnt eftir fundinn í dag.“ Hann segir tilefni þess að bjóða til mótttöku í Þjóðmenningarhús- inu sé fyrst og fremst að gleðj- ast með því fólki sem starfað hafi með og stutt sambandið í gegnum tíðina. „Það er ekki miklu kostað til þessara hátíðarhalda en fyrst og fremst er þetta gert af mikilli virðingu til handa þeim sem hafa starfað með sambandinu. Við von- umst fyrst og fremst til þess að fólk verði ánægt og fúst og vilj- ugt til þess að starfa með okkur áfram.“ Guðmundur sat vitanlega límdur við skjáinn á laugardag er landsliðið tapaði með einu marki fyrir Serbum ytra. „Það var algjör óþarfi að tapa þessum leik, við áttum að geta tekið þetta. En þetta eru síður en svo slæm úrslit og ég er alveg klár á því að við munum vinna hér heima með meiri mun.“ Hann segir að Alfreð Gíslason verði áfram fyrsti kostur sinn í starf landsliðsþjálfara en Al- freð hefur áður sagt að leikur- inn gegn Serbum í Laugardals- höll verði sinn síðasti með lands- liðinu. Alfreð býr í Þýskalandi þar sem hann þjálfar úrvalsdeildarlið Gummersbach. „Ég held að honum þyki þetta afar skemmtilegt starf og er hann sá albesti sem við getum fengið til starfsins. En hann hefur þó sagt að hann ætli ekki að halda áfram. Við sjáum hvað setur.“ Handknattleikssamband Íslands fagnar á þessu ári fimmtíu ára afmæli sam- bandsins. Í dag verður hátíðarfundur stjórnar HSÍ þar sem verkefnasjóður Árna Árnasonar verður stofnaður sem og félag allra þeirra sem spilað hafa landsleiki. Hef aldrei spilað fyrir jafn marga áhorfendur Kári Árnason var á skot- skónum í gær fyrir danska 1. deildarliðið AGF sem vann 2-1 sigur á Næstved á útivelli. Kári skoraði fyrsta mark leiksins á 52. mínútu og lék allan leikinn. AGF bætti við öðru marki á 90. mínútu áður en Næstved klóraði í bakk- ann með marki í uppbótartíma. Fredericia, helsti keppinautur AGF um annað sæti deildarinnar, tapaði sínum leik í gær og er því AGF í góðri stöðu, með þriggja stiga forskot á Fredericia þegar tvær umferðir eru eftir. AGF á meira að segja leik til góða, gegn Ølstykke á miðvikudag. Sigur í þeim leik fer langt með að tryggja úrvalsdeildarsætið. Lyngby tryggði sér í gær úr- valsdeildarsæti en liðið er með átta stiga forystu á AGF á toppi deildarinnar. AGF nálgast úrvalsdeildina Norska úrvalsdeildin Spænska úrvalsdeildin Sænska úrvalsdeildin Forkeppni EM 2008 Lewis Hamilton vann í gær sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 er hann fagnaði sigri í kanadíska kappakstrinum. Hann byrjaði á ráspól og lét forystuna aldrei af hendi. Kappakstursins verður ekki síður minnst fyrir þann fjölda óhappa sem átti sér stað. Pólverj- inn Robert Kubica fór hvað verst út úr sínu óhappi en hann fót- brotnaði eftir að hafa klesst BMW- bíl sínum á tvo veggi. Bíllinn gjör- eyðilagðist og má þakka fyrir að ekki fór verr. Nick Heidfeld á BMW varð annar og Alexander Wurz á Willi- ams þriðji. Hamilton hefur keppt í sex Formúlu 1-keppnum og komið sér á verðlaunapall í þeim öllum. Hann er nú með sex stiga forskot á liðsfélaga sinn, heimsmeistar- ann Fernando Alonso, sem náði að- eins sjöunda sæti í gær. „Ég hef verið tilbúinn fyrir þennan sigur í þó nokkurn tíma. Það var bara spurning um stað og tíma,“ sagði Hamilton, sem er ekki nema 22 ára gamall. Finninn Heikki Kovalainen náði fjórða sæti þrátt fyrir að hafa klessukeyrt bifreið sína í tíma- tökunni og byrjað aftast í röðinni. Hann nýtti sér hins vegar innkomu öryggisbílsins vel. Aðrir fengu að kenna á inngripunum, þeirra á meðal Felipe Massa og Giancarlo Fisichella sem voru báðir dæmdir úr leik fyrir að fara úr viðgerðar- svæðinu þegar útkeyrslunni var lokað. Kimi Raikkönen varð fimmti í keppninni. Hamilton vann sinn fyrsta sigur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.