Fréttablaðið - 11.06.2007, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 11.06.2007, Blaðsíða 46
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Myndlist er aðaláhugamálið mitt og ég hef verið að hanna tattú fyrir fólk í nokkur ár. En mig vant- aði alltaf pening til að fara í mynd- listarskóla svo ég dreif mig í húð- flúrsnám í Bandaríkjunum. Ég er í raun að skapa mér atvinnu í myndlist,“ segir Málfríður Sigrún- ardóttir, sem ætlar innan skamms að opna húðflúrstofu á Ísafirði. Málfríður, sem er tvítug, lærði í World Only Tattoo School í Detroit. „Fólk verður að hafa myndlist- arbakgrunn til að komast inn í skólann því þar er ekki kennt að teikna. Ég hafði þann bakgrunn en lærði svo allt um það sem snýr að vélinni og hreinlætis- og heil- brigðismálum.“ Þótt Málfríður ætli sér ekki að opna húðflúrstofuna fyrr en um miðjan mánuðinn eru pantanir þegar farnar að streyma inn. „Það er fólk á öllum aldri sem er að panta tíma, allt frá sextán ára aldri og upp í sextugt. Það er nóg að gera í þessu hér, það vantar ekkert upp á það.“ Opnar húðflúrstofu á Ísafirði „Það er helst Red Hot Chili Peppers eða eitthvað í þeim dúr.“ Íslensku keppendurnir á Smá- þjóðaleikunum í Mónakó, sem lauk á sunnudaginn var, nutu lífs- ins á milli æfinga og keppna um borð í einu glæsilegasta skemmti- ferðaskipi heims, Crystal Harm- ony. Vegna skorts á hótelherbergjum í Mónakó brugðu skipuleggjendur leikanna á það ráð að leigja heilt skemmtiferðaskip fyrir alla kepp- endur leikanna, sem eru á annað þúsund talsins. Skipið stóð á besta stað við höfnina í Mónakó og segir Örn Andrésson, aðalfararstjóri ís- lenska hópsins, að þessi gisting- armáti sé nokkuð frábrugðin hinu „hefðbundna“ hótellífi en jafn- framt mun betri sem slíkur. „Krakkarnir voru mjög ánægðir með þetta. Þau hafa ferðast víða og prófað margt en þetta er með því skemmtilegra sem þau hafa lent í,“ segir Örn. Miðað við vistarverur á Harm- ony ætti ánægja íslenska hóps- ins ekki að koma á óvart. Í skip- inu eru tvær sundlaugar, spilavíti, lítil verslunarmiðstöð, tugir veit- inga- og skemmtistaða, bókasafn, kvikmynda- og leikhús. Helsta stolt skipsins er hins vegar 1000 fermetra líkamsræktarstöð og baðstofa sem innréttuð er í Feng Shui-stíl, þar sem boðið er upp á allar tegundir af nuddi og dekri nánast hvenær sólarhringsins sem er. Einnig má finna golfhermi og púttvöll, skvassvöll og bókasafn, og þá er einnig er starfræktur vín- og vindla klúbbur á skipinu. „Það væsir ekki um mann,“ sagði Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður íslenska körfubolta- liðsins. „Verslunarmiðstöðin og spilavítið voru ekki opin fyrir keppendur en það var samt hægt að finna sér nóg til afþreyingar. Við kvörtuðum í það minnsta ekki.“ Forsetahjónin Ólafur Ragn- ar Grímsson og Dorrit Moussai- eff heimsóttu skipið ásamt Albert prins í fyrradag og heilsuðu upp á íslenska hópinn. SMS LEIKUR SENDU SMS JA 2HO Á 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ BÍÓMIÐA! VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR, DVD MYNDIR, TÖLVULEIKIR OG MARGT FLEIRA! V in n in g ar v er ð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d. K ó p av o g i. M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b. 9 9 kr /s ke yt ið . HEIMSFRUMSÝND 8. JÚNÍ STRANGLEGA BÖNNUÐ Þorsteinn J. Vilhjálmsson er að leggja lokahönd á nýja mynd sem heitir The Bohemians. Myndin fjallar um félagsskap karla í Dublin sem hittast einu sinni í viku í þeim til- gangi að syngja hver fyrir annan. Félagsskapur- inn var stofnað- ur árið 1897 og skipar um 150 manns, flesta á átt- ræðis eða níræðis aldri. „Kjarninn í þessu er orð sem eru orðin innihaldslaus og hallærisleg, það er vinátta og að njóta samvista hver við annan,“ segir Þorsteinn. „Þessi ástríða fyrir söngnum og tónlistinni er mjög merkileg því það eru bæði í félaginu söngvar- ar sem syngja og líka þeir sem eru „non-performance“, sem eru bara með til að njóta tónlistarinnar. Það eru allir með, hvort sem þeir leggja eitthvað af mörkum eða ekki.“ Að sögn Þorsteins er félagsskap- urinn karlavígi þar sem haldið er í gamlar hefðir. „Konur fá ekki að- gang að skemmtunum klúbbsins nema tvisvar á ári þegar þeim er boðið í dinner.“ Þorsteinn heyrði fyrst af félags- skapnum í gegnum írskan vin sinn. Kom sér í samband við félagið og fékk að mynda eina kvöldstund. Í myndinni er rætt við og hlustað á tóna söngfuglanna sem og fyglst með þegar ungur konsertpíanisti er boðinn velkominn í hópinn. Þorsteinn er að leggja lokahönd á myndina en hann hefur setið sveittur yfir klippingum síðustu mánuði. Brot úr myndinni má sjá á heimasíðu hans, thorsteinnj.is, en ætlunin er að frumsýna mynd- ina í sjónvarpi eða kvikmyndahúsi í september. Kvikmyndar söngelska karlmenn 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.