Fréttablaðið - 11.06.2007, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 11.06.2007, Blaðsíða 42
Það var ekki boðið upp á neina hágæðaknattspyrnu þegar Framarar heimsóttu HK í Kópa- voginum í gær. Jón Þorgrímur kom HK yfir snemma leiks þegar hann renndi boltanum í tómt mark- ið. Þórður vann boltann af Hannesi markmanni og Fram hefur þar með lent undir í öllum leikjum sumars- ins. Fram var einum færra þegar það fékk markið á sig þar sem Egg- ert Stefánsson þurfti að fara af velli vegna meiðsla og varamaður- inn var ekki kominn inn á. Fyrri hálfleikurinn var ekki mjög líflegur en HK var betri aðil- inn. Frömurum gekk einkar illa að koma sér í færi og tvö skot þeirra á markið átti Gunnleifur ekki í nein- um vandræðum með. Leikmenn HK voru frískari án þess þó að reyna mikið á Hannes í markinu. Ólafur Þórðarson blés baráttu- anda í sína menn í hálfleiknum þar sem lærisveinar hans í Fram voru aðeins frískari en í þeim fyrri. Ólafur hefði mátt taka að sér að blása lífi í leikinn en ekkert mark- vert gerðist framan af síðari hálf- leik. Eins og þruma úr heiðskíru lofti skoraði Rúnar Páll glæsi- legt mark með viðstöðulausu skoti utan teigs. Jónas Grani minnkaði muninn aðeins rúmri mínútu síðar og Framarar gerðu hvað þeir gátu til að jafna. Það tókst ekki og góður sigur HK staðreynd. „Við erum virki- lega ánægðir með sigurinn. Við vorum ánægðir með byrjun móts- ins áður en Keflavík og FH kýldu okkur niður en þetta er fínn kar- akter hjá ungu liði að vinna þenn- an leik. Við erum ekki neitt annað en liðsheildin og vonandi fleytir hún okkur langt í sumar,“ sagði Jón Þorgrímur eftir leikinn. „Gamla reynsluleysið sýndi sig í síðari hálfleik þegar við ætluð- um bara að halda fengnum hlut. Tímabilið er reynslubrekka og við sönkum að okkur reynslunni með hverju skrefi. Við erum með ungt og efnilegt lið og erum bara að fara vaxandi. Því fleiri leiki sem við spilum, því betur spilum við og þá hölum við inn stig eftir því,“ sagði maður leiksins að lokum. Við erum ekkert annað en liðsheildin Fylkismenn komu í gær í veg fyrir að Íslandsmeistar- ar FH myndu stinga af í Lands- bankadeild karla þegar þeir urðu fyrsta liðið til að taka stig gegn Hafnarfjarðarliðinu. FH hefði náð sex stiga forskoti með sigri. Liðin gerðu markalaust jafntefli í Kaplakrika en fengu bæði ágæt færi til þess að fá meira út úr þessum leik. FH-ingar voru betri í fyrri hálfleik en áttu oft í vök að verjast eftir hlé þegar skyndi- sóknir Árbæinga fóru að opna FH- vörnina hvað eftir annað. Fylkismenn mættu mjög grimmir til leiks, fóru af miklum krafti í öll návígi, pressuðu vel og voru oft að koma FH-ingum í vandræði. Þegar leið á hálfleik- inn fóru FH-ingar aftur á móti að ná tökum á leiknum og gerðust nokkrum sínnum hættulegir upp við Fylkismarkið. Í stað þess að klára leikina í seinni hálfleik eins og oft áður fóru að sjást brotalam- ir á leik FH-liðsins í seinni hálfleik því á sama tíma og þeim gekk lítið sem ekkert að opna Fylkisvörn- ina voru skyndisóknir Fylkisliðs- ins hvað eftir annað að skapa góð tækifæri hinum megin. Fylkismenn voru ávallt skeinu- hættir, skyndisóknir liðsins voru vel skipulagðar og hvað eftir annað komu þeir FH-vörninni í opna skjöldu. Harkan var mikil í leiknum og Ólafur Ragnarsson dómari leyfði alvöru tæklingar. Það varð þó allt vitlaust þegar sjö mínútur voru eftir því upp úr sauð á milli þeirra Vals Fannars Gíslasonar og Tryggva Guðmundssonar sem endaði með því að þeir voru báðir reknir í sturtu með rautt spjald. Matthías Guðmundsson fékk reyndar algjört dauðafæri í blá- lokin en Fjalar Þorgeirsson varði frá honum og varð þar með fyrsti markvörður deildarinnar sem heldur hreinu gegn Matthíasi í FH-búningnum. „Við vorum að spila ágætan fyrri hálfleik og fengum færi til að skora. Í seinni hálfleik hættum við að spila fótbolta og fórum að hugsa um hluti sem koma fótbolta ekki mikið við. Við fórum að ergja okkur á dómgæslunni og fórum að ergja okkur á andstæðingnum. Við fórum í óþarfa vitlausu en fengum samt færin til þess að klára þenn- an leik,“ sagði Ólafur Jóhannes- son, þjálfari FH. „Fylkisliðið spil- ar mjög skipulega og spilar svolít- ið fast og við réðum ekki við það. Það er nóg eftir af þessu móti og það eru ekki himinn og jörð að farast þótt við töpum stigum. Það hefur gerst á hverju ári síðan fót- boltinn byrjaði og við erum ekki að fara á taugum yfir því,“ sagði Ólafur að lokum. Fylkismaðurinn Haukur Ingi Guðnason var einn allra besti maður vallarins í seinni hálf- leik þegar Fylkismenn voru að spila mjög vel. „Ég er hálfsvekkt- ur með að hafa ekki tekið öll þrjú stigin með okkur. Við fengum alla- vega færi í síðari hálfleik til þess að klára þennan leik. Við komum svolítið óöruggir í fyrri hálf- leik en síðan náðum við að vinna okkur inn í leikinn jafnt og þétt. Mér fannst við vera betri aðilinn í seinni hálfleik. Við komum hing- að með eitt stig og vorum harð- ákveðnir að fara ekki með færri stig en það. Það tókst en það hefði verið gaman að ná í öll þrjú stig- in og verða fyrsta liðið til þess að vinna þá. Við erum allavega fyrsta liðið til að stoppa sigurgöngu þeirra,“ sagði Haukur Ingi. FH-ingar töpuðu fyrstu stigum sínum í Landsbankadeild karla í sumar þegar þeir gerðu markalaust jafntefli við Fylki í Kaplakrika í gær. Fylkismenn voru mun betri í seinni hálfleik en fóru þá illa með upplögð færi. Ástandið hjá KR versn- ar með hverjum leik en liðið er með eitt stig eftir fimm leiki. Í gær tapaði KR fyrir sprækum Skagamönnum, 3-1. ÍA var mun betra liðið og vann verðskuldað- an sigur. Margir biðu spenntir eftir að sjá hvort og þá hvaða breyting- ar Teitur Þórðarson myndi gera á KR-liðinu. Hann ákvað að halda í 4-3-3 leikkerfið en setti Henning fram í stað Björgólfs og Óskar Örn á vinstri kantinn. Eins og svo oft áður í sumar byrjaði KR-liðið frísklega. Það var áberandi að leikmenn reyndu að spila boltanum fram völlinn í stað stanslausra kýlinga eins og svo oft í sumar. Það gekk þokka- lega en að sama skapi gekk KR- ingum ekkert að koma Rúnari Kristinssyni í leikinn. Það fjaraði fljótt undan leik KR og þá tóku heimamenn völdin. Bjarni Guðjónsson var í fanta- formi og átti miðjuna. Byggði upp allt spil ÍA og var duglegur að hjálpa til í vörninni. Jón Vil- helm var einnig sprækur en hann lagði upp bæði mörk Skagamanna í fyrri hálfleik. Áhöld voru þó um hvort Helgi Pétur hefði skorað með hendinni. Staðan í leikhléi 2- 0 og forysta heimamanna verð- skulduð. ÍA gerði út um leikinn eftir að- eins þrettán sekúndur í síðari hálfleik þegar Dean Martin brun- aði upp kantinn og lagði hann í teiginn þar sem Kári Steinn var einn og yfirgefinn og negldi síð- asta naglann í kistu KR-inga. KR-ingar reyndu af veikum mætti að koma sér inn í leik- inn eftir þriðja markið en féllu í gamla farið og kýldu látlaust fram völlinn. Það skilaði litlu og KR var ekki nálægt því að skora fyrr en Björgólfur minnkaði muninn í uppbótartíma. Það eru lítil sem engin bata- merki á KR-liðinu og fátt virðist hafa breyst í landsleikjafríinu. Það er eflaust ekki upplífgandi tilhugsun hjá Teiti að fá Íslands- meistara FH í næsta leik en hann hlýtur að hugsa sinn gang þessa dagana enda er eitthvað mikið að í herbúðum KR. Guðjón Þórðarson er aftur á móti á réttri leið með ÍA sem sýnir stöðugar framfarir, leik- menn leggja sig alla í verkefn- ið. Liðið er vel spilandi þar sem Bjarni Guðjónsson stýrir leik liðsins eins og hershöfðingi og skrítið að hann skuli ekki koma til greina í landsliðið þar sem mikill skortur er á spilandi miðjumönn- um. KR-ingar kafsigldir af Skagamönnum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.