Fréttablaðið - 11.06.2007, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 11.06.2007, Blaðsíða 20
Nú hefur Electronic Arts gefið út The Sims 2 H&M Fashion Stuff. Hægt er að hanna sín eigin föt og búa til búðir. Það er alltaf jákvætt þegar tölvu- leikir ganga út á eitthvað annað en að drepa eða skora mörk. Einn þess- ara leikja er The Sims. Electronic Arts hitti í mark með seríunni og nú á að blóðmjólka hugmynd- ina, en fyrirtækið hefur gefið út aukapakka fyrir The Sims 2 undir merkjum verslanakeðjunnar H&M. Ættu íslenskar stúlkur þá að gleðjast. The Sims 2 H&M Fashion Stuff leyfir notendum að búa til sín eigin föt fyrir Simsana sína, líkja eftir H&M búðum eða búa til nýjar. „Með því að sameina framsækið tískufyrirtæki og leikjasamfélag sem þekkt er um allan heim fyrir notandaframleitt innihald gefst fólki tækifæri tjá bæði persónu- leika sinn og sköpunargleði,“ segir Steve Seabolt hjá Electronic Arts Notendum gefst tækifæri á að taka þátt í hönnunarkeppni þar sem vinsælustu fötin verða svo sýnd í sérstakri tískusýningu á net- inu. „Við erum mjög spenntir yfir því að H&M skuli vera fyrsta stóra merkið til þess að taka þátt í Sims ævintýrinu á þennan hátt,“ segir Jörgen Andersson, markaðsstjóri H&M. „Fyrir okkur er þessi viðbót skemmtilegt tækifæri til þess að kynnast viðskiptavinum okkar og sýna brot af sumarlínunni okkar. Sims-spilarar eru þekktir fyrir sköpunargleði, tjáningu og snjall- ræði og hlökkum við til að sjá þá hönnunarstíla sem munu detta inn á sýningargólfið.“ H&M í The Sims 2 PGV ehf. ı Bæjarhrauni 6 ı 220 Hafnafjörður ı Sími: 564 6080 ı Fax: 564 6081 ı www.pgv.is GLUGGI TIL FRAMTÍÐAR … • ENGIN MÁLNINGAVINNA • HVORKI FÚI NÉ RYÐ • FRÁBÆR HITA OG HLJÓÐEINANGRUN • FALLEGT ÚTLIT • MARGIR OPNUNARMÖGULEIKAR • ÖRUGG VIND- OG VATNSÞÉTTING ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.