Fréttablaðið - 11.06.2007, Side 1

Fréttablaðið - 11.06.2007, Side 1
7 milljón eintök seld FER SIGURFÖR UM HEIMINN ELLEFU VERSALNIR OG UMBOÐSMENN UM LAND ALLT Svarar allt að hundr- að símtölum á dag Fær fimm stjörnur í Guardian Helga Lára Pálsdóttir, þjónustufulltrúi Voda-fone, tekur á móti hundrað samtölum á anna-sömum degi. „Við fáum þúsund til fimmtán hundruð símtöl í þjón-ustuverið daglega. Eftirminnilegast er maðurinn semkomst ekki á þráðlausa netið uppi í sumarbústað ogmaðurinn sem vildi fá okkur til að kveikja á síma konusinnar sem var stödd uppi á hálendinu,“ segir HelgaLára Pálsdóttir, þjónustufulltrúi hjá Vodafone. Húnsegir þó flestar spurningar snúast um frelsisnotkun,reikninga og stillingar fyrir GSM og GPRS. Þjónustufulltrúarnir kynnast allri flóru mannlífsinsað sögn Helgu Láru. Langflestir eru viðkunnanlegir en nokkuð samtaka á erfiðum degi. „Íslendingar fara í skap saman. Við finnum fyrirþví að suma daga eru allir í góðu skapi og enn aðraeru allir móðgaðir. Þetta tengist helst útborgunar-degi og veðrinu. Síðan virðast fólk líka vera pirraðra í kringum fullt tungl,“ segir Helga Lára og segir fólkiðsem brosir í gegnum símann vera helsta kostinn við starfið. „Það er ofsalega gaman þegar maður fær tækifæritil að gefa af sér. Þá grípur maður gæsina og bros-ir með fólki,“ segir Helga Lára, sem meira að segjahefur bakað fyrir viðskiptavin.„Við vorum með smáhnökra á reikningi hjá einumviðskiptavini. Hann efaðist um að þetta yrði í lagi enþá lofaði ég honum súkkulaðiköku ef þetta myndi ekkilagast. Næsta mánuð var þetta enn í ólagi og þá vissiég að hann myndi stríða mér það sem eftir væri. Svoég bakaði bara kökuna og færði honum, eins og ég hafði lofað,“ segir Helga Lára hlæjandi.Viðskiptavinurinn var að vonum ánægður og sendiHelgu Láru þakkarbréf. „Hann var alltaf svo ofsalegakurteis og skemmtilegur að ég hafði bara gaman afþessu. Ég held samt að ég eigi eftir að hugsa mig umáður en ég lofa fleiri kökum upp í ermina á mér,“ segirHelga Lára brosandi. Opnunartími : mánudagurinn 11.júni til föstudagsins 15 júní frá kl.11-18 frábært tilboð af sokkabuxum og nærfötum. 50 % afsl. af öllum vörum, Lyngási 11 Garðabæ ÚTSÖLUMARKAÐUR Mánudagur *Samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent í maí 2007 Lestur meðal 18–49 ára á höfuðborgarsvæðinu 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% M o rg u n b la ð ið F ré tt a b la ð ið 36% 77% 2% Gullskreytt sverð Napóleons Bónaparte, sem hann notaði í herför á Norður-Ítalíu árið 1800, var í gær selt á uppboði í Frakklandi fyrir 4,8 milljónir evra, sem samsvarar 408 milljónum króna. Sverðið kvað vera það síðasta sem Napóleon átti og er enn í höndum einkaaðila. Nafn kaupand- ans var ekki gefið upp. Seljendur sverðsins voru nokkrir afkomend- ur Napóleons. Sverðið var lýst þjóðargersemi Frakka árið 1978, en samkvæmt lögum þar að lútandi er heimilt að selja gripinn erlendum kaupanda, að því gefnu að hann sé minnst fimm mánuði á ári í Frakklandi. Sverð Napóleons á 400 milljónir Kjósendur í Frakklandi virtust ætla að veita Nicolas Sarkozy forseta ótvírætt umboð til að hrinda í framkvæmd efnahags- umbótaáformum sínum, með því að veita hinum hófsama hægri- flokki hans, UMP, stórt forskot á keppinautana til vinstri í kosning- um til þjóðþingsins í gær. Þegar flest atkvæði höfðu verið talin var UMP-flokkur Sarkozy með 40 prósent atkvæða en Sósíal- istaflokkurinn aðeins 25 prósent. Jaðarflokkar til vinstri og hægri töpuðu fylgi. Kjörsókn var minni en nokkru sinni áður í þingkosningum í land- inu; á bilinu 60-61 prósent. Var það helst rakið til skorts á spennu vegna þess að kjósendur áttu almennt von á að hægriflokkarnir ynnu örugglega, frá því Sarkozy vann sósíalistann Segolène Royal í úrslitaumferð forsetakosninganna fyrir mánuði. Meginspurningin var sú hversu stórt tap vinstriflokk- anna yrði. Hægrimenn eru nú í kjörstöðu fyrir síðari umferð þingkosning- anna næsta sunnudag og munu að öllum líkindum geta aukið enn á hreinan meirihluta sinn í þinginu, þar sem 577 fulltrúar eiga sæti. Öruggur sigur hægrimanna Ný útgáfa Sverrissögu Þjónustuíbúðir fyrir aldraða á Markarreit við Suður- landsveg kosta allt að 500 þúsund krónur á fermetrann. Dýrasta íbúðin er 139 fermetrar að stærð og kostar tæplega 68 milljónir. Sam- bærilegar íbúðir kosta annars staðar um og yfir tuttugu milljónir króna. Haraldur Líndal Haraldsson, framkvæmdastjóri Nýsis þróunar- félags sem á sjálfseignarfélagið Mörkina, segir að Mörkin hafi tekið yfir byggingaréttinn á Markarreit í fyrra og greitt borginni 300 milljónir króna aukalega fyrir hann. Þá hafi upphaflega verið farið af stað með dýra byggingu. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri hefur sagt að slíkar framkvæmdir eigi ekki að skila arði. Haraldur segir framkvæmd- ina ekki skila afgangi því að ýmis- legt hafi farið úrskeiðis. „Við þurft- um meðal annars að borga aukalega fyrir byggingaréttinn,“ segir hann. „Mikið er lagt í bygginguna og margt öðruvísi en við hefðum kosið. Ýmis vandamál þýða aukinn kostnað,“ segir hann og nefnir sem dæmi að kostnaður vegna hjúkrunar- heimilisins hafi fallið á þetta verk- efni. Samkomulag sé um að heil- brigðisráðuneytið borgi 65 milljónir króna vegna þess. „Það hefur síðan neitað að greiða.“ Haraldur bendir á að 300 milljón- irnar nemi 10 prósentum af verði íbúðanna; 6,8 milljónum af íbúð sem kostar 68 milljónir. Hann telur að Mörkin sitji ekki við sama borð og aðrir þar sem hún þurfi að greiða svo mikið fyrir byggingaréttinn. „Þetta er auðvitað hátt verð og hlýtur að liggja í lóðaverðinu,“ segir Jórunn Frímannsdóttir borgarfull- trúi. „Borgaryfirvöld reyna að gæta þess að stofnanir og einkafyrirtæki fái ekki úthlutað lóðum og geti grætt á því.“ „Þetta er skelfilega hátt verð og alls ekki fýsilegt,“ segir Helgi Hjálmsson, formaður Landssam- bands eldri borgara. Fermetraverðið er 500 þúsund krónur Þjónustuíbúðir fyrir aldraðra á Markarreit kosta upp undir 500 þúsund krónur á fermetrann. Borgarstjóri segir slíkar framkvæmdir ekki eiga að skila arði. Landhelgisgæsla og björg- unarsveitir leituðu í gærkvöld að tveimur erlendum kajakræðurum; karli og konu. Þau lögðu af stað frá Garðskaga á laugardagsmorgun, ætluðu að þvera Faxaflóann og koma í land á Snæfellsnesi. Það hefur aldrei verið gert áður. Landhelgisgæslan hafði um miðjan dag í gær samband við báta á Faxaflóa og bað þá um að svipast um eftir fólkinu. Þegar það bar ekki árangur hófst umfangsmikil leit. Á annað hundrað björgunar- sveitarmenn leituðu frá Garðskaga að Snæfellsnesi á láði og legi. Þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt í leitinni. Aðstæður á Faxaflóa voru góðar. Þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöld var fólkið ófundið. Leituðu tveggja kajakræðara

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.