Fréttablaðið - 11.06.2007, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 11.06.2007, Blaðsíða 19
Helga Lára Pálsdóttir, þjónustufulltrúi Voda- fone, tekur á móti hundrað samtölum á anna- sömum degi. „Við fáum þúsund til fimmtán hundruð símtöl í þjón- ustuverið daglega. Eftirminnilegast er maðurinn sem komst ekki á þráðlausa netið uppi í sumarbústað og maðurinn sem vildi fá okkur til að kveikja á síma konu sinnar sem var stödd uppi á hálendinu,“ segir Helga Lára Pálsdóttir, þjónustufulltrúi hjá Vodafone. Hún segir þó flestar spurningar snúast um frelsisnotkun, reikninga og stillingar fyrir GSM og GPRS. Þjónustufulltrúarnir kynnast allri flóru mannlífsins að sögn Helgu Láru. Langflestir eru viðkunnanlegir en nokkuð samtaka á erfiðum degi. „Íslendingar fara í skap saman. Við finnum fyrir því að suma daga eru allir í góðu skapi og enn aðra eru allir móðgaðir. Þetta tengist helst útborgunar- degi og veðrinu. Síðan virðast fólk líka vera pirraðra í kringum fullt tungl,“ segir Helga Lára og segir fólkið sem brosir í gegnum símann vera helsta kostinn við starfið. „Það er ofsalega gaman þegar maður fær tækifæri til að gefa af sér. Þá grípur maður gæsina og bros- ir með fólki,“ segir Helga Lára, sem meira að segja hefur bakað fyrir viðskiptavin. „Við vorum með smáhnökra á reikningi hjá einum viðskiptavini. Hann efaðist um að þetta yrði í lagi en þá lofaði ég honum súkkulaðiköku ef þetta myndi ekki lagast. Næsta mánuð var þetta enn í ólagi og þá vissi ég að hann myndi stríða mér það sem eftir væri. Svo ég bakaði bara kökuna og færði honum, eins og ég hafði lofað,“ segir Helga Lára hlæjandi. Viðskiptavinurinn var að vonum ánægður og sendi Helgu Láru þakkarbréf. „Hann var alltaf svo ofsalega kurteis og skemmtilegur að ég hafði bara gaman af þessu. Ég held samt að ég eigi eftir að hugsa mig um áður en ég lofa fleiri kökum upp í ermina á mér,“ segir Helga Lára brosandi. Pirringur á fullu tungli Opnunartími : mánudagurinn 11.júni til föstudagsins 15 júní frá kl.11-18 frábært tilboð af sokkabuxum og nærfötum. 50 % afsl. af öllum vörum, Lyngási 11 Garðabæ ÚTSÖLUMARKAÐUR VEXTIR FRÁ AÐEINS Miðað við myntkörfu 4, Libor-vextir 23.4.2007. 3,4% Þannig er mál með vexti ... ... að það er hægt að létta greiðslubyrðina. F í t o n / S Í A SAMANBURÐUR Á LÁNUM MYNTKÖRFULÁN *** BLANDAÐ LÁN ** ÍBÚÐARLÁN LÁNSUPPHÆÐ 20.000.000 20.000.000 20.000.000 VEXTIR 4,0% * 4,4% * 5,0% GREIÐSLUBYRÐI**** 66.500 100.800 96.600 * M.v. 1. mánaða Libor vexti 23.04.2007. ** 50% íbúðarlán/50% erlent lán í CHF og JPY. *** Vextir á erlendri myntkörfu ráðast af veðsetningu og myntsamsetningu og eru á bilinu 3,4% til 4,5% m.v. myntkörfu 4. **** Mánaðarlegar afborganir fyrsta árið, lánstími 40 ár, einungis greiddir vextir af myntkörfuláninu fyrstu þrjú árin, án verðbóta eða gengisbreytinga. Reiknaðu út hvernig greiðslubyrði þín lækkar á www.frjalsi.is eða hafðu samband í síma 540 5000.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.