Fréttablaðið - 11.06.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 11.06.2007, Blaðsíða 6
6021 SÁ ALLR A ÓDÝRAS TI Kr. 8.990,- VIÐ HEIMTUM ÓDÝRA FARSÍMA GERÐUVERÐSAMANBURÐ ÓDÝRASTIBLUETOOTH SÍMINN Háskólinn á Akureyri brautskráði 372 nemendur á laugardag og er það langstærsta útskrift í sögu skólans. Af þessum hópi hafa 120 stundað fjarnám fyrir milligöngu háskólamiðstöðva og símenntunarsetra á fjórtán stöðum á landinu. Flestir útskrifuðust frá kenn- aradeild, 150 talsins. 93 útskrifuð- ust frá viðskipta- og raunvísinda- deild, 68 frá heilbrigðisdeild og 61 frá lagadeild. Konur eru yfirgnæf- andi meirihluti brautskráðra, 299 talsins, en brautskráðir karlmenn voru 73. Langstærsta út- skrift skólans Fylgist þú með hrakförum Parísar Hilton? Ætti N1 að birta eldsneytisverð á heimasíðu sinni? SR-verktakar létu erlenda verka- menn rífa hús með asbestklæðningu án þess að vera með grímur eða hlífðarfatnað. Asbestmengun getur valdið krabbameini og alvarlegum öndunarsjúkdóm- um áratugum eftir að lungun komast í tæri við asbestryk. Hinn 5. desember 2006 barst Heilbrigðiseftirlitinu kvörtun um að tíu manns væru að rífa asbest við Héðinsgötu grímulausir og án hlífðarfatnaðar. Heilbrigðisfulltrúar fóru á staðinn og staðfestu að kvörtunin væri á rökum reist. Asbestklæðning hafði verið rifin með stórvirkum vinnuvélum af veggjum tveggja húsa, að því er kemur fram í áminningu frá Heilbrigðiseftirlitinu. Auk þess að starfsmenn væru án hlífðarfatnaðar var engin aðstaða fyrir fata- og búningaskipti, nágrönnum hafði ekki verið gert viðvart um starfsemina og engin viðvörunarskilti voru hengd upp um að verið væri að rífa asbest. Ekkert vatn var notað til úðunar á asbest sem var brotið og engin tilkynning hafði borist mengunarvörnum, þrátt fyrir að Umhverfissvið hefði krafist þess áður að hvort tveggja yrði gert. SR-verktökum var veitt áminning vegna málsins, enda ber vinnuveitendum lagaleg skylda til að tryggja öryggi starfsmanna og þeirra sem koma nálægt asbestryki á og við vinnusvæði. Árný Sigurðardóttir, forstöðumaður Heilbrigðis- eftirlitsins í Reykjavík, segir SR-verktaka aldrei hafa hreyft mótmælum við áminningunni, hvorki á þeim tveimur vikum sem þeir höfðu til þess á sínum tíma, né síðar. Sigurjón G. Halldórsson, eigandi SR-verktaka, segir áminninguna bull. Um slys hafi verið að ræða þar sem grafa hafi brotið óvart úr vegg með asbesti. Þá hafi öll vinna verið stöðvuð og haldið áfram undir eftirliti starfsmanns Heilbrigðiseftirlitsins, þar sem allir voru í hlífðarbúningum. Hann vildi ekki svara frekari spurningum um atvikið. Ragnar Þórarinsson, framkvæmdastjóri fyrir- tækisins, neitaði að svara spurningum um málið. Unnu án hlífðarfata í hættulegu asbestryki SR-verktakar stefndu heilsu erlendra starfsmanna sinna í hættu með því að láta þá rífa asbest án hlífðarfatnaðar. Strangar reglur eru um niðurrif á asbesti vegna þess hve hættulegt efnið er. Heilbrigðiseftirlit áminnti fyrirtækið. Bull, segir eigandi. Upplýsingafulltrúi FL Group segir fyrirtækið ekki hafa reiknað út hversu háa upphæð það þurfi að greiða Sigurði Helgasyni, fyrrverandi forstjóra Flugleiða, eftir að Hæstiréttur felldi þann dóm að kaupréttarsamn- ingar átta launahæstu starfsmanna fyrirtækisins, sem eftirlaun Sigurðar miðast við, teldust til launa. Greint hefur verið frá því í fréttum Ríkisút- varpsins að upphæðin hlaupi á hundruðum milljóna. Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi FL Group, segist ekki geta staðfest þetta. Upplýsing- arnar séu ekki frá fyrirtækinu komnar, enda hafi upphæðin ekki verið reiknuð. „Fyrir utan það að „hundruð milljóna“ er engin tala. Það gæti þýtt tvö hundruð milljónir eða níu hundruð milljónir. En við vitum ekki upphæðina.“ Í þrjátíu ára gömlum starfslokasamningi Sigurðar segir að hann skuli til æviloka hafa sjötíu prósent þeirra launa sem hann hafði þegar hann lét af störfum. Þau laun voru hins vegar ekki föst tala, heldur tæplega áttatíu prósentum hærri upphæð en meðallaun þeirra átta starfsmanna fyrirtækis- ins sem hæstu launin höfðu. Deilan snerist um það hvort kaupréttarsamning- ar sem þeir starfsmenn hafa nýtt sér frá því að þeir voru boðnir fyrst árið 2003 væru hluti af launum þeirra. Héraðsdómur sagði svo ekki vera, en Hæstiréttur sneri þeim dómi. Sigurður á því von á ríflegum greiðslum vegna vangoldinna eftirlauna frá árinu 2003. Fulltrúar lögreglu og Vinnumálastofnunar hafa átt fundi að undanförnu vegna kæru á hendur verktakafyrirtækinu Formaco sem Vilhjálmur Birgis- son, formaður Verkalýðsfélags Akraness, VLFA, hefur lagt fram. Vilhjálmur telur að ekki sé farið að reglum við ráðningu erlendra starfsmanna hjá fyrirtækinu. „Ég hef bent á atriði þar sem ég tel að ekki sé farið að lögum. Skráningu mannanna er til dæmis verulega ábótavant,“ segir Vilhjálmur. Hann segir starfs- mennina ekki með íslenska kennitölu né dvalarleyfi þrátt fyrir að hafa starfað hér á landi í hálft annað ár. Þetta er algjörlega andstætt lögum og skekkir alla samkeppnis- stöðu gagnvart öðrum fyrirtækj- um,“ segir Vilhjálmur Birgisson. Hefur kært Formaco Filippus prins, eiginmað- ur Elísabetar Englandsdrottning- ar, er dýrkaður sem guð af frum- byggjaættflokki á eyju í Vanúatú-eyjaklasanum í Suður- Kyrrahafi. Að því er greint er frá á frétta- vef breska útvarpsins, BBC, hófst þessi dýrkun á Filippusi upp úr árinu 1960, en á þeim tíma var Vanúatú enn bresk-frönsk nýlenda og bar nafnið New Hebrides (Nýju Suðureyjar). Í aldaraðir höfðu íbúar á eynni Tanna trúað goð- sögn um að sonur fjallsanda myndi einn góðan veðurdag ber- ast yfir hafið í leit að öflugri konu til að kvænast. Samkvæmt goð- sögninni yrði þessi guðumlíka vera ljós á hörund, ólíkt heima- mönnum. Einhvern veginn fór svo að þessi goðsögn var heimfærð upp á Filippus prins – sem vissulega hafði kvænst ríkri og voldugri konu. Þessi trú hlaut byr undir báða vængi þegar drottningin og Filippus prins komu í opinbera heimsókn til eyjaklasans árið 1974. „Hann er guð, ekki maður,“ hefur fréttaritari BBC eftir Jack Naiva, þorpshöfðingja á Tanna. 86 ára afmæli prinsins var fagnað með mikilli veislu í þorpinu á sunnudag. Dýrka Filippus prins sem guð Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að hann teldi ráðleg- ast að loka tafarlaust herfang- elsinu við Guant- anamo-flóa á Kúbu og flytja fangana í fangelsi í Banda- ríkjunum. Guantanamo- fangelsið, þar sem um 380 meintum „óvinveittum bardagamönnum“ er nú haldið föngnum í nafni „stríðsins gegn hryðjuverkum“, hefur að sögn Powells skaðað ímynd Bandaríkj- anna í heiminum. „Ef ég fengi einhverju um það ráðið myndi ég loka Guantanamo. Ekki á morgun, heldur strax í dag,“ sagði hann. Vill láta loka Guantanamo Rúmlega þrítugur maður hefur verið handtekinn í Svíþjóð grunaður um að hafa smitað tvær stúlkur af HIV. „Við teljum að hann hafi verið í sambandi við alls um 130 stúlkur og ungar konur sem hann hitti á netinu,“ segir Diana Sundin hjá lögreglunni í Stokk- hólmi á vefútgáfu Aftonbladet. Maðurinn notaði nafnið „Hot Boy“ og eiga brotin að hafa átt sér stað 2003-2006, meðal annars í hverfinu Hässelby og Nynäs í Stokkhólmi. Maðurinn, sem er breskur ríkisborgari, hefur verið HIV-jákvæður í fimmtán ár. Hann er grunaður um gróft ofbeldi og HIV-smitburð. Smitaði tánings- stúlkur af HIV Bíll valt í Hvalfjarðargöng- unum um kvöldmatarleytið í gær. Var göngunum lokað af þessum sökum á meðan hreins- unarstarf fór fram. Ein kona var í bílnum en hún var komin úr honum þegar lögreglu bar að. Hún er ekki talin alvarlega slösuð. Ekki er vitað hvað varð til þess að bíllinn valt. Hvalfjarðar- göngum lokað

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.