Fréttablaðið - 11.06.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 11.06.2007, Blaðsíða 4
NÝJAR OG BETRI JÚMBÓ HYRNUR Í NÆSTU VERSLUN Sex manns fundust látin af skotsárum í íbúðarhúsi í Delavan í Wisconsin, um 60 km suðvestur af Milwaukee, að því er lögregla greindi frá í gær. Auk þess fannst tveggja ára stúlku- barn með skotsár á brjósti í bíl skammt frá húsinu. Stúlkan er nú þungt haldin á sjúkrahúsi. Lík fólksins fundust er lögregla rannsakaði tilkynningu frá nágrönnum um að skothvellir hefðu heyrst í húsinu á laugar- dagskvöld. „Þetta er harmleikur. Þetta versnar stöðugt,“ sagði íbúi úr nágrenninu sem stóð og baðst fyrir á vettvangi. Sex manns finnast skotin Kona slasaðist alvarlega í umferðarslysi sem varð á Landsvegi við Galtalæk um kvöldmatarleytið á laugardag. Konan var farþegi í jeppa sem valt en ekki er vitað hvernig slysið bar að. Maður sem einnig var í jeppanum slapp með minniháttar meiðsli. Þau eru bæði erlendir ferðamenn. Fólkið var flutt með sjúkrabíl til Reykjavíkur og liggur konan nú á gjörgæsludeild Landspítal- ans. Erlendir ferða- menn veltu bíl Ríkisstjórnarflokkar frjálslyndra og sósíalista biðu afhroð í kosningum til belgíska sambandsþingsins í gær, samkvæmt fyrstu tölum eftir að kjörstöðum var lokað. Kristilegir demókratar, burðarflokkur stjórnarand- stöðunnar síðastliðin átta ár, unnu mikinn kosninga- sigur og formaður flæmska hluta flokksins, Yves Leterme, tjáði flokksmönnum sínum í gærkvöld: „Það er kominn tími til breytinga. Þjóðin vill nýja stefnu.“ Leterme er líklegastur til að verða forsætisráðherra í ríkisstjórn sem kristilegir færu fyrir. Þegar hátt í helmingur atkvæða hafði verið talinn voru kristilegir með 32,2 prósent atkvæða í flæmsku- mælandi hluta Belgíu, sex og hálfu prósentustigi meira en í síðustu kosningum, en Frjálslyndir, flokkur Guy Verhofstadts forsætisráðherra, aðeins 18,7 prósent, sex prósentum minna en síðast. Sósíalistar tapa einnig stórt í báðum landshlutum. Hinn útlendingafjandsamlegi Vlaams Blok fékk samkvæmt sömu tölum 19,1 prósent atkvæða og er þar með annar stærsti flokkurinn í flæmska hluta Belgíu, þar sem sex milljónir af alls 10,5 milljónum Belga búa. Leggur áherslu á að flokkurinn sé á miðju Valgerður Sverrisdóttir var kjörin varaformaður rússneskri kosningu á miðstjórnar- fundi Framsóknarflokksins í gær. Hún er fyrst kvenna til að gegna þessu embætti. Jón Sigurðsson tekur ábyrgð á ósigrinum og Guðni vill „hjartalag á vinstri væng“. „Við erum flokkurinn á miðjunni og viljum vera það áfram. Það er ásókn inn á miðjuna en við teljum að aðrir flokkar eigi ekki erindi þangað,“ segir Val- gerður Sverrisdóttir, en hún var í gær kjörin varaformaður Fram- sóknarflokksins á miðstjórnar- fundi á Grand Hótel. Valgerður segir flokkinn ætla að stunda „ábyrga stjórnarand- stöðu“ og velja sín baráttumál vandlega. Hún óskar nýrri ríkis- stjórn alls hins besta en sýnist stjórnin ekki hafa farið allt of vel af stað. Varaformaðurinn segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi á fundinum og þar hafi komið fram mikil samstaða og baráttuvilji. „Nú horfum við beint áfram,“ segir hún. Valgerður fyllir nú það skarð sem Guðni Ágústsson skildi eftir 23. maí þegar hann tók við for- mennskunni af Jóni Sigurðssyni. Fráfarandi formaður, Jón Sig- urðsson, leit í ræðu yfir síðustu mánuði og hrakfarir flokksins í kosningum. „Ábyrgð mín sem þáverandi formanns á þessum óförum er mikil,“ sagði hann. Frá- farandi formaður skilgreindi flokkinn sem miðjuflokk „í and- stöðu gegn sambræðingi hægri- manna og jafnaðarmanna“. Aðrir sæju um vinstri vænginn. Um leið lýsti hann nýrri ríkis- stjórn sem hægrisinnaðri og sagði efst á baugi í velferðarmálum að „losa um sameiginleg samhjálpar- kerfi þjóðarinnar“. Jón kvað og fylgistap flokksins eiga sér langan aðdraganda. Fram undan væri hins vegar „sóknar- og sigur- ganga“ því þjóðin þyrfti á flokkn- um að halda. Guðni Ágústsson, formaður flokksins, var einnig bjartsýnn í sínu ávarpi. Hvatti hann félaga sína til að kveðja „sundurlyndis- fjandann sem leikur alla grátt“ og horfa fram á veginn. Tryggja þyrfti að skellur síðustu kosninga endur- tæki sig ekki. Framsókn gæti byggt upp fylgi á höfuðborgarsvæðinu, það hefði Sigurður heitinn Geirdal sannað í Kópavogi. Formaðurinn reifaði erfið mál síðustu stjórnar en rakti ósigurinn einnig til þess að innri samstaða flokksmanna hefði brostið. Hann sagði flokkinn eiga að vera til miðju „með hjartalag yfir á vinstri væng“. Guðni lét ekkert uppi um hvort hann byði sig fram til áframhald- andi formennsku á næsta flokks- þingi. Danskir skipverjar, sem var rænt undan ströndum Sómalíu fyrir viku, eru enn í haldi mann- ræningja. Dönsk yfirvöld segja að ekki sé vitað annað en að þeim líði vel. Þau gáfu hvorki nánari skýringar á líðan þeirra né hvort lausnargjalds hefði verið krafist. Skipið Danica White var á leið frá Dubai til Kenía þegar því var rænt á alþjóðlegu hafsvæði ásamt danskri fimm manna áhöfn þess. Bandarískt orrustuskip skaut nokkrum viðvörunarskotum yfir skipið eftir að því hafði verið rænt. Orrustuskipið hætti eftirförinni þegar Danica White sigldi inn í sómalska landhelgi. Yfirvöld segja að þeim líði vel Hvatningarverðlaun og nemendaverðlaun menntaráðs Reykjavíkurborgar voru afhent í fimmta sinn við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Hvatningarverðlaun mennta- ráðs hlutu Grandaskóli fyrir verkefnið Tónlistaruppeldi, Víkurskóli fyrir verkefnið Námsmarkmið í lestri og Öskju- hlíðarskóli fyrir verkefnið Tumi og fjársjóðurinn. Viðurkenningar menntaráðs hlutu Húsaskóli fyrir verkefnið Lifandi bókasafn, Laugarnesskóli fyrir verkefnið Katlagil og Foldaskóli fyrir verkefnið Flott án fíknar. Alls fengu þrjátíu grunnskóla- nemendur í Reykjavík afhent nemendaverðlaun menntaráðs. Hvatningar- verðlaun afhent

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.