Fréttablaðið - 11.06.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 11.06.2007, Blaðsíða 8
Launa miðan s Suma rbón us P IP A R • S ÍA • 7 11 25 Skafðu hér og þú getur unnið 100.000 kr. á mánuði næstu 120 mánuðina. Alls 12 milljónir skattfrjálst! Skafðu hér og þú getur unnið milljón strax! Fullt af glæsilegum aukavinningum í boði fyrir þá sem taka þátt: • Sólarlandaferð með Úrval Útsýn • Borgarferð með Úrval Útsýn • Flug innanlands með Flugfélagi Íslands • Leikhúsmiðar í Borgarleikhúsið • Gisting fyrir tvo á Hótel KEA • Leikhúsmiðar hjá Leikfélagi Akureyrar • Kvöldverður á Einari Ben • Ísveisla frá Kjörís • Bíómiðar í Háskólabíó • Launamiðar Ef þú færð ekki vinning skefur þú hér og slærð inn númerið á www.hhi.is og ferð í lukkupottinn. Mundu að geyma miðann. Kíktu á www.hhi.is 1. útd ráttu r 13.jún í! Verum með fallegar tær í sumar! NÝTT Bylting í meðferð á fótsveppi … – sveppasýkingarlyfið sem einungis þarf að bera á einu sinni! FÆST ÁN LYFSEÐILS Lamisil Once 1% húðlausn inniheldur 10 mg af terbínafíni (sem hýdróklóríð). Lamisil Once er einskammta meðferð við fótsvepp (tinea pedis). Ekki má nota Lamisil Once ef til staðar er ofnæmi fyrir terbínafíni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins. Lamisil Once er eingöngu ætlað til útvortis notkunar. Lyfið er eingöngu ætlað til húð-meðferðar á fótum. Lamisil Once á ekki að nota á meðgöngu nema brýna nauðsyn beri til. Konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Lamisil Once. Börn og unglingar undir 18 ára aldri eiga ekki að nota lyfið þar sem reynslu skortir af slíkri notkun. Lyfið á einungis að bera á einu sinni. Best er að bera Lamisil Once á húðina eftir sturtu eða bað. Lyfið verður að bera á báða fætur, jafnvel þótt einkenni sjáist einungis á öðrum fæti. Þetta tryggir algjöra eyðingu sveppsins. Hann getur leynst víðar á fótum þótt ekki sjáist nein merki um hann. Lamisil Once er mild lausn og ertir sjaldnast húðina. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega leiðbeiningarnar sem fylgja hverri pakkningu. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Kirkjulundi 17, 210 Garðabæ. Störfum á Reykja- nesi mun fjölga um rúmlega eitt þúsund ef 250 þúsund tonna álver verður reist í Helguvík. Atvinnu- tekjur munu aukast um rúma þrjá milljarða og íbúunum fjölga um hátt í tvö þúsund manns. Forsenda íbúafjölgunar á Suður- nesjum er að fyrir hvert starf sem skapist vegna álversins fjölgi íbúum um tvo. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Samtaka atvinnulífs- ins. Þá er ætlað að skatttekjur Reykjanesbæjar muni aukast um fimmtung og verða rúmum 600 milljónum króna hærri en ella frá árinu 2015 ef álver taki til starfa í Helguvík. Skatttekjur annarra sveitarfélaga á Suðurnesjum auk- ist um tæpar 200 milljónir á ári og á höfuðborgarsvæðinu aukist þær um 100 milljónir. Tekjuskattur til ríkisins muni nema einum milljarði, trygginga- gjald skili 270 milljónum og tekjuskattgreiðslur fyrirtækis- ins nemi 1-2 milljörðum króna á ári. Telja að störfum fjölgi um þúsund Þjónustuíbúðir fyrir aldraða sem eru í byggingu á Markarreit við Suðurlandsveg kosta allt að 500 þúsund krónur á fermetrann. Eignarhaldsfélag Nýsis stendur að byggingu þessara 78 þjónustu- íbúða þar sem íbúðirnar kosta á bilinu 31 til 68 milljónir. Dýrasta íbúðin er 139 fermetrar og kostar tæpar 68 milljónir. Hæsta fer- metraverðið er nálægt 500 þús- und krónum. Sambærilegar íbúð- ir hjá Samtökum aldraðra kosta um 20 milljónir; 200 þúsund á fer- metrann miðað við 100 fermetra íbúð. Árið 2005 fékk sjálfseignar- stofnunin Markarholt bygginga- rétt á reitnum gegn greiðslu gatnagerðargjalda. Nýsir keypti Markarholt ári síðar og tók yfir byggingaréttinn. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri sagði á borgarráðsfundi að þessi fram- kvæmd ætti ekki að skila arði til eins eða neins heldur skila betri og öruggari búsetuúrræðum fyrir eldri borgara. Staðgreiða skal andvirði íbúð- arinnar og öðlast kaupandi með því búseturétt til dauðadags. Við uppsögn samnings endurgreiðir Nýsir framreiknað virði íbúðar- innar sem miðast við vísitölu neysluverðs, breytingar á fast- eignamati og breytingar á bruna- bótamati. Af þessu dregst tveggja prósenta umsýslugjald. Einnig fer eitt og hálft prósent í afskriftir fyrir hvert leiguár. Samtök aldraðra stóðu fyrir byggingu þjónustuíbúða við Sléttuveg fyrr á þessu ári. Á fundi sem haldinn var með íbúunum á dögunum kom fram að meðalverð íbúða var tæplega 21 milljón króna og meðalfermetraverð því innan við 130 þúsund krónur. Ekki náðist í Vilhjálm Þ. Vil- hjálmsson borgarstjóra í gær. Búseturéttur til dauðadags Einkafyrirtæki bjóða eldri borgurum upp á íbúðir með búseturétti til dauðadags. Fyrirtækin fá lóðir afhentar á lágmarksverði. Framkvæmdirnar eiga ekki að skila arði, að mati borgarstjóra.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.