Fréttablaðið - 11.06.2007, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 11.06.2007, Blaðsíða 48
Lyfja Lágmúla Lyfja Smáratorgi Opið 8-24 alladaga - Lifið heil Hér áður fyrr dóu flestir á miðjum aldri með smalaprik- ið eða skörunginn í hendi án þess að hið opinbera þyrfti að hafa af þeim áhyggjur. Einstöku kerlingar voru þó lífseigar og voru kallaðar „ömmur“. Ömmur nýttust til textíl- vinnu og barnagæslu á daginn en komu í stað útvarps eða sjónvarps á kvöldin. Nú hefur fólk vanið sig á að lifa árum, jafnvel áratugum saman eftir að ekki er þörf fyrir það lengur. Að sjálfsögðu er ekki hægt að hafa gamalmenni inni á nútímaheimilum og verður því hið opinbera að byggja sérstök elli- og hjúkrunarheimili með ærnum til- kostnaði. þarfara hægt að gera við þessa peninga. Til dæmis að fjölga sendiráðum, hækka smánarlaun stjórnenda hjá ríkinu og bæta eftirlaunakjör kjörinna fulltrúa svo að einungis forgangs- mál séu nefnd. Það er því tíma- bært að koma með sparnaðar- hugmynd áður en ný og verkfús ríkisstjórn byrjar að byggja ara- grúa af óþörfum elli- og hjúkrunar- heimilum. í reglugerð um elli- og hjúkrunar- heimili eru 13.330 kr. Langir bið- listar eru eftir svona plássum, 400 manns síðast þegar ég vissi. Þetta væri hægt að leysa á einum degi. reka svo- nefnd skemmtiferðaskip, eitt slíkt heitir Princess Cruise. Ódýr- asta einstaklingsfargjald sem ég fann var 129 dalir á dag. En þá er verið að tala um einn einstakling í eina viku í gluggalausri káetu. Ef heilbrigðisráðherrann okkar hringdi í Princess Cruise og bæði um hópafslátt fyrir tíuþúsund far- þega, ekki í viku heldur til eilífðar, væri hægt að ná fínum samning- um, segjum 135 dali á dag fyrir káetu með kýrauga, eða 8.640 kall á mann, plús 10 dollara í þjórfé, samtals 9.280 kr. Opinber sparn- aður væri því 4.000 kr. pr. gamal- menni pr. dag – og það munar um minna. er fullkomin aðstaða, læknar, hjúkkur, tækjasalir, sund- laugar, matur eins og hver vill, herbergisþjónusta, hjólastólaþjón- usta, spilavíti og kapella. Jarðar- farir eru ókeypis því að við skips- hlið bíður hin vota gröf – og mikill sparnaður að þurfa ekki að leggja fokdýrar byggingarlóðir í þéttbýli undir kirkjugarða. Sigling við sólarlag

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.