Fréttablaðið - 11.06.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 11.06.2007, Blaðsíða 12
 Strandsiglingar eru hafnar á ný við Ísland. Ari Axel Jónsson, eigandi fyrirtækisins Dreggs, hefur keypt flutningaskip sem hvort tveggja er ætlað til útflutnings og strandsiglinga í kringum Ísland. Skipið var vígt á Akureyri á föstudag við fjöl- menni og hlaut nafnið Axel. Eftir vígsluna var haldið til Ísafjarðar til að kynna skipið þar og náði blaða- maður tali af Ara á stíminu þangað. „Landsbyggðin er með hellingsmarkað og marga í sömu stöðu og ég hefur dreymt um að hafa flutn- ingaskip sem gengur hringinn í kringum landið,“ sagði Ari. „Ég geri mér hins vegar fulla grein fyrir því að strandsiglingar eins og þær voru áður heyra sögunni til.“ Skipið á því einnig að sinna útflutningi. Það er frystiskip, er með 140 gámaeiningar og aðstöðu fyrir lausavöru og er búið öflugum krönum. „Þetta kostaði augun úr,“ svaraði Ari spurður um verðið á skipinu. Stofnað hefur verið fyrirtækið Dregg Shipping sem heldur utan um skipið. Ari er eigandi þess en framkvæmdastjóri er Bjarni Sigurðsson. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands telur að þeir sem stóðu að undirskriftum gegn hausa- þurrkun Laugafisks á Akranesi hafi haft fyrirtækið fyrir rangri sök. Meint ólykt af starfsemi fyrir- tækins hafi í raun stafað frá fiski- mjölsverksmiðju HB Granda þar í bænum. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu skrifuðu 603 íbúar á Akranesi undir mótmælaskjal gegn starfsemi Laugafisks og lögðu meðal annars til að starfsemin yrði flutt í iðnaðarhverfi fyrir utan bæinn þar sem ólykt af hausa- þurrkun fyrirtækisins væri óþol- andi. Mótmælin beindust einnig gegn miklum óþef frá fiskimjöls- verksmiðju HB Granda. Í ábendingum til Akraneskaup- staðar segir Heilbrigðiseftirlit Vesturlands að Laugafiskur hafi lagt í nokkurn kostnað til að bæta mengunarvarnir. Starfsemin hafi á liðnum misserum farið að skilyrð- um sem sett séu í starfsleyfi frá heilbrigðiseftirlitinu. Kvörtunum frá íbúum hafi fækkað mikið frá því í lok árs 2004 er gerðar hafi verið kröfur um að allt hráefni kæmi ísað til vinnslunnar. Engin kvörtun hafi borist á þessu ári og heilbrigðiseftirlitið hafi aldrei áminnt Laugafisk formlega. Starfsemi fiskimjölsverksmiðju HB Granda heyrir ekki undir heil- brigðiseftirlitið heldur Umhverfis- stofnun. Bæjaryfirvöld á Akranesi bíða enn umsagnar stofnunarinnar um HB Granda. Ólyktin er ekki frá Laugafiski Menntasjóður Kaup- þings banka hefur ákveðið að styrkja Háskólann á Bifröst um 30 milljónir króna. Frá þessu greindi dr. Ágúst Einarsson, rektor Háskólans, í ræðu á háskólahátíð þar vestra í gær. Helming fjárins á að nota til nám- skeiða í meistara- námi í alþjóðlegum banka- og fjármála- fræðum en hinn helminginn skal nota til að ráða erlenda kennara og til rannsókna, útgáfu og ráðstefnuhalds. „Það er mikilvægt að hin öflugu fyrirtæki í landinu styrki skólana með þessum hætti og þetta er höfðinglegt framlag Kaupþings banka,“ segir Ágúst. Kaupþing styrkir Bifröst Leiðtogi stjórnarandstöðu- flokks á Spáni hyggst flytja frumvarp þess efnis að skipuð verði nefnd sem hefði það hlutverk að semja texta við þjóðsöng Spánverja. Þjóðsöngurinn var tekinn upp síðla á átjándu öld. Honum hefur aldrei fylgt texti, þrátt fyrir fjölda tilrauna til að semja einn slíkan. Mariano Rajoy, flutningsmaður frumvarpsins, segir að þing- nefndin ætti að geta samið laglegt vers við þjóðsönginn á tveimur til þremur vikum. Margir hafa þó líst efasemdum um að nefnd geti valdið svo listrænu verki. Nefnd semji ljóð við þjóðsönginn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.