Tíminn - 21.12.1980, Blaðsíða 2
2
Stihtiudágúf 21. desember Í980
— Það var nú mjög fábyggt
þar, þetta var fyrst og fremst
bújörð og aðeins örfá hús og
enginn vegur lá þangaö. Sam-
göngurnar byggðust á strand-
feröaskipunum. Þeir, sem
bjuggu þarna, uröu aö sjá sér
fyrir mjólk og ýmsum öðrum
vörum sjálfir, og fyrstu
mjólkurdýrin voru geitur. Þaö
var litið um fóður, og auðveld-
ara var að afla fóðurs handa
geitum en kúm. Um 1930 beitti
ég mér fyrir því að fá dráttar-
vél, svokallaöa hjóladráttarvél,
þá fyrstu í Norður-Þingeyjar-
sýslu. Kringum hana var
stofnað Jarðræktarfélag
Raufarhafnar. Við ræstum mýri
fyrir ofan þorpið, plægöum með
dráttarvélinni 9 hektara og
ræktuöum landið. Þar fékkst
nóg fóöur, og eftir það hættu
menn að hafa geitur, en fengu
sér kýr I staðinn. Geiturnar
þóttu heldur leiðinlegar. Þær
sóttu mikiö i túnið eftir aö þaö
kom, og engin girðing stóðst
fyrir þeim.
— Hvernig hófst uppbygging
staðarins?
— 1925 byggði Norðmaöur
nokkur sildarverksmiðju á
Raufarhöfn, heldur litla og
ófullkomna sem bræddi 1000
mál á sólarhring. Mál er mæli-
eining, sem alltaf var notuð á
sildarárunum, og 1 mál er 135
kiló. En áriö 1935 keypti rikið
verksmiðjuna af Norðmannin-
um og byggði síðan stóra verk-
smiöju 1940.
— Þá hefur farið að fjölga?
Já, það fjölgaði, sérstaklega
eftir að stóra verksmiðjan kom.
Aður var aöeins atvinna yfir
sumarmánuðina en atvinnutim-
inn lengdist mjög viö tilkomu
verksmiöjunnar, var þó ekki
allt árið. Það voru mikil átök
um aö byggja þessa stóru verk-
smiöju. Ég barðist fyrir þvi og
skrifaði nokkrar greinar I Nýja
dagblaðinu um máliö. Ég er
ekki frá þvi að þessar greinar
hafi haft nokkur áhrif á það, að
verksmiðjan var reist á Raufar-
höfn. Alþingi haföi þá ákveöið,
að reist yrði 10.000 mála verk-
smiðja, og skipuö var nefnd til
að ákveða staðarvaliö. Kristján
Bergsson, þáverandi formaöur
Fiskifélags Islands, var i þess-
ari nefnd. Hann sagði við mig,
þegar nefndin kom til Raufar-
hafnar, aö verksmiðjan myndi
aldrei veröa byggð á Raufar-
höfn. Ég svaraöi þvi til, aö hún
skyldi nú samt verða byggð þar.
Og svo fór. Útgerðarmenn á
Suöurnesjum tóku undir það
með mér að fá verksmiöjuna á
Raufarhöfn og nefndin skipti
þessari 10.000 mála verksmiðju
I tvennt. Annar helmingurinn
var byggöur á Raufarhöfn og
hinn á Siglufirði.
Ég var hins vegar aldrei i
stjórn verksmiðjunnar, það
voru Ihaldsmenn, sem stjórnuðu
henni, og ég var framsóknar-
maður. Ég var I hálfgerðu banni
hjá þeim.
Verkalýðsfélag til höfuös
Hólmsteini
— Hvernig var meö verka-
lýðssamtökin á staönum?
— Ja, við höfðum verkalýðs-
félag þarna, og ég var I stjórn-
inni. En Alþýðuflokksmenn af
Siglufiröi komu og stofnuðu
annað verkalýðsfélag. Þeir voru
ekki ánægðir með, að fram-
sóknarmaður skyldi vera I for-
svari fyrir verkalýösfélaginu á
Raufarhöfn.
— Gekk nokkur maður I nýja
félagið?
— Ég hafði nú verkamennina
á Raufarhöfn meö mér, en það
dugði ekki til. Við fengum ekki
að vera I ASl. Nýja félagiö fékk
eitt inngöngu i Alþýöusam-
bandið, og það réð úrslitum. Ég
fékk svo ekki að ganga I nýja
félagiö, þvi að þeir sögðu, aö ég
væri atvinnurekandi, af þvl að
ég var afgreiðslumaður skip-
anna.
— Það hefur verið þröngt um
framsóknarmenn á Raufarhöfn
á þessum árum?
— Ja, ég fékk hvorki aö vera I
sildarverksmiðjunni né verka-
lýösfélaginu.
— Voru einhverjir
kommúnistar á Raufarhöfn á
þessum árum?
— Já, já, þeirkomu þarna upp
úr 1930. Kommúnisminn byrjaði
austur á f jörðum og barst þaðan
til Raufarhafnar. Það voru sjó-
menn af Fáskrúösfirði sem
komu fyrst með bakterluna.
Hún dafnaði um skeiö en nú er
minna um þetta. Þó eru ein-
hverjir Alþýðubandalagsmenn
á staðnum.
— Þú sagöir, að Norðmaður
hefði byggt fyrstu sildarverk-
smiöjuna, voru margir út-
lendingar á Raufarhöfn á þeim
árum?
— Já, það var fjöldi Norð-
manna þarna. En þeir settust
litið að, það var aöeins einn
norskur maður, sem bjó þar til
dauöadags.
Hitti Knut Hamsun
— Ég ferðaðist til Noregs að
gamni mínu, og var þar einn
vetur. Ég fór þar dálltiö um og
hitti m.a. Knut Hamsun af til-
viljun og vakti með honum heila
nótt. Við vorum á strandferöa-
skipi, sem Bergenska félagið
átti og hét Miðnætursólin. Ég
var á leiðinni frá Bergen til Ala-
sunds og Hamsun var þar á
ferð með dætrum sinum tveim-
ur, sem voru sjóveikar og uppi á
dekki. Þar hitti ég Hamsun ,
þar sem hann var að vaka yfir
þeim.
Við fórum aö skrafa saman og
það barst I tal, að ég væri Is-
lendingur og á 3. farrými. Með
mér var Norömaður frá
Raufarhöfn. Seinna um kvöldiö
kom Hamsun niður til okkar og
við tókum aftur tai saman.
Hann spjallaöi um ferðir sinar,
þegar hann fór til Ameriku og
Grænlands og sagöi að sig
langaði til Islands. En það varð
aldrei af þvi. Hann lenti I þvl I
striðinu að veröa hálfgeröur
kvislingur, og það fór illa með
irykti hans. Hann hafði mikinn
áhuga á Islandi og spurði mig
margs.
Ég lagði mig eitthvað en fór
svo aftur upp á þilfar og þá er
Knut ennþá á vappi. Hann fór aö
segja mér ýmislegt um eyjarn-
ar og á hverju menn lifðu þar.
Hann var hinn viðtalsbesti,
karlinn.
— Hefuröu lesið mikiö eftir
hann?
— Já, þó nokkuð, en ég hef
ekki náð I allar bækurnar hans.
Unga fólkiö spillt af
eftirlæti
— Segðu mér meira frá
Raufarhöfn og athöfnum þínum
þar.
— Ég tók þátt I slldarsöltun-
inni um tima. Ég hafði bryggju
fram af húsinu mlnu og fékk
takmarkað að stækka hana,
fékk aðeins að lengja hana, en
ekki að breikka. Ég var I félagi
með Einari Guðfinnssyni á
Bolungavik. Hann átti skip, og
ég fékk sild frá þeim. Ég varð
að hætta, þegar sildin tregaöist,
þvi að það gekk hægt að losa
skipin hjá mér vegna pláss-
leysis og) þau vildu heldur leggji
upp þar, sem fljótar gekk að
losa. Ég var I rauninni alveg
konkúreraður út, og gat ekki
haldiðfólki. Þess vegna hætti ég
nokkru áður en slldin hvarf, um
1960.
— Þú hefur ekki fariö að gera
út sjálfur?
— Nei, ég átti ekkert við það.
Ég átti aö visu um þær mundir
12 tonna mótorbát, sem ég
notaöi við að afgreiöa skipin, en
meira var það ekki.
Svo hvarf sildin. Það var
slðast saltað að ráði um 1965, en
eftir það var aðeins tekið úr
tunnum, sem saltað var I um
borð I skipum norður viö Jan
Mayen eða lengra norður I höf-
um. Þetta var óskaplegt áfall,
þvi að þetta var aðalbjargræðið,
og þaö hætti eiginlega allt
annað. Lítið var um þorskinn,
hafði verið dálítið um hann á
striðsárunum, en eftir strið
komu togararnir, og þá fór að
minnka um afla fyrir smábát-
ana frá Raufarhöfn.
— Þið voruð með tappatogara
þarna, björguðu þeir ekki ein-
b"erju?
— Jú, ég fór til Austur-Þýska-
lands 1957 til að ná I tvo slika
báta til Raufarhafnar. Þaö
þurfti að breyta þeim, og ég
hafði umsjón með þvi. Illa gekk
að gera þá út eftir heimkomuna,
þvi að þegar viðreisnarstjórnin
tók við, fengum við ekki lán til
veiðarfærakaupa og reksturs.
Við urðum þvi að selja skipin.
Þvl var haldið fram, að þetta
væru óhagkvæm skip, en
staöreyndin er sú, að þetta voru
mjög góö sjóskip og hefðu dugað
vel, ef peningar hefðu fengist til
reksturs.
— Hvernig list þér á unga
fólkið?
— Unga fólkiö er kröftug kyn-
slóð. Ég er farinn að lifa meö 6.
kynslóðinni. Ungt fólk er ákaf-
lega mennilegt, margt gott I þvl,
en það versta er, að allt hefur
verið látið eftir þvl, og eftir-
lætisbörnum hefur alltaf gengið
fremur illa aö komast af. Það
verður sifellt aö koma fólk utan
af landsbyggðinni til borgarinn-
ar, því aö þaö er alltaf hætt á aö
fólk úrættist I borginni. Kjarni
þjóöarinnar er i sveitunum.
— Viltu segja eitthvað aö lok-
um?
Já, ég tel mig hafa verið
gæfumann I llfinu, þegar alls er
gætt, þótt stundum hafi á bátinn
gefið. Ég átti góða foreldra, sem
ég unni og ástrlka eiginkonu,
sem hefur þolað með mér súrt
og sætt I fimmtlu og fimm ár og
átti með mér sjö börn, sem öll
komust til manns og starfa I
okkar þjóðfélagi. Ég get tek'ið
undir það með fornkunningja
mlnum, Magnúsi Stefánssyni,
sem margir þekkja eflaust bet-
ur sem Orn Arnarson, að það er
gaman að hafa lifað svo langan
dag.
IGNIS
Stærsta
kælitækjaverksmiöja
í Evrópu
54,8 cm
47.5 cn:
54,8 cm
45.5 cm 60 cm
ARF
787
788 _
140 L
ARF
867
869
ARF
790
ARF
792
ARF
784
160 L
180 L
220 L
270 L
59,5 cm
ARF
794
340 L
Atfwgið: Tökum notaða skápa uppí nýja.
60 cm " 60 cm
440 L 225 L 265 L 275 L 310 L 350 L 410 L 380 L
RAFIÐJAN H.F.
Kirkjustræti 8 Simi: 19294
44,5 cm 72,5 cm
55 L 90 L 100 L