Tíminn - 21.12.1980, Síða 15
Sunnudagur 21. desember 1980
n ;i A i ii ‘i;i!:
15
Þessi mynd af heybandslest á Efri-Brú er tekin um 1940.
Ingólfur Davíðsson:
Byggt og búið
í gamla daga
314
Guömundur Guömundsson,
bóndi Efri-Brú i Grimsnesi
hefur léö nokkrar skemmtilegar
fénaöarmyndir i þáttinn, flestar
teknar um 1940, en ein 1910.
Löngum vorumargir sauðir á
búinu, en þeim fækkaði mikið
eftiraö mæðiveikin fór að herja
á féð. Hringhymdi sauðurinn
var forystusauður. Sauðirnir
eru flestir vaninhyrndir, þ.e.
strax og þeir voru tekni r á gjöf
fyrsta vetur voru boruð göt i
endana á hornunum og dregnir i
þau þvengir sem voru strekktir,
en siðan var tilviljun hvaöa
form hornin tóku á sig.
Siðustu sauðunum var fargað
um 1950. Myndimar em teknar
af fénu i rétt, hlaðinni úr grjóti.
A einni sjást nokkrir hvitir og
móhöttóttir sauðir.
A annarri mynd fleiri hvitir,
svartir og gráir. Þar sést og
hringhyrndi forystusauðurinn.
A þriðju mynd sér yfir fjár-
hópinn, sauði og ær, sá hring-
hyrndi i forgrunni.
Ein mynd var tekin við
beitarhúsin árið 1949. Tals-
verður snjór þó þetta sé á
sumardaginn fyrsta.
Svo sjáum við langa hey-
bandslest á Efri-Brú. Og-
mundur Guðmundsson fer
á milli. Enskur maður tók
myndina árið 1910.
A annarri heybandslest sér i
fjárhús eða beitarhús. Milli-
ferðamaður situr á brúnum
hesti, hundur skokkar með lest
inni. Varla sér I hestana fyrir
siðum böggunum.
Fé i rétt á Efri-Brú í Grimsnesi um 1940. Sauöir á Efri-Brú i Grimsnesi um 1940
Hringhyrndur forystusauöur.
Beitarhús á Efri-Brú á sumardaginn fyrsta 1949. Sauðahópar á Efri-Brú I Grimsnesi um 1940
I
Heybandsiest á Efri-Brú. Myndin tekin af enskum manni áriö 1910. ögmúndur Guömundsson fer á
milli. )
Guömundur
Daníelsson
Jarlinn af
Sigtúnum
ogfleirafólk
Viótölogþættir
„Viðtalsbækur Guðmundar Daníelssonar eru
orðnar margar og geyma orðið fjölskrúðugt mann-
lífsmyndasafn og spanna þar harla breitt reynslu-
svið... Til viðtalanna hefur Guðmundur einnig sótt,
þó með ólíkum hætt sé, efnivið til skáldverka sinna
og einnig í þeim skilningi eru þessar viðtalsbækur
harla merkilegar."
Erlendur Jónsson, Morgunbl. 4. des. 1980
„...Þá hefur Guðmundur m.a. langt samtal við há-
aldraða móður sína, Guðrúnu S. Guðmundsdóttur
frá Guttormshaga, um hátíðir og tyllidaga, um
veðurvísi og náttúrufyrirbæri og fleira.... Eg verð
að segja að þessi á margan hátt þurru vísindi verða
alþýðleg og skemmtileg aflestrar í meðförum
mæðginanna frá Guttormshaga..."
Rannveig Ágústsdóltir, Dagbl. 3. des. 1980
„Guðmundur Daníelsson hefur alla tíð verið eld-
jörugur og listfengur viðtalsbókasmiður og einkar
aginn við að trekkja upp viðmælendur sína... Einn
óátturinn, „Barnið og ókindin", er viðtal við Matt-
íías Johannessen ritstjóra og skáld og fara þeir
óáðir á kostum... Er þetta í stuttu máli sagt alveg
óborganlegt viðtal... Þessi bók, „Jarlinn af Sig-
túnum", er ekki við eina fjölina felld að gerð og
efni, en hún stendur fyrir sínu og miðlar í senn
mikilli skemmtun og umtalsverðum fróðleik..."
Andrés Kristjánsson, Vísir 11. des. 1980
GuömundurDaníelsson
Jarlinnaf
Sigtúnum
ogfleirafólk
ViótoJogþættir
Gylfi
Gröndal
Jóhaima
Egilsdóttn*
segirfrá
„Jóhanna Egilsdóttir hefur haldið sinni stefnu,
verið trú æskuhugsjónunum, því er saga hennar
heillandi... Gylfi Gröndal kann vel til verka að
skrifa frásagnir annarra. Því eru bækur hans efnis-
meiri í hlutfalli við stærð en algengast er..."
Halldór Kristjánsson, Tíminn 28. nóv. 1980
„Lýsing Jóhönnu á upphafi verkalýðsbaráttu í
Reykjavík á fyrstu áratugum aldarinnar er bæði
myndræn, áhrifamikil og litrík... Gylfi Gröndal
hefur áður sýnt að honum er lagið að fá fólk til að
tjá sig og hann skrifar vel... Það er fengur að þess-
ari bók og hann ekki lítill..."
Jóhanna Kristjónsdóttir, Morgunbl. 2. des. 1980
„Nú er minningabók Jóhönnu komin, skráð af
Gylfa Gröndal, sem fatast ekki frásagnartökin
fremur en áður... Þeim Gylfa og Jóhönnu tekst að
gera þetta gagnorða og bráðskemmtilega
lesningu... Frásögn Jóhönnu Egilsdóttur er mikil-
væg skýring og skilgreining á einu merkilegasta
frelsisskeiði íslenskrar þjóðarsögu..."
Andrés Kristjánsson, Vísir 8. des. 1980
„Öll er frásögnin hin athyglisverðasta... Gylfi
Gröndal hefur ritað frásögn Jóhönnu á vönduðu
daelegu máli...
Jón Tlior Haraldsson, Þjóðv. 9. des. 1980
1 SETBERG
oc
a