Tíminn - 21.12.1980, Qupperneq 11
Sunnudagur 21. desember 1980
11
Ófriður í aðsigi
eftir dr. Þór Whitehead
Almenna bókafélagið hefur
sent frá sé mikla bók eftir dr. Þór
Whitehead um samskipti fslend-
inga við Hitlers-Þýskaland og
önnur stórveldi á timabilinu frá
þvi Hitler komst til valda 1933 og
þar til styrjöldin braust út sið-
sumars 1939. Bókin nefnist ófrið-
ur i aðsigi og er fyrsta bindi i
miklu ritverki eftir dr. Þór um ts-
land i siðari heimsstyrjöld, sem
fjallarum „sögu Islands i nánum
tengslum við heimssöguna á ein-
hverjum mestu örlagatimum sið-
ari alda”, eins og segir m.a. i
kynningunni:
„Þjóðverjar gáfu okkur þvi
nánari gaum sem nær dró ófriðn-
um, og valdsmenn þar sendu
hingað einn af gæðingum sinum,
SS-foringjann dr. Gerlach, til að
styrkja hér þýsk áhrif. 1 Reykja-
vik starfaði deild úr þýska nas-
istaflokknum, og var henni
stjórnað frá Berlin.
Islenskum stjórnvöldum var
ljóst, hvað var á seyði, en gátu lit-
ið aðhafst, enda stóðu þeir and-
spænis kreppu og markaðshruni,
sem Þjóðverjar reyndu að not-
færa sér. Þau leituðu á náðir stór-
velda, sem voru þeim skapfelld-
ari en Hitlers-Þýskaland, en róð-
urinn var þungur.
Bókin sem og ritverkið i heild
er byggð á tiu ára rannsóknum
höfundar á heimildum, er varða
tsland, og i mörgum löndum,
bréfum, leyniskýrslum og viðtöl-
um við erlent og islenskt fólk,
sem þátt tók i atburðum eða stóð
nærri þeim. Mun margt af þvi
sem bókin upplýsir sannariega
koma lesendum á óvart.”
Ófriöur i aðsigier 368 bls. með
mörgum myndum. Bókin er unn-
in i Prentsmiðjunni Odda og
Sveinabókbandinu.
hÓSWHITEHEilI)
ÍSLAND
ÍSIDARI
Verndarenglar
eftir Sidney Sheldon
1 þessari bók segir frá Jennifer
Parker, sem er gáfuð, glæsileg og
einörð. 1 fyrsta réttarhaldinu sem
hún vann að sem laganemi verður
hún til þess að saksóknarinn sem
hún vinnur með tapar málinu,
sem sneristgegn Mafiunni. Legg-
ur hann hatur á hana fyrir vikið
og gerir allt sem i hans valdi
stendur til að útiloka framtið
hennar sem lögfræðings. En allt
kemur fyrir ekki. Jennifer Park-
er vinnur sig upp með þraut-
seigju, með þvi að taka að sér mál
alls kyns hópa, sem enginn lög-
fræðingur vill láta bendla sig við.
Árangurinn lætur ekki á sér
standa, hún verður einhver mest
hrifandi og eftirsóttasti lögfræð-
ingur Bandarikjanna.
Jennifer Parker er stórbrotn-
asta persóna sem Sidney Sheldon
hefur skapað — kona, sem með
þvi einu að vera til, hvetur tvo
menn til ásta og ástrfðna.... og
annan þeirra til óhæfuverka. Áð-
ur hafa komið út eftir sama höf-
und bækurnar Fram yfir mið-
nætti, Andlit i speglinum og Blóð-
bönd, sem allar hafa verið kvik-
myndaðar og sýndar hér á landi.
Bókin er 280 blaðsiður, prentuð
og bundin i Prentverki Odds
Björnssonar og útgefandi er
Bókaforlag Odds Björnssonar,
Þýðandi er Hersteinn Pálsson.
Afmælisrit
Sambands
vestfirska
kvenna
Afmælisrit Sambands Vest-
firskra kvenna erkomið út vegna
fimmtiuáraafmælis Sambandsins
i mai siðastliðnum.
Ritið hefur að geyma heimildir
um stofnun og störf allra kvenfé-
laga á vestfjörðum innan þess,
auk margs annars fróðleiks i
bundnu og óbundnu máli. Fjöldi
mynda prýðir ritið.
Allir formenn kvenfélagánna á
Vestfjörðum hafa ritiö til sþlu,
einnig formaður Sambandsins,
Þorbjörg Bjarnadóttir skólastj.,
Fjarðarstræti 7, Isafirði. Simi
94-3581.
Útihuröir — Bflskúrshuröir
Svalahuröir — Gluggar
Gluggafög
tltihurftir Dalshrauni 9,
uunuiuii Hafnarfiröi
Slmi 154595.
n fi n H
VERSLIÐ i Cgmmli raf yTj
SÉRVERSLUN ^
MEÐ qpr-.-----------
LITASJÓNVÖRP
OG HLJÓMTÆKI SKIPHOLTI 19 SfMI 29800