Tíminn - 21.12.1980, Side 16
16
Sunnudagur 21. desemb'er' 1980' ’
Einstæð bók. Siglingasaga með
lýsingum á þúsundum skipa, allra
tíma og allra landa
Bókaútgáfan Fjölvi 1980
SKIPABÓK Fjölva
Siglingasaga með iýsingum á
þúsund skipum, allra tima og
landa, eftir ENZO ANGELUCCI
og ATTILIO CUCARI
Þýðing og innlendur kafli
eftir
ÞORSTEIN THORARENSEN
336 blaðsiður i stóru broti
Hundruð mvnda.
Það er ekki á hverju ári, sem
sjómenn og áhugamenn um út-
gerð, sjávarnytjar og sjó-
mennsku hafa fengið svona
margar bækur og veglegar i sin-
arhendur, þvi merkisrit um sjó
og siglingar hafa verið fremur
fá, þótt margt hafi verið ritað
um sjómennsku.
Á þessu ári hafa komið
Skipstjóra- og stýrimannatal
IV, tslenskir sjávarhættir I og
svo núna skipabók Fjölva, sem
fylgir skipinu frá það varð til, til
allra siðustu daga. Gerð er
grein fyrir skipagerðum, þróun
skipa, siglingatimabilum, og
ööru og siðan birt skipaskrá, is-
lensk, með teikningum, þar sem
þilskipasagan er rakin.
Höfundar
Þetta er þykk bók og mikil.
Erlendu höfundarnir eru tveir:
Enzo Angelucci er fæddur i
Úmbriu á Italiu 1929. Hann
stundaði háskólanám i tækni-
visindum, en gerðist siðan
blaðamaður i 10 ár. Arið 1959
réðist hann til Mondadori bóka-
útgáfunnar og starfaði á hennar
vegum i Bandarikjunum 1965-
69. Hann átti mikinn þátt i efl-
ingu Mondadori, svo hún er nú
ein fremsta bókaútgáfa i heimi.
Nú er hann búsettur i Milanó.
Hann var lika höfundur Flug-
vélabókar Fjölva.
Attilio Cucari er fæddur i
Napóli 1931. Hann stundaði nám
i lögfræði. Kringum 1950 fluttist
hann til Argentinu og bjó þar i
sex ár. Hann gerðist þá mikill
áhugamaður um siglingar. Þá
tók hann m.a. þátt 1954 i
siglingakeppni milli Buenos
Aires og Rió de Janeiro. Hann
fluttist aftur heim til Italiu,
starfaði við bátasmiðastöövar.
Hanner nú búsettur i Róm og er
ritstjóri timarits um siglingar.
Skipasaga Fjölva
Dæmigerður arabiskur báturá Miðjarðarhafi á 9. öld. Arabar lærðu
sjómennsku af Miklagarðsmönnum og þar hafa þeir án efa komist
i kynni við norræn skip og iagað að sinum aðstæðum.
fleyta sér á báru. Sjórinn og
siglingarnar hafa verið
óaðskiljanleg allri sálgerð
manna eðliseiginleiki i blóðinu.
A siðari árum hafa fornleifa-
fræðingar að visu fundið það Ut,
aðsvohafi það ekki alltaf verið.
Maðurinn var landdýr og hniga
nú ýmis rök að þvi, að bátsgerð
hans hafi byrjað um það leyti
sem Fornsteinöld lauk og hann
fór að huga að nýjum fæðulind-
um fyrir um 12 þús. árum, þar á
meðal fiskinum, selnum og
hvalnum i sjónum.
Allt frá þeirri tið hafa bátar
og siglingar verið óaðskiljanleg
hjálpartæki mannsins og þau
hafa verið mjög afdrifarik í öll-
um þróunarferli hans og sögu.
Sjórinn varð örasta og besta
samgönguleið hans og út-
breiðsluleið menningarinnar.
Fornleifar gefa til kynna að
þegar fyrir 8 þús. árum hafi IbU-
ar Ægihafs við Grikkland
ferðast á bátum viðsvegpr um
strendur Miðjarðarhafs. Það
var upphaf hinnar miklu könn-
unar heimsins á sjó. Þvi starfi
hafa sæfararnir siðan haldið
áfram ótrauðir, hvort sem það
var leiðangur, Hatsepútar til
Púntlands, Pýþeasar til Oltíma
Thúle. Hannós suður með Af-
riku, Hrafna-Flóka til Islands,
Eiríks rauða til Grænlands og
Leifs til Viniands, leiðangrar
Hinriks sæfara suður með Af-
Cutty Sark. Enskur teklippcrnú eini kiipperinn
sem er varöveittur I upprunalegri mynd.
Smiði hans lauk 26. nóv. 1869 i skipasmiðastöð
Scott & Lintons i Dumbarton, eftir teikningu Lintons. Upprunalega I
te-sigiingum frá Kina en hóf tiu árum slðar Ástrallusigiingar og
varð ullarklipper, skipstjóri Richard Woodget. Ariö 1895 gafst út-
gerðin upp vegna samkeppni við gufuskip og var seldur Ferreira
skipaútgerð I Lissabon. En áriö 1922 eignaðist enska stjórnin skipið
lét gera það upp og varðveita i Greenwich.
Knörr-Bússan en þetta flutningaskip er framhald af hinum norræna
knerri en slik skip voru m.a. notuö til islandssiglinga. Ef þetta skip
er boriösaman við Miðjarðarhafsbátinn arabiska bátinn er skyld-
leikinn auðsær.
riku, Kólumbusar til Amerlku,
hringsiglingar Magellans,
Drakes og Ansons umhverfis
jörðina siglingar Cooks um
Kyrrahaf eða óteljandi heim-
skautssiglingar. Þar unnu
brautryðjendur hetjudáðir og
það gustar um þá í minning-
unni.
Landafundir sæfaranna ollu
oft gifurlegum umskiptum i
sögu þjóöanna. Þannig urðu
siglingar undirstaöa okkar Is-
landsbyggðar og þannig gáfu
siglingarnar mannkyninu heila
nýja heimsálfu og opnuðu sam-
bandið milli Vestur- og Austur-
landa. yegna siglinga um Uthöf
hnignaði Miðjarðarhafsþjóðum
en Hollendingar risu upp og
sk’öpuðu undirstöðu norrænnar
viðreisnar. Og sjórinn hefur
jafnan verið áhrifamikill I Ver-
aldarsögunni.
Frá fornu fari hafa sjóveldi
orðið ráöandi öfi um mótun
heimsins hverju sinni.
Hámenning Grikkja byggðist
fyrst og fremst á siglingum
og þær sameinuðu Róma-
veldi á öllum ströndum
umhverfis Miöjarðarhaf,
gerðu kleift að flytja
volduga heri á skömmum
tima til óróasvæða. Siðar
var gert út um örlög
þjóöanna, þegar Vandalar
náðu yfirráðum á vestan
verðu Miöjaðarhafi og
Miklagarðsmenn og Arabar
börðust um yfirráöin á hafinu.
Forustuhlutverk Vesturlanda
byggðist slðar fyrst og fremst á
siglingum. Þar fólst bæði mikil
gróðalind I viöskiptum og þar
reyndi stöðugt á hugkvæmni og
framfarahug. Meö siglingum
voru nýlenduveldi þanin út og
heilu þjóðflutningarnir fram-
kvæmdir bæði með landnámi i
fjarlægum heimsálfum og
Þýðandinn Þorsteinn
Thorarensen er fæddur 1927.
Hann stundaði i fyrstu lögfræði
en sneri sér síðan að blaða-
mennsku á Morgunblaðinu og
Visi en hefur á siðari árum
helgað sig þeirri hugsjón að rita
og þýða bækur um þekkingar-
þætti, sem hann telur skorta á
islensku. FjölvaUtgáfan var
stofnuð til að veita honum
starfsgrundvöll til þess. Meöal
verka hans má nefna Aldamóta-
sögu i 5 bindum.
J ó n a s C1 u 01 n i: n (i s s t»11
BÓKMENNTIR
Skipabók Fjölva er I hdpi svo-
kallaðra fjölþjóðabóka. Hún er
liður i tæknibókaflokki
Mondadori útgáfunnar á Italiu.
Bækur eru þá samdar og
prentaðar I risastórum upplög-
um þ.e. myndirnar en siðan er
textinn þýddur úr frummálinu
prentaður á eftir á viðkomandi
þjóðtungu sérstaklega. Þar að
auki er siðan ákveðið rými fyrir
sérsögu viökomandi þjóða. Er
um þaðbil þriðjungur bókarinn-
ar ætlaður til þess sem er auð-
vitað nokkuð knappt skammtað
fyrirlsland. En þó tekst höfundi
með knöppum stil og gagn-
orðum, að gera hinni islensku
sögu dágóð skil, þvi þarna er að
finna heimildir um fjölda Is-
lenskra skipa á einum stað, þ.e.
þiiskipa. Fjallað er um skútur,
gufutogara, togara, kaupför og
varðskip. Þannig eru höf-
undarnir i raun og veru þrir
ítalirnir er sömdu erlenda kfl-
ann og Þorsteinn er þýddi hann
Ur itölsku og samdi slðan inn-
lenda kaflann.
Aðfararorð/Maðurinn
til sjós i 12 þúsund ár.
I aðfararoröum, eða inn-
gangsorðum er gjörö nokkur
grein fyrir verkinu og þar kem-
ur í ljós umfang þessarar sögu.
Þar segir:
„Menn hafa varla haft fyrir
þvi að brjóta heilann um það
hvenær maðurinn læröi að