Tíminn - 21.12.1980, Qupperneq 18
Sunnudagur 21. desember ,1980
I EINSTÖK 1
f MEÐAL GÆÐAÚRA... |
fyrir nákvæmni, fjölbreytt úrval og gott verð.
g MICROMA SWISS úrin geta fáir keppt við. Hvort sem þú |§
f§ vilt hörku karlmannsúr eða tölvuúr með 14 mismunandi
upplýsingum fyrir unglinginn. Það finna allir sitt
MICROMA úr— því er hægt að treysta.
Alþjóða ábyrgð. örugg þjónusta fagmanna.
Myndalisti. Póstsendum um land allt.
IFRANCH MICHELSENI
ÚRSMÍÐAMEISTARI §
LAUGAVEGI39 SÍM113462 ■
lönskólinn í Reykjavík
Grunndeild málmiöncAhraddeild), fyrir nemend-
ursem lokiö hafa 2. áfMrmáms eöa sambærilegu
bóknámi, veröbt^starfrælrnt^Orönn ef næg þátt-
taka fæst. Bætt wi$qr$frsamskonar hraödeild
rafiöna fáist næg þfjStpaJícAumsóknir berist skrif-
stofu skólans fyrir/jK]an?y9f)1.
Skólastjóri
Opið:
laugardag kl. 9-22
Þorláksmessu kl. 9-23 Húsgagnadeild ^
Jón Loftsson hf. Hringbraut121 slmi10 600
Klipperar voru alltaf i
kappsiglingu við sjálfa sig eða
aðra klippera. t hafnarbæjunum
voru klipperarnir stöðugt um-
ræðuefni. Sjómennirnir þekktu
þá alla eins og góðkunningja og
sifelldar sögur voru á gangi um
hraðsiglingar þeirra eða
hvernig þeir heföu staðið sig i
fárviðrum. Það var ein fræg-
asta sigling klippers, þegar Fly-
ing Cloud sigldi 374 milna vega-
lengd á einum sólarhring. Það
varð i frægri ferð hans 1851 frá
New York til San Fransisco og
tók öll ferðin innan við þrjá
mánuði sem þótti dæmafátt.
Klipperarnir voru smiðaðir i
tiltölulega fáum skipasmiöa-
stöðvum. 1 Bandarikjunum voru
þær i Nýja Englandi og New Or-
leans en i Bretlandi við Clyde-
fljót og i Aberdeen. Krafist var
svo mikillar vandvirkni að
klipperasmiðin varð sérhæfð.
Bandarisku stöðvarnar voru
mjög vélvæddar. Þar voru
komnar fullkomnar vélsagir og
heflar. En skipasmiðastöðvarn-
ar i Skotlandi höfðu þaö fram
yfir að þær geymdu miklar
timburbirgöir og létu smiða-
viðinn eldast áður en þær notuðu
hann. En það var talið afar
mikilvægt. Skip sem voru Ur of
ungum við vildu fremur brotna
og liðast i sundur i stormum.
Klipperunum fylgdi mikið
sjómannsstolt þar sem krafist
var reglu snyrtimennsku og
hreinlætis á öllum sviðum. Þar
skyldu dekkin vera spúluð svo
þau gljáðu af hreinleika. Þó að
gætt væri allrar hagsýni i smiði
skipanna þótti sjálfsagt að
klæða vistarverur og hús á þil-
fari með dýrasta tekkviö.
Ahafnir klipperanna dáðu og
elskuðu skip sitt og tóku með lifi
og sál þátt i hinum miklu
Luzitanla. Voldugt en fremur veikbyggt breskt Atlantshafsfar.
Brúttó 32.939 rúmlestir, lengd 240,8 m. breidd 26,82 m og náöi 27,4
hnúta hraða. Hinn 7. mai 1915 kl. 14,30 skaut þýski kafbáturinn U-20
tundurskeytum að henni við irlandsströnd, þegar hún var að koma
úr siglingu frá New York meö 1951 farþega en þar af voru 128
bandarískir rikisborgarar, þeirra á meðal heimsfrægir menn. 20
minútum eftir aö Luzitanfa varö fyrir tundurskeyti hvolfdi henni og
sökk og fórust með henni 1198 manns, þar af 94 börn og stjórnandi
hennarTurner skipherra. Atburöur þessi stuðlaði meira en nokkur
annar að þvi að Bandarikin létu af hlutleysisstefnu sinni og legöust
á sveif með Bandamönnum i Fyrri heimsstyrjöldinni gegn Þjóð-
verjum. Hins vegar varö þetta umdeilt mál, þvi að Luzitania flutti
einnig hernaðarlega mikilvægan farm til Breta og þýski ræöis-
maöurinn I New York hafði varaö raenn fyrirfram með auglýsing-
um við að ferðast með skipunu, þar sem það væri skip striðsaðila.
kappsiglingum. Oftast voru út-
gerðarmenn klipperanna einka-
eigendur. Þeir voru einstak-
lingshyggjumenn sem gátu ekki
hugsað sér að fara aö stofna
fjölskipuð félög um útgerðina.
Það fannst þeim fyrirlitlegur
háttur gufuskipamanna.
Skipstjórar klipperanna voru
hinar miklu hetjur hafsins á 19.
öld. Þeir voru harðskeyttir
kappsfullir og reglusamir og
umfram allt stoltir af farkosti
sinum. En i og með voru þeir
llka i kappsemi sinni iþrótta-
menn.
Hlutverk klipperanna var
fyrst og fremst að flytja magn-
vöru i stórum stil til að koma
flutningskostnaði sem mest
niöur. Stundum gaf hinn mikli
hraði sérstakan arð, eins og i te-
flutningum frá Kina og Indlandi
þar sem ný uppskera hverju
sinniþóttiferskari og betri en sú
gamla. En megintilgangurinn
meö hraðanum var að auka af-
kastagetuna. Þvi styttri tfma
sem hver ferð tók, þvi minni
launakostnaður féll á farminn.
En það kom lfka fyrir að.
klipperar tóku aö sér farþega-
flutning. Þannig átti gullæðið i
Kaliforniu mikinn þátt i að efla
klipperaútgerö f byrjun, þar
sem þá var auðveldast að kom-
ast til San Francisco sjóleið
suður fyrir Hornhöfða. Þá var
búið um ævintýramennina i
lestum skipanna. En siðar var
jafnvel farið að Utbúa snyrtileg
farþegarými i klipperum og
kölluðust þeir pakkaklipperar.
Að lokum
Það er endalaust hægt að
halda áfram að lofa svona bæk-
ur er hafa mikil föng og kosti.
Hverjum manni er ann sjó-
mennsku og siglingum er fengur
að þessari bók, og reyndar
hverjum manni er ann uppruna
sinum og menningararfi.
Islendingar eru þvi nú
vanastir að sagan sé rakin með
bókmenntarannsóknum, þar
sem greina verður á stundum
milli uppspuna og staðreynda,
staöreynda og skáldskapar.
Samgöngumál eru þar sjaldnast
ofarlega á blaði, þótt vitaskuld
séu þau forsenda að hugmynda-
streymi bókmennta og sögu
milli landa og þjóða.
Islendingar hafa til þessa haft
fremur knappan aðgang að
siglingasögu heimsins og fyrir
bragðið hefur sjónhringur
þeirra án efa verið takmarkaðri
en ella. Þessi bók bætir Ur
brýnni þörf. Hún, eins og skipin,
stækka vom heim.
Jónas Guðmundsson
/Auglýs
V endur
Höfum til afgreiðslu strax
SUZUKI TS50 og GT50E, létt vélhjól
Hagstætt verð — Hagstæðir greiðsluskilmálar
SUZUKI-umboðið
Olafur Kr. Sigurðsson
Suðurlandsbraut 6 — Sími 83499
$
SUZUKIj