Tíminn - 21.12.1980, Side 20
Ingólfur Davíðsson:
Hefurðu gert laufabrauð?
„Laufabrauðiö er listavel andi voriö”. Samt er laufa-
skoriö, lauffléttur minna á grö- brauösgerö aöallega „vetrar-
Aölaufabrauösskuröi i Reykjavfk 1979
W] «• ' ..--» ■■■<■ "!•«.- nr ;sr. írAif
r ■• ,• ; ; 'v :
■;* -i, -- . ' ” - - _'. * . ‘ .
1? .-ii- ■■ j-l'. . ^ ■'• ‘i .. -i»' •»!*• ^
^■>'^.1 iíc-- r .-•»*i?- „V’\
Laufabrauö
iþrótt” a.m.k. nii orðið! Enginn
veit hvort laufabrauösgerö er
islenskur siöur frá upphafi, eöa
innfluttur frá Noregi eöa Bret-
landseyjum meö landnemum.
Nú er laufabrauö einkum gert
fyrir jólin og endist venjulega
fram yfir nýár, já, stundum
lengúr, jafnvel allt til páska, og
algengt er að nota það á þorra-
blótum, enda prýöir haglega út-
skoriö laufabrauö hvert veislu-
borö skammdegisins, ýmist
kaka hjá diski, háir hlaðar, eöa
hengdar margar kökur á snúru.
1 ungdæmi undirritaðs var
skammtaö rikulegar um jólin,
hangikjöto.fl. góðmeti og ofaná
nokkrar (stundum margar)
laufabrauöskökur. Þær bragö-
ast mjög vel meö feitu hangi-
kjöti. Svo geymdu menn sér
sumar kökurnar til nýárs, er
nýr skammtur var framreiddur
á gamlárskvöld.
Hafnarstúdentar létu jafnan
gera laufabrauö, eöa fengu sent
aö heiman er samgöngur juk-
ust, og höföu þær á sameiginlegt
veisluborð, ásamt hangikjöti á
Þorláksmessu. Einu sinni man
ég til að Helga Sigurðardóttir
. matreiöslukona, siöar skóla-
stjóri HUsmæðrakennaraskól-
ans, geröi fyrir okkur laufa-
brauöiö og fékk aö launum aö
sitja Þorlákshófiö meö stúdent-
unum. En þá var kvenfólki
bannaöur þar aögangur, enda
enginn fslenskur kvenstúdent i
Höfn á þeim árum.
Laufabrauð geymist prýöi-
lega og batnar jafnvel i þurri,
svalri geymslu. Venjulega er
þaö gert úr fingeröu hveiti ein-
göngu, en þó er til aö hafa i þaö
1/3 af finsigtuöu rúgmjöli. Þá
verður þaö dekkra og bragö-
meira, en ekki hægt að hafa
kökumar eins næfurþunnar og
ella.
Vandlega þarf að pikka”
kökurnar áður en þær eru
steiktar I feitinni, þá halda þær
betur lögun.
Um langt skeiö tiökaöist
laufabra uösgerð aöallega
noröanlands, einkum i Eyja-
fjaröar- og Þingeyjarsýslum og
grennd.ennúvinnurþaöáog er
aðverða algengti Reykjavik og
viöar.
Ein myndin er af þingeysku
laufabrauði geröu fyrir um
hálfri öld. Laufabrauðið á hin-
um tveimur myndunum gerðu
eyfirskar og þingeyskar konur i
Reykjavik fyrir um 10 árum.
Venjulega hjálpast öll fjöl-
skyldan að viö aö skera laufa-
brauðiö og allir skemmta sér.
Stundum breiöir húsbóndinn ilt
deigið, þaö er erfitt verk. Smá-
börn gera gatamyndir á brauðiö
með fingurbjörg. Svo er kaffi
meö laufabrauði og kleinum á
eftir.
Byrjendur leggja sig e.t.v.
ekki strax i laufaskurðinn, en
gera vafninga, kleinur, rimla
o.fl. útflúr á kökurnar.
Laufabrauösskuröur fyrir
hálfri öld
Laufabrauö
OLDIN SEXTANDA
■
Minnisverð tíðindi 1501-1550
Út er komið nýtt bindi í hinum
geysivinsæla bókaflokki „Aldirnar“.
Það er Öldin sextánda, fyrri hluti, sem
Jón Helgason hefur tekið saman.
Hér eru raktir á lifandi og
aðgengilegan hátt atburðir áranna
1501 — 1550, siðskiptatímans, sem er
eitt mesta átakaskeið í sögu
þjóðarinnar. í bókinni er fjöldi myndí
margar fáséðar.
„Aldirnar“ eru lifandi saga liðinna
atburða í máli og myndum. Þau níu
bindi sem áður eru komin gera skil
sögu þjóðarinnar frá 1601 — 1970, í
formi samtímafréttablaðs. En þau eru
Öldin sautjánda 1601 — 1700
Öldin átjánda 1701 — 1760
Öldin átjánda 1761 — 1800
Öldin sem leið 1801 — 1860
Öldin sem leið 1861— 1900
Öldin okkar 1901-1930
Öldin okkar 1931-1950
Öldin okkar 1951- 1960
Öldin okkar 1961- 1970
Þeir mörgu sem lesið hafa þessar
bækur sér til mikillar ánægju og
fróðleiks munu fagna því að geta nú
bætt Öldinni sextándu í safnið.
Bræðraborgarstig 16 Simi 12923 - 19156