Tíminn - 21.12.1980, Blaðsíða 4
4
Sunnudagur 21. desember 1980
EWH«
Súnina Sakya komin heim og sjálf farin aö æfa sig við aö klæða litla bróður sinn.
Saga úr fjallrikinu Nepal:
Gyðjan orðin venju-
legt barn á nýjan leik
I Katamandu/ höfuðborq fiallríkisins
NepalS/ er þrettán ára stúlka að leitast við
að breyta sér úr gyðju, sem tilbeðin hefur
verið síðan hún var þriggja ára/ í venjulega
stúlku. Það eru mikil umskipti og verða
kannski ekki tekin út með sitjandi sældinni.
En það var ekki heldur tekið út með sæld-
inni fyrir litla telpu að vera heilög gyðja,
þrátt fyrir allt það tillæti, sem henni var
sýnt.Hún var of guðborin til þess að stíga á
fæturna og bera sig um sjálf, og hún var
líka of heilög til þess að blanda geði við
aðra. Henni var haldið í einangrun, og hún
var borin á gullnum stóli, hvert sem farið
var með hana. Og henni var haldið í must-
er i, þar sem trúað fólk baðst fyrir í hæfi-
legri f jarlægð við hana, og hún var kaffærð
i blómum og eðla gjöfum.
Nú æfir hún sig við að ganga, reynir að
hlaupa um og leitast við að blanda geði við
börn á svipuðum aldri og hún sjálf. Kannski
er það of seint, að þessi breyting verður á
högum hennar, til þess að hún verði nokk-
urn tíma eðlileg manneskja.
Hún heitir Súnína Sakya, og var ekki
nema rúmlega ársgömul, þegar athygli
guðspakra manna beindist að henni. Þá var
hún rannsökuð afar gaumgæfilega til þess
að komast að raun, hvort þar væri gyðja
fædd, er hún var. Stjörnuspá hennar var
vandlega könnuð, grandgæf ilega rannskað,
hvortá henni fyndust nokkur líkamslýti eða
óviðurkvæmilegur blettur á hörundinu og
vaxtarlag hennar metið og vegið og fylgzt
langtímum saman með hreyf ingum hennar
oq tilburðum.
Hún stóðst prófið og var útnefnd „raj
kúmari" — hin konunglega, eðalborna
gyðja og jómfrú fjallríkisins.
Þjóðsagan segir, aðeinn konunga í Nepal
hafi endur fyrir löngu móðgað Kúmarí,
hins guðlegu drottningu, svo geipilega, að
hún var honum ekki f ramar sinnandi, — en
sýndi þó þá linkind, að heilög gyðja mætti
vera staðgengill sinn. Síðan hafa slíkar
gyðjur fæðst annað veif ið hingað og þangað
í Nepal. Þær hafa verið nokkrar samtímis,
en aðeins ein þeirra er konungleg, raja
kúmarí. Hún á heima í Katamandu, og
fjálfur konungurinn verður að lúta henni.
Þessi tilbeiðsla hinnar konunglegu jómfrú-
ar hef ur haldizt síðan sex öldum fyrir hing-
aðburð Krists.
Því er trúað í Nepal, að konungurinn, sem
er næstum einvaldur í hinu hálenda f jallríki
sínu, hafi vald sitt frá gyðjunni, og aðrir
sækja til hennar líkn og náð. Sjúkt fólk til-
biður hana sér til linunar í eymd og þraut-
um, stjórnmálamenn og embættismenn
færa henni fórnargjafir í von um veg og
fremd, og alþýða manna f lykkist að, þegar
efnt er til helgiathafna í musteri hennar.
(tíu ár hef ur Súnína Sakya verið tilbeðin,í
senn f jarlæg og nálæg öllu venjulegu fólki.
Þernur hennar og þjónar hafa baðað hana
og klætt á hverjum morgni, því að sjálf
mátti hún ekki taka til hendi, og þjónustulið
stóð henni til reiðu daglangt. Umhverfi
hennar utan musterisins var henni að mestu
leyti hulinn heimur, því að venjulega fékk
hún ekki svo mikið sem að koma út í must-
erisgarðinn, og aðeins nokkrum sinnum á
ári var hún borin út úr musterinu og þess þá
vandlega gætt, að heilagir fætur hennar
snertu ekki hina óhreinu jörð. Að öðru leyti
var hver einasta ósk hinnar helgu gyðju
uppfyllt á svipstundu, svo fremi sem hún
færi ekki í bága við þau lög, sem giltu helgi
hennar til verndar.
SkyIda hennar var aðeins að sitja í réttum
stellingum í hásæti sinu eða við musteris-
gluggana!
Dag nokkurn gerðist það, að Súnina sagð-
ist þjáð af magaverkjum. Sjötíu og fimm
ára gamall musterisþjónn, margvís og lífs-
reyndur, gúrúinn Ma, tilkynnti musteris-
prestunum samstundis, að Súnína væri
komin á þann aldur, að hún hlyti að víkja af
stóli gyðjunnar, því að aðþví væri komið, að
eðli kvenna færi að sigrast á heilagleika
hennar.
Musterisreglurnar banna, að nokkur
stúlka geti borið tign raja kúmarí, ef þess
sjást merki, að hún lúti lögmálum dauð-
legra kvenna. Blóðlát er eitt þeirra merkja,
sem sviptir gyðju helgi sinni, og það jafnt
hvort sem blóðið rennur úr sári eða skeinu
eða úr sæti tannar, sem hefur losnað, eða
öðrum orsökum. Allnokkrar gyðjur hafa
meira að segja misst helgi sína vegna þess,
að þeim kom tár í auga, því að sú telpa, sem
grætur eins og venjuleg stúlka, getur með
engu móti skipað sess gyðjunnar.
Af þessum sökum er Súnína Sakya vikin
úr musterinu og komin aftur heim til for-
eldra sinna. Allar þernur hennar eru viknar
frá henni, allir þjónarnir eru á bak og burt,
enginn færir henni fórnargjafir eða leitar
hjá henni líknar eða bóta á meinum. Hún er
orðin venjuleg, nepölsk stúlka og eitt það,
sem fyrst beið hennar í ranni foreldranna,
var að læra að ganga eins og aðrar stúlkur.
KYNNIR
TUNGUMÁLA
TÖLVUNA
czre/MG.
Craig M IQOerfyrstatölvasinnartequndar ívasaútgáfu.________________
Hún var fyrst kynnt í Bandaríkjunum árið 1978. Arið eftir, 1979 seldustyfir
1 milljón eintaka og salan 1980 er áætluð annað eins.
Hún er hagstæð sem tungumála ,,uppsláttarrit“ þar sem orðaforði hvers
tungumáls er 2400 orð. Hvert tungumál er geymt í sjálfstæðum minnis-
kubbi og tölvan hefur 3 tungumál að geyma hverju sinni.
Skipting-kubba er mjög einföld. Valmöguleikar í tungumálum eru 20
nú þegar og sífellt bætast fleiri í hópinn. Sá íslenski er í vinnslu, væntan-
legur í apríl, maí 1981 og þá verður að sjálfsögðu hægt að þýða af
íslensku yfir á skandinavísku málin auk hinna 14 málanna: ensku,
spænsku, ítölsku, frönsku, þýsku, japönsku, hollensku, arabísku, rússn-
esku, kínversku, portúgölsku,grísku og finnsku.
Málakubbarnir eru á hagstæðu verði.
Hentug fyrir: Viðskiptalífið, skrifstofuna (t.d. við samningu verslunar-
bréfa og við telexog skeyta sendingar),öll erlend samskipti, hjálpartæki
fyrir skólafólk-að því ógleymdu að vera góður vasatúlkur ít.d.viðskipta-
ferðum og sumarleyfum erlendis.
Leitið frekari upplýsinga. Útsölustaðir:
Rafrás hf.Fellsmúla24,sími 82980. Rafiðjanhf.Kirkjustræti8B,sími 19294
Þessi talva er ólík öllum öðrum tölvum því hún skilur ekki tölvumál en hún
skilur þig- og þú skilur hana. Hún talar 20 ólík tungumál.
Einkaumboð á islandi-Rafrás hf.
Sími-82980