Tíminn - 21.12.1980, Side 10
Sunnudagur 21. desember 1980
Ífmltm
Niðjar Franklins og Eleanor Roosevelts við anddyri hússins, þar sem 32. forseti Bandaríkjanna ólst
upp og átti síðar athvarf með konu sinni.
Þau báru
höfuð og
herðar yfir
flesta sam-
tíðarmenn
Það er margra skoðun að Franklin
D. Roosevelt hafi verið giftudrýgsti
forseti Bandaríkjanna á þessari öld. I
hans hlut kom að bjarga því, sem
bjargað varð eftir að heimskreppan
upphófst í Bandaríkjunum, snúa vörn í
sókn og gera milljónum manna, sem
ella hefðu verið á bláhjarni,lift í landi
sinu. Stefna hans sem nefnd var „New
Deal" og framkvæmd hennar hafði
ekki aðeins gildi fyrir Bandaríkja-
menn sjálfa, heldur einnig þjóðir í
f jarlægum löndum, þar sem það hefði
stórlega bitnað á þeim ef látið hefði
verið skeika að sköpuðu í Banda-
rikjunum i forsetatíð Roosevelts eins
og gert var, áður en hann hófst handa í
hjólastól sínum.
Kona forsetans, Eleanor, var einnig
talin sérstök kona og hlaut meiri hylli
en aðrar konur, sem stóðu í hennar
sporum. Og að tala um hana sem konu
forsetans f yrst og f remst er vaf alaust
villandi, því að hún var óvenjulegrar
gerðar að hæfileikum og ávann sér
hræsnislausari virðingu og álit en sagt
verður um margar konur, sem giftar
eru frægum mönnum.
Roosevelt-hjónin eru enn í minnum
höfð, þótt ekki hafi vantað að reynt
hafi verið að varpa skugga á Roose-
velt á seinni árum af pólitískum
ástæðum af hálfu þeirra, sem bundið
hafa trúss við önnur lífsviðhorf en
hann tileinkaði sér.
Síðast nú í haust var minningarhátíð
haldin á 96. afmælisdegi Eleanor
Roosevelts, þar sem var afdrep
Roosevelt-ættarinnar, þegar hlé gafst
frá skyldustörfum. Til þessarar
minningarhátíðar komu 122 niðjar
Roosevelt-hjónanna, synir, barnabörn
og barnabarnabörn, auk fjölda ætt-
menna og margra vina og niðja þeirra.
MF=
Massey Ferguson
Tilgreint verð miðast
við gengi 5/12 1980
VEBÐLÆKKUN!
Eigum nokkrar dráttarvélar til afgreiðslu á lækkuðu
verði:
Tegund:
MF 135 MP
MF 165 8
MF 165 MP
MF 185 MP
Núv. verð:
kr. 7.150.000
kr. 8.800.000
kr. 9.300.000
kr. 10.900.000
Lækkað verð:
Gkr. 5.950.000 Nýkr. 59.500
Gkr. 7.400.000 Nýkr. 74.000
Gkr. 7.900.000 Nýkr. 79.000
Gkr. 9.500.000 Nýkr. 95.000
Sölumenn okkar og kaupfélögin veita allar upplýsingar
MJÖG HAGSTÆÐ KJÖR VAcutuoivéiwv hf
SUÐURLANDSBRAUT 32 • REYKJAVÍK • SÍMI 86500
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
Landspitalinn
Hjúkrunarfræðingar óskast nú þegar á
vökudeild Barnaspitala Hringsins svo og á
aðrar deildir. Fastar vaktir koma til
greina. Upplýsingar gefur hjúkrunarfor-
stjóri i sima 29000.
Meinatæknar óskast til afleysinga i fullt
starf á rannsóknardeild Landspitalans.
Upplýsingar veitir deildarmeinatæknir
blóðmeinafræðideildar i sima 29000.
Reykjavik, 21. desember 1980,
Skrifstofa rikisspitalanna
Eiriksgötu 5, simi 29000.
VARIST STEIN-
SKEMMDIR
OG LEKA
KLÆÐIÐ MEÐ BLIKKI. FRAMLEIÐUM
ALLAR GERÐIR BLIKKHLÍFA.
Jfr) BLIKKVER JY) ®lfossYER
Skeljabrekka 4 - 200 Kópavogur - Sími: 44040. Hrísmýri 2A - 802 Selfoss - Sími: 99-2040