Tíminn - 21.12.1980, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.12.1980, Blaðsíða 7
Sunnudagur 21. desember 1980 7 Parkinsonslögmálinu utan sinna dvra. Hjá landlæknisembættinu voru þau umslög, sem til þess voru hæf, endurnotuð með þvi að lima miða með nýrri utanáskrift yfir þá, sem fyrir var. Og stingur nokkuð i stúf við pappírsörlæti rikisstofnana á siðustu timum. Þetta er rifjað hér upp vegna frásagnar Sigurjóns Sigurbjörns- sonar tollgæzlumanns af litlu at- viki fyrir riflega hálfri öld, er hann taldi sér skylt að leggja á sig tveggja daga erfiði, maður á tvö hundruð og fimmtiu króna mán- aðarlaunum, til þess að spara rik- inu tuttuguog þriggja króna auka- útgjöld. Og lagði sig í hættu að auki. Nú á dögum mun engan veginn fágætt, að starfsmenn rikisstofnana, sem i ferðalög eru sendir, telji sér ekki samboðið að taka á leigu handa sér á kostnað stofnana sinna önnur ökutæki en þau, sem dýrust eru, voldugust og eyðslufrekust, þótt um slétta þjóðvegi sé að fara. Og frá þvi munu afgreiðslustúlkur á veit- ingastöðum kunna að segja, að fleira slæðist inn á matarreikn- inga sumra, sem i opinberri þjón- ustu eru, þegar þeir gera stanz til þess að næra sig, en það, sem beinlinis veröur étið, þegar og ef þeim eru ekki skammtaðir mat- arpeningar i krónum taldir. I Þessum mönnum er sérstak- 'lega ráölagt að lesa grein Sigur- jóns, en forsjármönnum rikis og opinberra stofnana aftur á móti bent á þau lokaorð hennar, að ekki rættust tollgæzlumanninum grandvara þau orð ritningarinn- ar, aðsá sem er trúar yfir litlu verði settur yfir meira. HEIMSMET r til voru menn, sér en ríkissjóði skjóta mér norður fyrir Dala- tanga inn að Skálanesi, þaðan væri léttur gönguvegur inn i Seyðisfjörð. Spurði ég þá, hvað þeir vildu fá mikla greiðslu fyrir þá aukaferð og töldu þeir sig ekki geta flutt mig að Skálanesi fyrir minna en tuttugu og fimm krón- ur. Þar sem ferðin til Fáskrúðs- fjarðar hafði kostað fimmtiu krónur, og þar af kom á rikið að borga tuttugu og fimm krónur, fannst mér ekki forsvaranlegt að eyða öðrum tuttugu og fimm krónum i flutning á mér að Skála- nesi. Hafnaði ég þvi tilboði Norð- firðinganna, og var haldið til hafnar. Var klukkan þá um tiu að kvöldi. Ég fór til gistingar hjá Páli Þormar hreppstjóra. Fór vel um mig um nóttina og veitingar rausnarlegar. Morguninn eftir, er ég hafði neytt norgunverðar ákvað ég að leggja á fjallið og reyna að komast til Mjóafjarðar þann dag. Veöurútlit var allgott, nokkurt frost, en bjartviðri og ekki horfur fyrir snjókomu. Ekki var ég vel búinn til fjallgöngu en hafði þó i fórum minum mannbrodda, og Páll lánaði mér gamlan göngu- staf, sem var þó með öllu brodd- laus. Bakpoka hafði ég engan, en litla handtösku sem ég hafði i gögn, varðandi starf mitt. Hrepp- stjórinn sagöi mér til vegar upp á fjalliö, og hóf ég ferð mina á eil- efta timanum um morguninn. Fjallskagi sá, er skilur Norð- fjörð og Mjóafjörð er allhár um 800 m yfir sjó, þar sem hann er hæstur. Leiðin upp i Drangaskarð liggur vestan við djúpt gil, sem nær ofan frá fjallsbrún niöur á jafnsléttu. Snjór var nokkur i hliðinni, en er ofar dró og kletta- belti tóku við, hafði snjórinn rifið af að nokkru. Þegar ég var kom- inn langleiðina upp, vildi það óhapp til, er ég sparn fæti á klettasyllu, að böndin á broddun- um á hægra fæti, brustu, og féllu broddarnir niður i gilið. Eftir margra tima streð náði ég loks fjallsegginni, og blasti nú við hið fegursta útsýni yfir Mjóa- fjörð og fjöllin norðan hans en til suðurs Norðfjörður, Viöfjörður og fjallaklasinn þar suður af. Fjalls- eggin var sem saumhögg, sem stigið varö yfir i einu skrefi, og fór þá strax að halla niður að norðan. Fikraöi ég mig nú niður klettasyllurnar, hægt og gætilega, og var að nokkrum tima liðnum kominn þar, sem snjór tók við. En þá brá mér i brún. Snjórinn þarna var samanbarið harðfenni, sem hvergi var hægt að marka spor i, eða festa fót á. Þar að auki var brattinn svo mikill aö óstætt var. Klifa má jökla með þvi að höggva spor, ef tæki eru með i för. örðugra er að feta sig þannig nið- ur á við. Þar að auki hafði ég hvorki brodda né exi. Þótt mér virtist ofan frá að sjá hliðin slétt og samfelld gátu hæglega leynzt hengiflug, og klettarið neðar. Leitaði ég þvi fyrir mér bæði til austurs og vesturs, en allsstaöar var sama harðfennið. Nú var ekki nema um tvennt að velja: Að snúa aftur, sem mér fannst ekki góður kostur, eftir allt það erfiði, sem þaö hafði kostað mig að klifra upp á f jallið og þetta áleiðis niður að norðan, eða láta skeika að sköpuðu og láta sig renna niður hvað svo sem við tæki. Ég tók siöari kostinn. Ég hneppti að mér yfirhöfninni stakk prikinu gegnum hankann á tösk- unni og lagðist flatur á hjarnið. Siðan tvihenti ég stafprikiö og lét mig renna af stað niður, en reyndi að draga úr hraðanum með stafn- um. Þannig rann ég undan brekk- unni óraveg niður alla fjallshlið- ina. Kom þar loks, að halli minnkaði, og ég kom fyrir mig fótum, og stóð upp nokkuð þrek- aður. Ég tók nú til fótanna og stefndi á bæ, er ég sá niðri við fjörðinn. Náði ég þangað i rökkurbyrjun. Reyndist bærinn heita Kross. Ég ætlaði að fá þar flutning yfir fjörðinn að Brekku en þar var enginn bátur. Hélt ég þá inn með firðinum um Stekk að Reykjum, en þaðan fékk ég mig fluttan yfir að Brekku. Þar var mér vel tekið og fékk hinn bezta beina. Undruðust heimamenn að ég hefði komizt Drangaskarð með kollótt prik og lélega mannbrodda á öðrum fæti um þetta leyti árs og þótti furðu sæta að nokkur, sem kunnugur var staðháttum, skyldi hafa sleppt mér i slika ferð. Og sérstakt lán að ég skyldi hafa haldið lifi og limum. Næsta morgun hélt ég af stað til Seyðisfjarðar. Voru mér lán- aðir á Brekku sterkir mann- broddar og tveggja metra brodd- stafur. Hélt ég svo ótrauður á fjallið eftir tilsögn heimamanna, stundu fyrir hádegi. Fór ég fjalla- skarð yfir i Austurdal og þaðan i Hánefsstaðadal og kom að Sörla- stööum, er byrjað var að bregöa birtu. Hvildi mig þar um stund og hélt siðan inn á Seyðisfjörð og i kom þar um sex leytið, nákvæm- lega cveim sólarhringum eftir að ég fór af Fáskrúðsfirði. Hafði ég þá meö ærnu eríiði og tvisýnu tafli sparað rfkinu tuttugu og þrjár krónur þvi flutningurinn yf- ir Mjóafjörð kostaði tvær krónur. Á þessum tima þótti mér þetta svo sjálfsagt, að ég gat ekki um þaö við nokkurn mann, ekki einu sinni yfirmann minn i Stjórnarráðinu, Eystein Jónsson, sem þá var að- stoðarmaður ráðherra. Þegar ég sagði honum þetta fyrir nokkrum árum, ætiaði hann ekki að trúa mér til slikrar heimsku. Siðar hef ég kynnzt þvi hvern- ig allir, sem aðstöðu hafa til, reyna að flá af rikinu eins mikiö og mögulegt er og sjást ekki fyrir um aðferðir. Hefur mér þá dottið i hug, að ég hafi meö fyrrgreindu tiltæki sett heimsmet i gæslu opinbers fjár. Máski hef ég haft i huga málsháttinn, að sá, sem er trúr yfir litlu, verður settur yfir meira. En það varð nú aldrei á vegum rikisins. Sigurjón Sigurbjörnsson Úr ritdómum Denise Robins er fremsti ástarsagna-höf undur Énglands réttnefnd drottning rómananna og er alltaf í önd- vegi. Daily Express Vissulega hefur enginn rithöf- undur okkar grafiö svo djúpt í leyndustu afkima konuhjart- ans. Taylor Caldwell. Þrátt fyrir vondan heim og brenglað siðgæði. eru enn til konur, sem varðveita hreina sál og rómantík. Bækur Denise Robins, eru einmitt jólabækurnar fyrir allar þær konur, á öllum aldri. .Ægisú tgá fan Spennandi Allar bækur eftir Denise Robins eru hörku spennandi. Lausar viö Ijótleik og grófyrði. Trú á sigur hins góða er rauði þráðurinn í skáld- verkum hennar. STÚLKAN SAKLAUSA nefnist nýja bókin eftir Denise Robins. Minnum á eidri bækur Denise SYSTURNAR og STÖÐVAÐU KLUKKUNA A Bílbeltin hafa bjargað iteERÐAR Eflum Tímann

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.