Fréttablaðið - 18.06.2007, Page 27

Fréttablaðið - 18.06.2007, Page 27
Úthlutað var í fyrsta sinn úr Minningarsjóði Kristj- áns Eldjárns gítarleikara á dögunum. Viðurkenninguna hlaut Kristinn H. Árnason gítarleikari. Minningarsjóður Kristjáns Eld- járns gítarleikara var stofnað- ur af ættingjum hans, vinum og samstarfsmönnum eftir að hann lést 22. apríl 2002 tæplega þrítug- ur að aldri eftir nær tveggja ára erfið veikindi. Sjóðnum er ætlað að veita framúrskarandi tónlistar- mönnum viðurkenningu. Fjáröflun til sjóðsins hefur síðan staðið yfir. Hún byggist fyrst og fremst á frjálsum framlögum og sölu minningarkorta, auk þess sem sjóðurinn hefur aflað fjár með því að gefa út hljómdisk og bók. Disk- urinn „Ljóð, hljóð og óhljóð“ með tónlist Kristjáns við ljóðalest- ur föður hans, Þórarins Eldjárns, kom út 2003 og í fyrra stóð sjóð- urinn að endurútgáfu á þýðingu Kristjáns Eldjárns forseta á Max og Mórits eftir Wilhelm Busch. Vorið 2003 þegar ár var liðið frá andláti Kristjáns voru haldnir veglegir minningartónleikar í Ís- lensku óperunni þar sem fram komu fjölmargir tónlistarmenn og rann allur ágóði til sjóðsins. Gert er ráð fyrir að unnt verði að veita verðlaun úr sjóðnum annað hvert ár í fyrstu en árlega í framtíðinni. Kristján Eldjárn hóf ungur gít- arnám í Tónmenntaskóla Reykja- víkur og Tónlistarskólanum í Reykjavík og nam loks í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar hjá Einari Kristjáni Einarssyni og lauk þaðan burtfararprófi 1996. Jafn- framt lagði hann stund á rafgítar- leik við djassdeild Tónlistarskóla FÍH og lauk burtfararprófi þaðan 1995. Á árunum 1997-98 stundaði hann framhaldsnám í klassískum gítarleik í Turku í Finnlandi undir handleiðslu finnska gítarleikarans Timo Korhonens og lauk þaðan einleikara- og kennaraprófi. Kristján kenndi um skeið við ýmsa tónlistarskóla en starfaði fyrst og fremst sem hljóðfæra- leikari og tónsmiður. Á árunum 1996-2000 hélt hann á annan tug einleikstónleika víða um land og fjölda skólatónleika. Hann kom fram með fjölda hljómsveita og hópa hér heima og erlendis, má þar nefna Stuðmenn, Caput-hóp- inn, finnsku hljómsveitina Giant Robot og finnsk-íslenska dúettinn Helvík. Hann lék inn á fjölmargar hljómplötur, sá um útsetningar og stjórnaði upptökum. Hann samdi og/eða lék tónlist við ótal leikverk, danssýningar, kvikmyndir, sjón- varpsþætti og auglýsingar. Kristinn H. Árnason lauk burt- fararprófi frá Tónskóla Sigur- sveins árið 1983. Hann stundaði framhaldsnám í Bandaríkjunum, Bretlandi og á Spáni. Hann hefur komið fram á mörgum tónleikum hérlendis sem erlendis, gert upp- tökur fyrir hljóðvarp og sjónvarp og leikið inn á marga hljómdiska. Hann hefur hlotið Íslensku tónlist- arverðlaunin, verið tilnefndur til Menningarverðlauna DV, og feng- ið starfslaun listamanna. „ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is Fyrsta bókin í nýjum og spennandi bókaflokki. Lestu um ævintýri Kótós og lærðu að teikna í leiðinni. edda.is 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.