Fréttablaðið - 20.06.2007, Page 20

Fréttablaðið - 20.06.2007, Page 20
 20. JÚNÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR12 fréttablaðið verk að vinna Bauma-vinnuvélasýningin er stærsta sýningin sem leggur áherslu á tæki og tól til jarð- vinnu og mannvirkjagerðar. Sýningin er haldin í München þriðja hvert ár. Áhugi Íslend- inga á þessari sýningu er mikill en á sjötta hundrað Íslending- ar heimsóttu sýninguna í ár. „Við höfum farið á þessa sýn- ingu allt frá því að fyrirtækið var stofnað,“ segir Ólafur Bald- ursson, sölustjóri Kraftvéla, sem sendi tíu starfsmenn á sýninguna að þessu sinni. „Komatsu og aðrir aðilar sem við erum með umboð fyrir eru með bása á sýningunni og fyrir- tækin eru dugleg að kynna nýj- ungar á sýningunni. Viðskipta- vinir okkar geta hitt okkur við básana og skoðað það sem er að gerast í nýjungum.“ Kraftvélar voru með starfs- menn alla sýningardagana og fengu þeir heimsóknir frá fjölda verktaka sem óskuðu eftir upp- lýsingum og aðstoð varðandi það nýjasta um tæki og búnað sem Kraftvélar selja. Aðsókn að sýningunni í ár var sú mesta frá upphafi en um hálf milljón heimsótti sýningarsvæð- ið. Aukningin á milli sýninga var um tuttugu prósent og voru að- standendur sýningarinnar mjög ánægðir með þennan mikla áhuga, að því er fram kemur í fréttatil- kynningu frá skipuleggjendum hennar. Sýningaraðilar voru frá 190 löndum. „Svona sýningar skipta miklu máli, sérstaklega í þessum iðnaði þar sem mikið er um nýjungar,“ segir Ólafur. hnefill@frettabladid.is Metaðsókn á Bauma-vinn Ólafur Baldursson hjá Kraftvélum segir sýninguna hafa heppnast mjög vel. Hér er hann kominn aftur til landsins og stendur við vélaflota Á sýningarbás Komatsu á Bauma-sýn- ingunni. Yuchai Mest seldu smá-beltagröfur á Íslandi 2006

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.