Fréttablaðið - 20.06.2007, Page 22

Fréttablaðið - 20.06.2007, Page 22
 20. JÚNÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR Finnur Aðalbjörnsson, verktaki á Akureyri, fékk á dögunum af- henta stærstu dráttarvél sem framleidd er í Evrópu. Hún er af gerðinni Fendt 936 Vario og verður notuð við ýmis verkefni hjá fyrirtæki Finns á Akureyri. „Hún fer í ýmiss konar verkefni. Ég er búinn að vera að byggja upp þetta fyrirtæki og vil frekar vera í dráttarvélunum en vörubílum,“ Það er Vélfang ehf. í Reykjavík sem flytur hana inn en vélin er af gerðinni Fendt 936 Vario. Dráttar- vélin varð fyrir valinu þar sem hún er stærsta dráttarvél sem fram- leidd er í Evrópu eða 360 hestöfl. Dráttarvélin er vel útbúin en þó einföld í stjórnun. Í henni er Fendt Vario-skipting sem fyrir löngu hefur sannað sig og ný tegund af mótor frá Deutz. Í nýlegri könnun sem birt var í tímaritinu LZ-Rein- land kom í ljós að við allar tegund- ir vinnu eyða Fendt-dráttarvélar 10-40 prósentum minna en helstu keppinautar og í fréttatilkynningu frá Vélfangi segir að það sé um- hugsunarvert á tímum hækkandi eldsneytisverðs. Vélin verður tekin í notkun í dag en þegar blaðamaður náði í Finn í gær var verið að bæta ýmsum aukabúnaði í vélina. Finnur segir að það hafi lengi verið draumur sinn að eignast Fendt-dráttarvél. „Ég ólst upp í sveit og þar var alltaf talað um að það væru til dráttarvélar og svo væri til Fendt. Það hefur því lengi verið draumur að eignast svona vel og því langt frá því að þetta sé skyndiákvörðun,“ segir Finnur. hnefill@frettabladid.is Stærsta dráttarvél Evrópu til Akureyrar Fendt 936 Vario dráttarvél, sú stærsta í Evrópu, er flutt inn af Vélfangi í Reykjavík. Finnur Aðalbjörnsson, verktaki á Akur- eyri, segir það lengi hafa verið draum sinn að eignast Fendt-dráttarvél. 60% MARKAÐSHLUTDEILD Á ÍSLANDI ÁRIÐ 2004 MANITOU skotbómulyftarar - Þarfur þjónn, sem uppfyllir ströngustu gæði og væntingar þeirra kröfuhörðustu. HANN ER GRIMMUR! MANITOU MLT 634 TURBO INTERCOOLER - VIÐURKENND VARAHLUTAÞJÓNUSTA í 44 ár - Útvegum notaða skotbómulyftara - Úrval notaðra lyftara á lager Fjórhjóladrifinn Fjórhjólastýrður Lyftigeta: 3.400 KG Lyftihæð: 6.050 MM Gafflar: 1.200 MM Vél: Perkins Turbo intercooler, 123 HÖ LOAD SENSING!! Samtímis glussahreyfingar án aukins snúningshraða vélar. SKOTBÓMULYFTARI PON PÉTUR O. NIKULÁSSON ehf. Melabraut 23 • 220 Hafnarfjörður Símar 552 2650 & 552 0110 • FAX: 552 1588 • e-maiL: pon@pon.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.