Fréttablaðið - 20.06.2007, Page 28

Fréttablaðið - 20.06.2007, Page 28
MARKAÐURINN 20. JÚNÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR12 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur vakið athygli í fjölmiðl- um og víðar með því að kenna Íbúðalánasjóði um aukna þenslu og ójafnvægi íslensks efnahags- kerfis og með því að halda því fram að sjóðurinn beri ábyrgð á háum skammtímavöxtum hér á landi. Jafnframt er mælt með því að hámarkslán og lánshlut- fall verði tafarlaust lækkað og að Íbúðalánasjóður verði lagður niður í núverandi mynd. Ályktanir og niðurstöður Al- þjóða gjaldeyrissjóðsins vekja furðu og benda, í besta falli, til þess að misbrestur hafi verið í upplýsingaöflun sérfræðinga sjóðsins hér á landi. Þó ber þess að geta að skoðun þeirra um að breyta Íbúðalánasjóði eða leggja hann niður er ekki ný af nálinni. Í ljósi umræðunnar síðustu daga er rétt að draga fram nokkr- ar staðreyndir málsins, með hlið- sjón af greinargerð og niðurstöð- um sérfræðinga Alþjóða gjald- eyrissjóðsins. SAMBAND NAFNVAXTA OG VERÐ- TRYGGÐRA VAXTA Hér á landi er skuldabréfamark- aður að mörgu leyti ólíkur því sem tíðkast annars staðar. Sér- staða íslensks skuldbréfamark- aðar er verðtryggð skuldabréf. Þau eru yfirleitt gefin út til langs tíma en óverðtryggð skuldabréf til skamms tíma. Oft er ósamræmi í þróun nafn- vaxta og verðtryggðra vaxta sem og í þróun langtíma og skamm- tíma vaxta. Eðli þeirra er ólíkt og það er oft neikvæð fylgni á milli verðbólgu og verðtryggðra vaxta en jákvæð tengsl milli nafnvaxta og verðbólgu. Þróun skammtímavaxta stjórn- ast mikið af stöðu hagkerfisins í viðkomandi landi. Vaxtaferillinn hér á landi ligg- ur niður á við eins og í mörgum öðrum löndum þar sem hagvöxt- ur er mikill, þ.e.a.s. vextirnir eru lægri eftir því sem lánið er til lengri tíma. Íbúðalánasjóður gefur út verð- tryggð langtímabréf og veit- ir veðlán í samræmi við það. Tengslin milli bréfa sjóðsins og útlánavaxta hafa litla fylgni við skammtímanafnvexti, sem eru grunnvextir og helsta hagstjórn- artæki Seðlabanka Íslands. Því getur reynst erfitt fyrir Seðla- bankann að berjast gegn verð- bólgu með nafnvöxtum við þess- ar aðstæður þegar almenningur fjármagnar íbúðakaup sín með langtímalánum á verðtryggðum vöxtum sem eru lægri en skamm- tíma nafnvextir. Ábendingar Al- þjóða gjaldeyrissjóðsins ættu því frekar að beinast að sambandi verðtryggðra langtímavaxta og skammtímanafnvaxta en að stöðu Íbúðalánasjóðs. Myndin hér að neðan sýnir vaxtaferil í íslenskum krónum þar sem skammtímavextir eru um 6% hærri en langtímavextir. Íbúðalán hér á landi eru yfirleitt til langs tíma. Fjármögnun og útlánavextir Íbúðalánasjóðs byggjast á mark- aðskjörum á hverjum tíma Útlánavextir Íbúðalánasjóðs byggjast á fjármögnunarvöxtum sjóðsins. Ferlið er gagnsætt þar sem fjármögnunarvextirnir eru markaðsvextir íbúðabréfanna. Sjóðurinn bætir svo 0,45% álagi ofan á vextina. Áætlað er að rík- isábyrgð íbúðabréfa lækki mark- aðsvexti þeirra um 0,15-0,20%. Þar af leiðandi væru útlánsvext- ir Íbúðalánasjóðs hærri sem því nemur ef ábyrgðin væri ekki til staðar. Það er deginum ljósara að 0,15-0,20% hærri vextir hefðu engu breytt í stríðinu við verð- bólguna hér á landi undanfarin þrjú ár. ÚTLÁN ÍBÚÐALÁNASJÓÐS TIL HEIMILA HAFA DREGIST SAMAN Síðan bankarnir komu inn á íbúðalánamarkaðinn í ágúst 2004 hafa ný útlán þeirra numið yfir 400 milljörðum króna. Ný útlán Íbúðalánasjóðs hafa verið 160 milljarðar á sama tíma. Ef upp- greiðslur á lánum Íbúálánasjóðs upp á 240 milljarða króna eru teknar með eru nettóútlán Íbúða- lánasjóðs raunar neikvæð um 80 milljarða. Þessar tölur gera ekki ráð fyrir lánum bankanna í er- lendum gjaldeyri, en eins fram kemur hjá Seðlabanka Íslands hafa slík lán aukist gríðarlega á þessu ári og nema nú um 80 millj- örðum króna. Með þessar tölur og almennar hagfræðikenning- ar í huga er erfitt að sjá hvernig hægt er að kenna Íbúðalánasjóði um aukna þenslu með tilheyrandi verðbólgu. Myndin og taflan hér að neðan sýna þróun skulda heimilanna síð- ust þrjú ár. Útlán bankastofnana til heimila hafa nærri þrefaldast á sama tíma og útlán Íbúðalána- sjóðs til heimila hafa dregist saman um tæplega fimmtung á tímabilinu. MEÐALLÁNSUPPHÆÐ OG LÁNS- HLUTFALL LÁGT Meðallán Íbúðalánasjóðs er rúm- lega 9 milljónir króna þó að há- markslánsfjárhæð sé 18 millj- ónir. Ef hámarkslán Íbúðalána- sjóðs hefði hækkað í samræmi við hækkun íbúðaverðs á höf- uðborgarsvæðinu ætti hámarks- lánið nú að vera yfir 24 milljónir króna, en ekki 18 milljónir. Ekki er lánað meira en sem nemur 90% af kaupverði og aldrei umfram brunamótamat, sem yf- irleitt er mun lægra en mark- aðsverð á höfuðborgarsvæðinu. Í raun geta því tiltölulega fáir á höfuðborgarsvæðinu tekið há- markslán sjóðsins vegna þessara takmarkana. Fyrstu fjóra mánuði ársins veitti sjóðurinn einungis 40 lán á höfuðborgarsvæðinu þar sem hámarkshlutfalli var náð. Bankarnir setja yfirleitt ekki slíkar takmarkanir og lána í sam- ræmi við markaðsvirði eigna. Lánshlutfall Íbúðalánasjóðs er að meðaltali um 55% og láns- hlutfall nýrra lána er um 60%. Þetta er mun lægra hlutfall en hjá bönkunum. Hækkun lánshlutfalls Íbúða- lánasjóðs hefur því nánast engin áhrif á þenslu, ólíkt stóraukn- um lánveitingum bankanna til heimilanna í erlendri mynt. Ef litið er á meðallánsupphæð og meðallánshlutfall hjá Íbúðalána- sjóði er erfitt að sjá hvernig Al- þjóða gjaldeyrissjóðurinn getur komist að þeirri niðurstöðu að lækka beri hámarkslánsfjárhæð og lánshlutfall Íbúðalánasjóðs. Íbúðalánasjóðir og opinber af- skipti af íbúðalánamarkaði Íbúðalánasjóður er ekki eini sjóðurinn í heiminum sem lánar til fjármögnunar íbúðarhúsnæðis með stuðningi eða atbeina stjórn- valda. Í þessu sambandi nægir að nefna Fannie Mae og Freddie Mac í Bandaríkjunum og SBAB í Svíþjóð. Öflun íbúðarhúsnæðis á bestu mögulegum kjörum, óháð efnahag og búsetu, er einfald- lega mikilvægt mál, sem stjórn- völd láta sig varða víðar en hér á landi. Þannig má viðhalda sam- keppni á íbúðalánamarkaði og forðast markaðsbresti. ÁBYRGÐ OG HÆFNI INNLENDRA FJÖLMIÐLA Flestir innlendir fjölmiðlar hafa tekið ábendingum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins sem heilögum sannleika og ekki reynt að kryfja þær til mergjar. Vekur það spurn- ingar um hæfni íslenskra fjöl- miðla til að fjalla fagmannlega um mál af þessu tagi. Í ljósi sög- unnar er ljóst að þeir hafa farið offari í garð Íbúðalánasjóðs og slegið upp fyrirsögnum og grein- um sem hafa verið fjarri öllum raunveruleika. Má þar sem dæmi nefna forsíðugrein í Morgunblað- inu í desember 2004 þar sem full- yrt var að Íbúðalánasjóður gæti komist í þrot. Einnig má gagnrýna fjölmiðla fyrir að leita ekki eftir skoðun- um eða viðbrögðum frá Íbúða- lánasjóði. Talað er um sjóðinn en ekki við forsvarsmenn hans þegar veigamikil mál hefur borið á góma. Því hafa rangfærslur um sjóðinn verið algengar í fjölmiðl- um. TRÚVERÐUGLEIKI SAMTAKA ATVINNULÍFSINS Í júlí 2005 birtist grein á heima- síðu Samtaka atvinnulífsins þar sem sagt var að Íbúðalánasjóður hefði tapað 15 milljörðum króna og næmi það meira en öllu eigin fé sjóðsins. Þegar samtökin réðust svo ný- verið aftur á Íbúðalánasjóð, með sambærilegum rökum og Al- þjóða gjaldeyrissjóðurinn beit- ir fyrir sig, vakna óneitanlega grunsemdir um að samtökin séu að sinna hagsmunagæslu í stað þess að taka þátt í málefnalegri umræðu. LOKAORÐ Niðurstöður Alþjóða gjaldeyris- sjóðsins eru ekki í nokkru sam- ræmi við staðreyndir sem hér hafa verið raktar. Þær byggjast, að mínu mati, á misskilningi og vankunnáttu um þennan mála- flokk hér á landi. Íbúðalánasjóður getur ekki borið ábyrgð á auknum útlánum bankanna til heimilanna. Þessi útlán bankastofnana hafa nær þrefaldast og aukist um 500 milljarða króna síðastliðin þrjú ár. Þar af tengjast yfir 400 millj- arðar fasteignakaupum. Eru þá ótalin gjaldeyrislán bankanna. Á sama tíma hafa útlán Íbúðalána- sjóðs dregist saman um nærri því fimmtung. Krafa um að Íbúðalánasjóður lækki umsvifalaust hámarkslán sín og veðhlutföll er undarleg enda hafa útlán sjóðsins verið hófleg og langt undir hámörk- um. Það sýnir ábyrgð Íbúðalána- sjóðs og skapar ekki þenslu nema síður sé. Óskiljanlegt er að kenna Íbúða- lánasjóði um of háa skammtíma- vexti og lítt virka peningamála- stefnu. Íbúðakaup eru venju- lega fjármögnuð með lánum á langtímavöxtum sem eru heldur lægri en skammtímavextir. Halli vaxtaferilsins byggist á vænt- ingum markaðarins og speglar efnahagsástandið í hverju landi. Íbúðalánasjóður hefur hins vegar ekkert með það að gera. Menn geta haft ýmsar skoðanir á hvernig þessum málum verður best fyrir komið. Staðreyndum um Íbúðalánasjóð verður hins vegar ekki breytt. Rangfærslur og afbakanir verða ekki notaðar til að rökstyðja að þensla og ár- angurslítil peningamálastefna sé Íbúðalánasjóði að kenna. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn - Vanþekking og rangfærslur Jóhann G. Jóhannsson, sviðsstjóri fjármálasviðs Íbúðalánasjóðs O R Ð Í B E L G 16% 14% 12% 10% 8% 6% 4% 2% 0% N A F N V A X T A F E R I L L M . V . 4 , 1 % V E R Ð B Ó L G U Á L A G Á Á V Ö X T U N A R K R Ö F U Í B Ú Ð A B R É F A 0 5 10 15 20 25 30 35 40 Ávöxtunartími í árum Þ R Ó U N S K U L D A H E I M I L A N N A 1. 6. 2004 31. 12. 2005 31. 3. 2007 Bankar og Sparisjóðir Íbúðalánasjóður Heildarskuldir heimilanna Skuldir heimila (ma. ISK) 1. 6. 2004 31. 12. 2005 31. 3. 2007 Br. frá 1.6.2004 Bankar og sparisjóðir 192,6 544,4 745,6 287% Íbúðalánasjóður 410 317 339,1 -17% Heildarskuldir heimila 602,6 861,4 1084,7 80% Actavis hefur hlotið verðlaun fyrir bestu fjárfestatengsl stórra fyrirtækja á Íslandi. Það var fagtímaritið IR Magazine sem veitti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Ósló á dögun- um. Actavis vann einnig til þessara sömu verð- launa árið 2004. IR Magazine hefur á undanförnum árum veitt félögum á Norður- löndum verðlaun fyrir bestu fjárfestatengsl- in. Verðlaunin byggj- ast meðal annars á við- tölum við yfir 200 fjár- festa, greiningardeildir og aðra markaðsaðila um hverjir skara fram úr í upplýsingagjöf og sam- skiptum við markaðinn. „Síðastliðið ár hefur verið sérstaklega við- burðaríkt. Á tímum mik- illa breytinga er mikil- vægt að fjárfestar hafi góðan skilning á hvert félagið stefnir og hvern- ig mæla má árangur þess. Verðlaunin eru góð viðurkenning á þeirri vinnu,“ er haft eftir Halldóri Kristmanns- syni, framkvæmdastjóra Innri og ytri samskipta hjá Actavis, í fréttatil- kynningu. - hhs Actavis verðlaunað fyrir fjárfestatengsl Í vetur kom út ný kennslubók í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum, Tíra, sem er fyrir elstu bekki í grunnskóla og framhaldsskóla. Bókin er samstarfsverkefni milli Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands. Höfund- ar hennar eru Dr. Örn D. Jónsson, prófessor í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum við við- skipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, dr. Rósa Gunnarsdóttir, sérfræðingur í kennslu- fræði nýsköpunarmenntar, og Svanborg R. Jónsdóttir, doktorsnemi við Kennaraháskóla Íslands. Tírunni er ætlað að svara þörf kennara og leiðbeinenda fyrir handbók sem tekur tillit til aðstæðna í daglegu lífi eða á starfsvettvangi, ekki síst þeirra viðfangsefna sem einstakl- ingar þurfa að glíma við að námi loknu. Fleiri grunn- og framhaldsskólar landsins munu bjóða upp á þetta námsefni í haust. „Þjóð- félagið hefur breyst gríðarlega á skömm- um tíma og þar með vinnan og daglegt líf al- mennt. Tíra er eins konar verkfæri eða samansafn aðferða sem auðvelda einstaklingum að sjá umhverfið í nýju ljósi og auka víðsýni,“ segir í tilkynn- ingu frá Háskóla Íslands. Dagana 20. til 22. júní er boðið upp á námskeið í kennsluháttum frumkvöðlafræða og nýsköpunarmenntar í Odda, Háskóla Ís- lands, frá 9 til 16, alla dagana. Á námskeið- inu verður meðal annars farið í skapandi hugsun, leiksvið lífsins, frumkvöðlamenntun og hugmyndafræði nýsköpunar. Námskeið- ið er ætlað kennurum sem taka munu að sér kennslu í frumkvöðlafræði í haust. - hhs Fyrir frumkvöðla framtíðar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.