Fréttablaðið - 21.06.2007, Síða 1

Fréttablaðið - 21.06.2007, Síða 1
Fimmtudagur *Samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent í maí 2007 Lestur meðal 18–49 ára á höfuðborgarsvæðinu 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 41% B la ð ið M o rg u n b la ð ið F ré tt a b la ð ið D V 34% 71% 3%VV D VVVVVVVV D V DD Augnháralitur og augnbrúnaliturTana® Cosmetics SÖLUSTAÐIR: APÓTEK OG SNYRTIVÖRUVERSLANIR NÝTT!!Plokkari með ljósi Sex ára á háum hælum Villt náttúruveisla gott á grilliðFIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2007 Ferskur gosdrykkur og fiskurErna Kaaber býr til sína eigingosdrykki BLS. 6 BT bæklingur fylgir Fréttablaðinu í dag Forsvarsmenn stórra útgerðarfyrir- tækja eru sammála um að „óábyrgar pólitískar yfirlýsingar“ stjórnmálamanna að undanförnu valdi meiri áhyggjum innan greinarinnar en fréttir af væntanlegum niðurskurði aflaheim- ilda. „Ég man aldrei eftir svona dimmum tóni í reynslumiklum útgerðarmönnum og það er komið til vegna pólitískrar umræðu frekar en vondra frétta af þorski,“ segir Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík. „Það sem ruglar menn í greininni meira núna en nokkuð annað er pólitískur óstöðugleiki. Stjórnmálamenn eru farnir að gæla við það að ákveða hvar fiskvinnsla verður og hvar ekki, auk þess að niðurskurðurinn skili sér ekki til baka þegar að því kemur að hægt verður að veiða meira,“ segir Pétur. Magnús Kristinsson, framkvæmdastjóri Bergs-Hugins ehf. í Vestmannaeyjum, segir að „óábyrgar pólitískar yfirlýsingar“ stjórnmála- manna undanfarið séu mjög ámælisverðar. „Óvissan sem þessu tali fylgir er helmingi verri en niðurskurður. Hann er sér kapítuli út af fyrir sig og við honum verður brugðist ef á reynir.“ Eggert B. Guðmundsson, forstjóri HB Granda, segir yfirlýsingar nokkurra stjórn- málamanna að undanförnu hafa verið óábyrg- ar og afvegaleiða umræðuna. „Sérstaklega það sem sagt hefur verið síðan á sunnudaginn. Það má flokka sem truflandi og jafnvel skaðlegt.“ Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir að allt frá því að fiskveiðiráðgjöf Haf- rannsóknastofnunar var kynnt hafi verið reynt að efna til opinnar, almennrar og mál- efnalegrar umræðu. „Það er því leitt til þess að vita að menn telja að umræðan hafi þróast með öðrum hætti. Við verðum að fjalla um fiskveiðiráðgjöfina á málefnalegan hátt. Þetta er alvarlegt mál. Að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um umræðuna eins og hún hefur farið fram.“ Óábyrgar pólitískar yfirlýs- ingar skaða sjávarútveginn Forsvarsmenn stórra útgerðarfyrirtækja segja yfirlýsingar stjórnmálamanna síðustu daga hafa verið skað- legar íslenskum sjávarútvegi og að pólitískur óstöðugleiki valdi meiri skaða en niðurskurður aflaheimilda. „Mér fannst í raun ekkert til sem gæti aðstoðað þá,“ segir Guðrún Eiríksdóttir, móðir heyrn- arskertra tvíbura, sem tók sig til og hannaði tölvuleikinn Tuma og táknin fyrir strákana sína. Tvíburadrengir Guðrúnar greindust heyrnarskertir fyrir um fjórum árum. Þeir voru þá rúmlega tveggja ára og hóf Guð- rún leit að efni sem gæti örvað málþroska þeirra. Fljótlega komst hún að því að lítið sem ekkert slíkt efni var til. Því hannaði hún tölvu- leikinn sem ung börn geta notað til að læra tákn með tali. „Á þessum tíma var ég í tölvun- arfræði. Í einu námskeiðinu kviknaði hjá mér hugmynd að því að útbúa tölvuleik sem gæti nýst börnum til að ná tökum á máli og tákni með tali,“ útskýrir Guðrún. Leiðbeinandi hennar tók afar vel í hugmynd hennar og enduðu Tumi og táknin sem lokaverkefni hennar til BS-prófs úr Háskóla Íslands. Hugmyndin hefur þó enn þanist út því Guðrún fékk fleiri fagaðila til liðs við sig og er leik- urinn nú í sölu. „Leikurinn er ekki bara hugsað- ur fyrir börn með málörðugleika. Flestum börnum þykir gaman að nota tákn með tali auk þess sem markmið leiksins er að bæta fram- burð og auka orðaforða, sem nýt- ist öllum börnum. Sérstaklega finnst mér samt gott að foreldrar sem eiga börn sem glíma við mál- örðugleika geti fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir hugvitssama móðirin. - Yfir sex þúsund íslenskir fjárfestar, þar á meðal lífeyris- sjóðirnir, skráðu sig fyrir hluta- bréfum í hlutafjárútboði Føroya Banka. Færeyska ríkið seldi sextíu prósent hlutafjár til almennra fjárfesta á Íslandi, í Færeyjum og Danmörku og til fagfjárfesta um allan heim. Í boði voru um 12,7 milljarðar króna en óskað var eftir 330 milljörðum. Bankinn verður skráð- ur í Kauphöllina í dag. „Fjárfestar á Íslandi og Færeyjum sýndu útboðinu mikinn áhuga,“ segir Janus Petersen, forstjóri bankans. Þeir sem skráðu sig fyrir 127 þúsund krónum eða minna í almenna hluta útboðsins fá fullan skammt. Hlutur annarra skerðist verulega. Sex þúsund Ís- lendingar kaupa
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.